Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Qupperneq 10

Heilbrigðistíðindi - 01.05.1872, Qupperneq 10
42 Jeg vona að þeir, sem lesið hafa afþingistíðindin, hafi tekið eptir því, að jeg stakk upp á því, að leggja toli á hesta, kjöt og kindur, er út væru fluttar úr landinu, því það vakti þá Ijóst fyrir mjer, að væri því haldið áfram svona reglulaust, eins og hingað til hefur verið, þá mundi ísland bráðum komast í eymd og volæði. Allir þeir, sem hafa nokkra hugmynd um, hvað nauðsynjavör- ur sjerhvers lands hafa að þýða, munu geta skilið það, að ekkert land þolir að vera svipt svo miklu af sinni nauðsynja- vöru, að eigi sje nægilegt eptir fyrir þá, sem búa í landinu. Þetta er nú samt sem áður farið að koma fram hjer á íslandi, og það svo herfilega, að það er nú ekkert sýnna, en landið verði svoleiðis svipt sínum þarfagripum, að menn standi eptir í hreinum og beinum vandræðum. Hestasalan hefur nú þegar að sögn gjört það að verkum, að menn geta sumstaðar eigi komið að sjer því, sem heimilið þarfnast, svo sem hey, mó o. s. frv., og skæðaskinnsleysið er orðið svo mikið, að menn verða að fá á fæturna útlent leður. fað hefur lengi verið talað um það í vorum pólitisku rit- um, að frjáls verzlun og verzlunarkeppni væri það eina, er vjer þyrftum með. Það er eins og það sje allt komið undir því, að menn sjeu alit af að verzla, en að hinu er minna gáð, hvort menn verzla sjer til skaða eða eigi. |>að er eins og að- alkenning Jóns Sigurðssonar, að verzlunarkeppnin ein eigi að nægja; um verndartoll má eigi tala; slíkt gengur næst guðlasti, og þeir sem honnm halda fram, þeir eru kallaðir afdankaðir verndartollsmenn (Protectionistar), og þetta er barið fram þrátt ofan í alla reynslu og skynsemisrök, því það sýnir saga norð- urálfunnar, að það eru þessir tollar, sem hafa komið eigi ein- ungis jarðrækt, heldur og kvikfjárrækt og öllum handiðnum, þar sem þeir hafa verið við hafðir, áleiðis; enda er svo langt frá, að þeir hafl skaðað, að þeir hafa verndað löndin og orðið til þess, að auka jarðarrækt og handiðnir, enda er víst enginn sá stjórnvitringur, sem eigi er alveg ruglaður, eða svo fáfróð- ur, að hann þekkir eigi “Pólitik» meira en að nafninu til, að hann hali á móti þeim, þar sem þeir eiga við. Jafuvel gamli Thiers, sem án efa enginu getur brugðið um, að hann sje

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.