Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Side 5

Heilbrigðistíðindi - 01.06.1879, Side 5
45 Sökum þessa þyrrings, er nú hefir varað um tíma, hættir mörgum manni við kvefsumleitum, en eigi geta menn þó kallað það neina verulega kvefsótt, heldur að eins afleiðing af ryki því og sandfoki, sem sveimar í andrúmsloptinu. Loptþyngdarmælirinn hefur, þegar tillit er tekið til veðurlagsins, staðið heldur lágt um tíma, án þess þó að því hafi fylgt nokkur viðvarandi úrkoma. þ»að er meðal veðurfræðinga álitið sem regla, að þegar loptþyngdarmælirinn standi mjög hátt, þá vaxi dauðratalan í flestum löndum. þetta hefur ekki getað stuðlað að dauðratölunni hjer í vor, því hann hefur fremur staðið lágt, enda er það einkum hin um- gangandi taksótt og lungnabólga, sem hefur orðið flestum að fjörtjóni. Xey/luvatnið og ástaiul þoss. það er vert fyrir almenning að búa sig undir það, að skortur kunni að verða á góðu neyzluvatni á ýms- um stöðum, ef sumarið verður, eins og nú lítur út fyrir, þurrt og úrkomulítið; en skortur á góðu neyzluvatni getur hæglega orðið mikill heilsuhnekkir, ef eigi er goldinn varhugi við í tíma. það er hörmulegt að lesa um það í útlendum blöðum, hvílíkt óttalegt tjón úr- komuleysið á Austurlöndum hefur valdið öllu lífi, og þó vjer viljum vona, að slíkt tjón beri eigi að í voru landi, þá er þó nauðsynlegt að hafa vakandi augu í tíma, einkum þar, sem lítið er af lækjum og rennandi vatni, eins og einmitt á sjer stað í Gullbringu- og Kjósarsýslu, einkum í sjóplássunum, hvar vatnið sjald- an er svo gott, sem það þarf að vera. Skortur á góðu neyzluvatni er einhver hin hættulegasta sjúkdóms-orsök. Menn þurfa nú í tíma að gæta vandlega að öllum vatnsbólum, hreinsa brunnana og allar lindir, sem not- andi eru, því að, ,.það er seint að byrgja brunninn,

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.