Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Síða 1

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Síða 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐINDI. Annað ár. M 5.-6. Maí-—Júní 187*. III. IÍAFLI. LM HÍBÝLI MANNA. Nú, er talað er um fæðuna og drykkinn, þykir við eiga, að tala um híbýli manna, og hvernig þau skuli löguð, svo eigi verði þau heilsu manna að tjóni. Öll íveruhús, hvort heldur handa mönnum eða skepnum, ættu að standa á þurrum og heldur háum stöðum, svo að öllu vatni hallaði frá húsunum á allar hliðar. fetta hafa forfeður vorir víða íhugað mjög vandlega, og það er því mikill fjöldi af landnámsjörðum, sem standa á hólum, eða í háum íjalls- lilíðum; þar er og með fáeinum undantekningum þurrlendi, þar er bæir standa, að minnsta kosti, þar sem því hefir orðið við komið. Mýrlendi og saggafull flatlendi eru alveg óhæfileg til bæjarstæðis, nema því að eins, að það áður sje vel upp þurrkað með hæfilegum skurðum, sem gjöri það að verkum, að allri vætu halli frá á allar hliðar. Þessu næst er það mjög áríðandi, að bæir eigi sjeu settir á þeim stöðum, þar sem einhvern óhollan daun kynni að leggja úr jörðunni. Margar gufur geta orðið mjög skaðvænar fyrir heilsuna, eins og jeg hef áður um getið, þar sem talað er um hinar skaðlegu lopttegundir. t’að er þvi miður allvíða siður hjerá landi, bæði á sjáifum prests- setrunum og kirkjustöðum, að kirkjan stendur svo að segja rjett upp við bæinn, eða kirkjugarðurinn er svo nálægt bæjar- stæðinu, að uggvænt má þykja, að vatn, sem í rigningatíð síg- ur djúpt niður í jörðina og blandast með vatnsæðum þeim, er þar liggja, geti náð í sjálft vatnsból staðarins. Jeg hef' fyrir löngu tekið eptir, hversu almenn taugaveikin er á öllum prests- setrum og kirkjustöðum, og er jeg hræddur um, að nærvera kirkjugarðsins rjett við bæinn muni eiga meiri eða minni þátt 3

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.