Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 5

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 5
5 haiur sjerhver þekkja vann : Arnbjörn klerkur aldinn þar, ástvin Snorra, kominn var. Gekk þar til er líkið lá, líndúk spretli dauðum frá, ginu benjar, gloiti nár, gyllti blóðið silfrað hár; hremmdir störðu hlynir stáls ; halurinn aldni tók til máls: «Svo er Snorri lagður lágtl — Lesið hjer um miðja nátt voðalega Skuldar skrá skörungs blóðgu höfði á; lesið, lesið einörð orð, orð, sem vitna þetta morð; orð, sem halda heiili stærð, hvað sem líður ógn og flærð; orð, sem tala ávallt, þó íslands tindar hrapi í sjó; orð, sem boða landi og lýð langra daga hryggðarstríð. Víst er þetta voleg tíð, vjelum slungin, heiptarstríð; hvaðan illsku aldan gín augun gömlu sjá þó mín : Kaldara’ en jökull kreistir fold, kaldara’ en dauðinn þetta hold, Hákonl þín hin römmu ráð ráða nú um ísaiáð; þau munu gegn um brögð og blóð blinda vora sterku þjóð, unz vort frelsi falliö er fornt og dautt, sem þessi hjer, Snorri, sem með sæmd og spekt setti í letur ódauðlegt allra þinna feðra fans, frægðarverk þíns ættarlands, Snorri, sem um sjálfan þig samdi kvæði vegsamlig ; aðrir jöfrar fremd og fje fyrir þvílíkt Ijetu í tje, en fyrir Snorra snilld og Ijóð sníktir þú hans hjartabióð! Aumi jöfur, öll sú sæmd, hann um þig kvað, sje frá þjer dæmd! Ei ert þú þó einn í sök, önnur standa nærri rök: grimmi hundur, Gizur, hjer grimmur nárinn ógni þjer! þótt hans gjörvallt blætt sje blóð beint í þinnar grimmdar sjóð, þitt skal hungur þverra sízt, þyrsta skal þig aptur víst. Pú hefir styrkri Sturluþjóð steypt í hennar hjartablóð ; en af rústum hennar hár heiptarlogi brennur sár1 innst við hjarta, þrjótur, þitt. fcegar rætist orðið mitt 1) þessi Arnbjörn, sera þaunig er hjer látinn tala, er nefndnr í Stnrl- nngn, þar sem sagt er frá drápi Snorra; er líklegt hann hafl verib heim- ilisprestur hans. Er ab sjá af sögnnni, aí> Giznr hafl veitt npp ár hon- nm aí) segja til Snorra, máti því ab Giznr hjet Snorra griþom. pess vegnaerhannhjerlátinn ámæla Giznri, segja fyrir Flngumýrarbrennn, o. fl. mun þess, Gizur! meiri von þú munir Snorra Sturluson. Hræðstu! nú jeg sje í sýn svífa yfir höfði þín fræðidís míns föðurlands, fóstru þessa listamanns ; döpur sinn hún sveigir fald, setur nöfn á gullið 'spjald; annað svart, og það er þitt, þannig skal það jafnan litt; hitt er Ijóst og lýsir strönd, ljómar allt í suðurlönd; það er Snorra heiti’, erhún helgri prýðir dýrðarrún: Snilldin hlýtur líf og lán ; lýgin kvelst við skömm og smán. Þagnar halur, þar næst hvarf. H var unnið næturstarf; Gizur eptir grimman leik gneypur hafði sig á kreik, með sjer flulti ljótan löst — löstum fylgja eptirköst, þau er sekan sífellt þjá og sverð og eldur vinna’ ei á. Malth. Jochumsson. TUNGLIÐ. * „Touglib, tnnglií), taktn mig og betþu mig upp tíl ekýja“, o. s. frv. Tunglið ! já, tunglið er annars skrítinn hlutur. Tunglið er líka þýðingarmikið í lífinu. Spurðu þann, sem ástfang- inn er, hvort honum finnist ekki svo, sem «sælt sje að reika um grænklæddar grundir Með glóeygum svanna um mánabjört kvöld, Er fjallbunur taka með ástunum undir Og eldrósir blika um himinsins tjöld»l. Spurðu ferða- manninn, spurðu t. d. skólapiltana á haustin, hvort þeir vilji vinna það fyrir mikið, að vera án tunglsljóssins á kvöld- in. Þeirmunu fljótt svara: «Nei» 1 — Gættuað þjóðkvæð- um, þjóðsögum, í einu orði að þjóðskáldskapnum, þámuntu sjá, hversu mikla þýðing að tunglið hefir: urðarmáninn t. d. í draugasögunum; þá er fyrst draugaveður í lagi, er tunglið veður í skýjum, og hvervetna kemur tunglið fram í þjóðarskáldskapnum. (Sbr. vísurnar: »Viltu, tungl, Þjer í munn Þennan bita feitann? Viltu, hvinn, Þjer á kinn Þjófa- lykil heitan?« ellegar vísuna um Wíum sýslumann: »Týnd er æra, töpuð er sál; Tunglið veður í skýjum« o. s. frv.), Því segi jeg það: Merkilegt er tunglið — og enda þó eigi væri nema Hornafjarðarmáninn. En með því tunglið er nú svo merkilegt, þá er ekki af vegi, að jeg segi ykkur í dag sitlhvað af tunglinu, og það skal jeg nú gjöra. Vjer skulum ímynda oss, að vjer byggjum í tunglinu; .það er náttúrlega ekki nema ímyndun, því jeg skal seinna segja ykkur frá því, hve óhugsandi það er, að menn með voru sköpulagi lifi þar. Vjer verðum þá fyrst að minnast þess, að tunglið snýst ekki um ás sinn, eins og jörðin, á 1) Úr vísu eptir Kristj. Jóusson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.