Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Side 9

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Side 9
41 að framan um bráðafárið, og þann skaða, erþað gjörir landinu, þá má mönnum blöskra, einkum þegar nú má sjá fram á, að fjármissir sá, er bráðasóttin hefur gjört í vetur, er án efa hinn langmesti, ermenn enn þá til vita, og að öllum líkindum hátfu meiri en sá, er skýrslurnar frá 1870 — 71 frá skýra. Það eru nú liðin mörg ár síðan jeg ritaði löndum mínum um það, að kláðasýki sú, er hjer gengi, bæri ljósastan vott um það, að fjeð væri að ganga úr sjer; fáir vildu þá trúa mjer, og svo mun máske vera enn, en það er samt sem áður á reynslu byggð sannfæring mín, að fjárstofn vor þurfi alvarlegra aðgjörða við, ef hann eigi á að falla í strá, og með honum allur aðalbústofn landsins; það er samt sem áður varia til neins að vera að rita um þetta fram og aptur, þegar mönnum er eigi trúað, og aðal- aðgjörðirnar við hinni auðveldustu fjársýkistegund vorri eru mest fólgnar í sífelldu niðurskurðar-samkomulagi, sem að eins miðar til þess, að hjálpa fjárveikjunum til að murka fjeð niður. Við- víkjandi því, er dýralæknirinn skýrir frá um Þjóðólf, finn jeg mjer skylt að geta þess, að þó Þjóðólfur hafi tekið og taki enn þá mjög skaðvænlega og óheppilega í kláðamálið, hefur hann þó jafnan með velvilja stutt að öllu því, er jeg hef ritað um bráðafárið, eins og hann líka allt af hefur verið fús til að út- breiða það, er jeg hef í ijósi lálið um ýmsar sóltir og veikjur á mönnum. Ilann hefur og jafnan sneitt sig hjá, og jafnvel verið andvígur, öllu homöopathisku káki, og megum vjer lækn- ar kunna honum þakkir þar fyrir. J. II. VARIÐ YKKCR, ÍSLENDINGAR; NÚ ERU IIÆTTULEGIR TÍMAR. Svona byrja hinir íslenzku »Politikere-> vanalega, þegar þeir með einhverju þvaðri eru að krapsa yfir vitleysur sínar í póli- tiskum málefnum, og ef þetta væri sagt í þeim skilningi, að íslendinga. nú fremur öllu öðru ættu að vara sig á þeim stjórn- arbótarflækjum, sem meiri hluti alþingis nú smfleytt 3 alþingi hefur verið að trana fram við landsmenn og stjórnina, þá væri mikið hæft í því, en í þeirri meiningu, sem það er tekið í blöð- um vorum,er það alveg meiningarlaust orðaglamur.

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.