Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 2

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 2
2 og óbifanlegt að standa, hversu sem á stendur, og hins, sem að eins er aukaatriði, og getur lagazt eptir því, sem á stendur. Hann má aldrei tala þvert um huga sjer, og eigi láta hræða sig frá sannfæring sinni, því að hennar má hann aldrei ganga á bak, þótt það gildi lif hans og mannorð, fje og fjör. Hann má því eigi látaþað aptra sjer, þótt alþýðuhylli hans liggi við, því sannleikurinn er meira verður; hann má eigi óttast það, þótt hann sjái, að sann- leiksást lians gjöri vini hans að óvinum hans, og eigi ótt- ast óvild manna, því sannleikurinn er meira verður; tiann má eigi þegja yfir sannleikanum, eða gjöra móti betri vit- und til að geðjast öðrum, hvort sem þeir eru háir eða lágir, því sannleikurinn er meira verður. («Vinn þú það ei fyrir vinskap manns, Að víkja af götu sannleikaus», segir skáldið). Hvorki hatur nje vinátta manna má hafa nein á- hrif á starf hans í þjónustu sannleikans. Eðlisfar manna, þekking og ástand er svo ýmislegt og ófullkomið, að mönnum kemur eigi saman ávallt í áliti sínu. En eins og að eins einn sannur guð er til, svo er og að eins ein sönn skynsemi, eitt siðferðislögmál, ein rjettlætistilfmning, og allir sannir blaðamenn, sem rækja köllun sína með alúð og einlægni og eigi vilja svíkja sann- leikann, þann helgidóm, sem frelsi og velferð fósturjarðar þeirra er undir komin, — þeir munu ávallt finna samein- ingarlið í þessu þrennu, einkum í rjettlætislilfinningunni, og því ber þeim þess vel að gæta, ef þá greinir á inn- byrðis, að þeir eru að leita sannleikans, og að það er heimska, illgirnd og fordómar, sem þeir eiga að berjast við, en eigi mannorð hvor annars; gæti þeir þessa og breyti þeir eptir því, þá gætu þeir sneitt hjá hinum óprúðu deilum, er svo opt lieyrast nú. l'á fyrst, er blaðamaður hefir sýnt, að hann er óreiðumaður um alian sannleika, þá fyrst getur það verið eigi að eins leyfilegt, heldur enda skyldugt, að sýna fram á «persónulega» misbresti hans; en vari sig hver og einn á því, að gjöra það ófyrirsynju, því að af tvennu er betra, að sleppa því, þótt ástæða kynni til að vera, en að gjöra það að ósekju. Einn frægur maður, vitur og vel lærður í stjórn- fræðum, hefir haft tvídeiling á öllum blaðstjórum. í fyrra flokki eru hinir virðingarverðu blaðstjórar, sem hafa góða greind og hœfilega mennlun, elska það, sem rjett er og satt, og fylgja því, og kunna eigi að hræðast. í hinum ílokknum eru hinir fyrirlitlegu blaðstjórar, skrílæsingamenu, höfðingjaþrælar og vindhanarfsem Frakkar kalla «pub1icist.es de circonstance»), sem af auðvirðilegu þrekleysi eða síngirni haga seglum eptir veðri og kunna jafnan að bera kápuna á báðum öxlum; þeir menn cru rjett nefndir gálga-blað- stjórar, því þeir eru hœfur gálga-matur. Nú er ærið margt sagt um köllun og stefnu blaða- manna yfir höfuð. En að því, er til «Baldurs» kemur sjer- staklega, þá skal jeg vera fáorður. Hann vill einkum hafa fyrir stafni það tvennt: að styðja að frelsi og framförum fósturjarðar sinnar í stjórnar shipun og fyrirhomuhigi, og að efla fróðleik, menntun og fjelagsslcap landsmanna, cyða fordómum, og styðja að pví, að gjöra þjóðina hœfa til, að piggja frelsi pað og njóta pess, sem hann vill óslca og stuðla til að hún hljóti. En ef að menn vilja heyra enu ýlarlegri trúarjátning mína í stjórnarmálum, eða heldur í stjórnarmáli voru, þá viljeg biðja menn að lesa grein mína, sem nefnisl <>Meðferð stjórnarmálsins á alþingi 1869», sem byrjuð er á 75. bls. (í nr. 19) af 2. ári blaðs þessa, og sem bráðum skal enduð verða hjer í blaðinu. Um sjálfan mig skal jeg vera fáorður. Flestir leseudur míuir þékkja mig að nafui; en þeir, sem vilja þekkja mig nákvæmar, verða að þekkja mig af því, hversu jeg kem eptirleiðis fram fyrir þá í blaði þessu. Jeg heíi reyndar átt eigi lítinn þátt í «Baldri» frá upphafi (—jeg hefi meðal annars ritað allt það, sem merkt var stöfunum «1—s —n» og margt íleira í honum) eins og uppruni blaðsins á, ef til vill, eitthvað skylt við mig. En jeg játa fúslega, að margt af því, sem jeg hef frá mjer látið, er svo lagað, að það er lítt lagað til að mæla með mjer við þá, er eigi þekkja mig að öðru. Jeg hefi átt í mörgum blaðadeilum, þar eð jeg er svo skapi farinn, að mjer er gjarnt tii, að «bíta frá mjer», og það stundum nokkuð ófyrirleitið og óþyrmilega, ef að mjer er beinzt. Að fyrra bragði hefi jeg reyndar eigi ráðizt að «persónu» nokkurs mauus; en mjer hefir hælt við að vera of örorður — ef til vill eigi opt framar, en mótstöðu- menn mínir áltu skilið, en opt framar, en sjálfum mjer hefði verið samboðið. Revnslan hefir nú nokkuð tamið mig að þessu leyti, enda er líklegt, þótt að verði fundið verkum mínum, þá fækki þó eptir þetta árásir á persónu mína, og því mun jeg leiða mig hjá slikum deilum að því, er mjer er uunt, án þess jeg vilji biuda heudur mínar nein- um loforðum. Að svo mæltu kveð jeg yður að sinni, kæru lesendur mínir og kaupendur «Baldurs», óskandi áf heilum hug, að oss megi æ því betur falla hvorum við aðra, sem vjer kynn- umst lengur. Jón Ólafsson, ritstjóri «Baldurs». VÍG SNOBRA STURLUSONAR (nóttina milli 22. og 23. september 1241). Þyngdi i lopti þögult kvöld, það var á grimmri Sturluöld snemma hausts; frá himnasal horfðu niður í Reykholtsdal l sjónarvottar sögugeims, sannleiksrúnir Urðarheims, helgar stjörnur; stirndi á svell, stafaði’ á vötn og jökulfell. Bak við hvassan Baulutind Braga gaus upp segullind, eldi glík og óþrotleg, vfir loptið ruddi veg: aldarfarsins ofsi og blóð oldibröndum skrifað stóð. Fjöllin bljesu forn og köld

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.