Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Qupperneq 5
37
hverri máltíð. Vjer íslendingar höfum lengi fengið orð fyrir
það, hve miklar smjörætur vjer værum, og hafa sumir lagt oss
það út til minnkunar, en menn gá eigi að því, að bæði erum
vjer í köldu landi, þar sem andardráttarfæðan þarf að vera
feitismikil, ef hún á að geta við haldið hitanum í líkamanum,
enda borðum vjer mikið af hörðu feitarlausu flskmeti, sem eigi
er auðið að halda sjer heitum við, nema það sje feiti blandið.
Á hinn bóginn er smjör vort hvervetna mjög fltulítið, sökum
þess að það hefur í sjer mikið tólgarefni (Stearin) og ostefni;
líka er kjötið, einkum nautakjötið, langtum megra en erlendis,
og allt þetta til samans lekið veldur því, að menn í raun og
veru þurfa meira af smjöri hjer en í Danmörku eða hinum
heitari löndunum, þar sem menn sjer til feitisdrvginda hafa
mikið af feitu svínafleski, er vel má við hafa í stað smjörs og
annarar feiti.
Af öllu þessu, er nú var talið, efast jeg mikið um, að
íslendingar borði miklu meira af smjöri, en þeir í raun og
veru við þurfa, einkum þegar þeir eiga að vera við vinnu í
köldu lopti, og hafa eigi annað til fæðis en þá fæðu, sem nú
tíðkast, eins og t. a. m. hart fisksnarl, þorskahöfuð og annað
því um líkt. Hefðu Islendingar, eins og aðrar þjóðir, gnægð
af hveitibrauði, feitu fleski, og annari feitisfæðu, mundu þeir
og borða langtum minna smjör, en nú gjöra þeir, en þar sem
þeir opt við sjóinn verða að lifa á þurrum hörðum rúgmjöls-
kökum og vatnsgrautum útálátslausum, þá er eigi að furða,
þótt þeir verði þungir á smjörinu, einkum þegar hjer við bæt-
ist, að margir þeirra fá aldrei ærlegan kjötbita, heldur opt
hálfhorað kindakjöt, eða feitarlítið og seigt nautakjöt, er menn
varla vildu leggja sjer til inunns erlendis. Um almennilega
feitan ostbita er nú svo sem eigi að tala. Iljer með vil jeg
þó engan veginn segja, að eigi kunni að gefast einstaka smjör-
hákar, er borði langtum meira af smjöri en þeir við þurfa, en
þetta er sannarlega fremur undantekning en almenn regla, og
ætti því alls eigi að leggjast íslendingum tit lasts yflr höfuð,
eins og stundum hefur verið gjört.
Yflr höfuð ætla jeg andardráttarfæðu þá, er íslendingar