Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Side 1
HEILBRIGÐISTIÐINDI.
jys. 6. Júnimán. 1879.
Urn Mndindi.
Svo sem kunnugt er, hafa blöð vor á seinni tím-
um talað um bindindi með mikilli alvöru, og verið
þess hvetjandi, að þau yrðu útbreidd um allt land.
Ymsar greinir um þetta efni eru víða að finna í norð-
lenzku blöðunum, og í blaðinu Skuld. í nokkrum af
þessum greinum er skorað á mig að leggja aptur fyrir
alþingi áskorun þá, er jeg síðast samdi um mál þetta,
og býst jeg við, að taka hana upp aptur, áður þetta
þing er úti, og láta þingið, ef það vill, gjöra sjer það
til sóma(!) að gjöra hana apturreka í annað sinn; því
þrátt fyrir allt það mas, er menn þá gjörðu um þetta
mál, er það heyrum kunnugt, að drykkjuskapurinn all-
víða enn lifir í kolunum, og að það sje því fullkomin
ástæða til að hætta eigi við þetta mál að svo komnu.
í blaði einu, sem nýlega er út komið, og sem kallast
„Kirkjutíðindi“, og sem samið er af síra þórarni Böð-
varssyni og dómkirkjupresti síra Hallgrími Sveinssyni,
stendur ritgjörð ein um þetta efni, og leyfi jeg mjer
að prenta hana hjer orðrjetta, því hún er greinilega
samin og sýnir ljóst fram á, hvaða skoðanir menn hafa
um þetta mál á Englandi. Greinin hljóðar svona:
„Ofnautn áfengra drykkja þykir sífelldlega fara í
vöxt á Englandi, eigi sízt á meðal kvenna af verk-
manna flokki, og þykir svo mikið kveða að þessu, að
ofdrykkja sje orðin sannnefndur þjóðlöstur þar í landi.
Hið sama lýsir sjer einnig í sorglegum myndum í lönd-
um þeim í öðrum heimsálfum, sem Englendingar hafa