Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 3

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 3
3 frostblæ gegn um heiðríkt kvöld, jöknlblæ á bjargasal líalls- úr -jökli og í’órisdal: það voru náköld nornaráð; nötraði’ af hrolli syndugt láð. Yör ríkan Reykholtsgarð rauður máni sýndi skarð, glotti niður, hengdi horn helþrunginn, sem dreymi norn myrk og ferleg CJrðar orð: í hann lagðist svik og morð. Hver er sá, sem himinbaug horör á við Snorralaug, skaparans dýrðar skýra mynd skráða á vatnsins krystallslind? að sjer feldinn sveipar sinn, sitr og styður hönd við kinn; ’ er það goð við Urðar-unn? er það Mímir við sinn brunn? goðum líkur svo er sá að svip og vexti til að sjá; 6keggið sítt og silfurhár sextíu bera með sjer ár; ennið talar um tign og vit, tálbrögð heims og feigðarlit, meðan augun ern og snör eilíft kynda sálarfjör. Saga! laus við lygi og tál, les mjer Snorra skriptamál. «Inni og úti að mjer sækja daprir dranmar, dimmar fylgjur; sá jeg áðan í svefni brugðinn hjör Hákonar yfir höfði mínu. Eru það svipir er jeg sje á himni, bragandi benrögn, blóði sveipuð? rista Ginnregin rúnir sagna öfugt við oss áður en fram koma? Urðar orði kveðr engi maðr; vaönn er Verðandi reyk; lítið sjáum aptur, en ekki fram; skyggir Skuld fyrir sjón. Leiptra frá laugu Ijósar myndir; titra þær fram eða titra aptur? sje jeg á vellanda vatni skjálfa umbrot, ókyrrð og aldur manna. Sækjast geislar frá goðasölum og skuggaskrímsl frá skyggðu djúpi; gott og illt í gumna heimi heyr hin sömu Haddingjavíg. Lít jeg í laugu liðna æö bregða fyrir í bládjúpi; blandnir eru litir; ijós og skuggar sjálfs míns svip saman fella. Okkar einkunnir, ólgandi hver! sýnast mjer margar saman koma: flár eins og þú og fjöllyndur eg var opt, þótt nú iðrumst þess. Sýður þjer ólga alla daga, sjóðandi hver! og svælu kyndir; 'en kreppt saman kemst hún eigi fram um skapaðan forlaga garð. Svo var mín fjegirnd; svartur reykur rammra ráða ruddist víða, en andrammur Urðar-gustur aptur öllum bljes í augu mjer. Fláræði, fjegirnd, fölvu vofur, hveröð niður í Hvergelmi! vjelt hefur oss veröld, vilda-g feginn grið og guðs frið guili kaupa. Vil jeg nú, Alfaðir, við þig mæla, því jeg em hugsjúkur; heilagi guð! útskúfa mjer eigi, því að andi minn skín af þinni dýrð, sem þessi hver. Mjer, sem honum, heör þú leyft loö þínu lýsa með Ijósbroti; mjer, sem ho.num, heör þú leyft ímynd þinna athafna endurskína. Eins og því ljósi aptur skilar lindin logskær, er Ijeði sól; eins fel jeg þjer, alda faðir! lítið ljós míns lífsanda. Gott væri mjer, ef guð leyfði, hverfa frá heimi í helgisetur; sagðir þú, Þorvaldur1, það fyrir löngu, að heims hjól hverfult væri. Frið heör þú fundið, forni vinur, én jeg ófrið: uggi jafnan; bak við svikalogn svartir flókar dragast saman af dular ráðum. Sagt er rn.ier, að sonur Porvaidar konungs hins kaldráða sje kær vinur; óttumst jeg Hákon, uggi jeg Gizur, hlýra minna höfuðsbana2. Óttumst jeg og uggi öldu þessa; goldin mun glæpska gjöldum þungum; eltir fall ofsa, áþján metnað, óstjórn einveldi með afarkostum. Fylla haustský himin bjartan döpur og drungaleg, dynur í fjarska; það er nákominn , norna stormur, er kynland vort kreppir dróma. Heyr mig, Alfaðir! heim kalla mig, fyr en Hákon hauðri ræður og frelsi flýr fornar stöðvar Egils ættar illu heilli. Hjör Hákonar yfir höfði mínu — von er vjelráða þótt sje virki traust. — Óðum dimmir, dynur í fjarska; hverfa skal heim og hurðum loka». t’yngdi i lopti þoka dimm; þrútinn sat með ráðin grimm Gizur á dökkum gjarðaval, greiddi ferð í Reykholtsdal; 1) p. e. porvaldnr Gizuraraon, faílir Gizurar jaris og fornvin Snorra; hann byggfii klaustrib í Viísey og varb þar kannnki átlur hanu Ijezt. Hann var þá andabur fyrir nokkrum árum. 2) í Örlygsstaía-bardaga 1238 fjell Sighvatur bróþir Snorra fyrir þeim Gizuri og Kolbeini unga. par fjell og hetjan Sturla sonur Sigbvats; vanri Gizur á honum bálfdanþum meb mikilli hoipt og frekju, en hand- tók brteþur hans þrjá og Ijet höggva.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.