Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Side 5

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Side 5
37 Á öllu landinu hefir þannig drepizt úr bráðafári veturinn 1870—71 11347 kindur. Tala þessi er þó í raun og veru allt of lág; því það er bæði, að alveg vanta skýrslur úr þremur sýslum landsins (Snæ- fellsnessýslu, Barðastrandarsýslu og Norður-Múlasýslu), enda eru skýrslnr þær, sem komið hafa, næsta ófullkomnar, því úr sumum hreppum vanta alveg skýrslur, og stundum nær skýrsl- an að eins yfir einn hluta hreppsins; opt er og tala hinna danðu kinda líka einungis ágir.kun, því menn hafa þá eigi munað eplir, hversu margt farizt hafi. Orsökin lil galla þessara við skýrslurnar felst líklegast þar í, að menn eru eigi vanir að gefa þess háttar skýrslur, því þær hafa eigi verið heimtaðar áður. f>ó að maður nú eigi meli skaðann við hverja kind, sem drepst, meir en 4 rd., sem þó er allt of lágt, því það eru ein- mitt vænstu kindurnar, sem helzt farast, og bæti að eins 1153 kindum við fyrir þær þrjár sýslur, sem engar skýrslur liafa sent enn þá, og fyrir vantölu úr hinum sýslunum — og það mun þó allt of lítið í lagt —, þá verður þó skaði sá, sem bráðafárið eingöngu hefur valdið landinu veturinn 1870—71, 50,000 rd.1, og það með þessum afar-lága reikningi, — eða einmitt hið sama, sem árgjald Dana er nú lil vor íslendinga. En það mundi þó fara nær sanni, ef maður reiknaði skaðann þriðjungi meir, en hjer er gjört. Hvar á þelta að lenda? í öll þau ár, sem bráðapestin hefur geisað hjer, hefur svo að segja ekkert verið að gjört frá hálfu hins opinbera til að sporna á móti fjárfelli þessum, og það sætir allri furðu, að alþingi, sem hefur gjört og gjörir sjer svo mikið far um fje það, sem við eigum hjá Dönum, skuli eigi enn þá með einu orði hafa minnzt á tjón það, sem bráðafárið og aðrar drepsóttir I fjen- aði (að undanskildum fjárkláðanum) gjöra i sjálfu landinu. Enn þá hefur alþingi eigi stigið neitt spor til þess, að fáfasta dýralækna hingað, sem að minnsta kosli þyrftu að vera einn i hverjum fjórðungi landsins. Jeg er viss um, að ekkert lag 1) f>essi umræddi vetur var þd heldnr lítill pestarvetur vífcast hvar á laudiiiu, eptir því sein verií) hefur hin seinustu árin.

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.