Alþýðublaðið - 06.02.1960, Side 1

Alþýðublaðið - 06.02.1960, Side 1
LOFIÐ REYNSLUNNI AÐ KVEÐA UPP SINN DOM segir forsætis- ráSherra. -♦ Sjáið hvað þær eru orðnar gæfar, l’jarnar-álftirnar. | Myndin var tekin í gær- | dag. Góðhjartaður veg- | farandi stingur brauðbita I að þakklátum Reykvík- | ing. Í MMMWMWWWMWWWHM Dollarinn 60 krónur eff... Blaðið hefur hlerað AÐ umsókn Stefáns A. Pálssonar um eftir- gjöf á sekt hafi verið neitað og að gangskör verði gerð að því að hann og aðrir, sem eiga ógreiddar sektir, borgi þær. EF ríkisstjórn Alþýðu- flokksins hefði ekki fram- fylgt stöðvunarstefnu sinni allt s^ðastliðið ár, — hefði gengislækkunin nú orðið svo n^ikil, að dollar- inn hefði fallið í 60 krónur. Frá þessu skýrði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra í hinni athyglis- verðu ræðu sinni í neðri deild alþingis í gær. Hann kvað það vera viður- kennt, að sú dýrtíðaralda, sem Alþýðuflokksstjórnin stöðvaði, Iiefði þokað gömlu vísitölunui Framhald á 7. síðu. vinstri stjórninni GYLFI Þ. GÍSLASON malaði niður stjórnarand- stöðu Framsóknar og kommúnista í efnahagsmálun- um í ræðu í neðri deild alþingis í gær, þar sem hann skýrði í íyrsta sinn opinberlega frá þeim tillögum, sem þessir f'lokkar gerðu innan vin'stri stjórnarinnar. Vakti ræða Gylfa mi'kla athygli, því hann sýndi fram á og skjalfesti, hvernig afstaða framsóknarmainna og kommúnista var þveröfug, þegar þeir sátu í stjórn við það, sem hún er nú. Gylfi Ias upp skjöl, sem vinstri flokkarnir lögðu allir fram í vinstri stjórninni vorið 1958, þar sem þeir gerðu hver um sig grein fyrir tillögum sín- um í efnahagsmálum. Vandinn, sem þá blasti við, var mjög lík- ur þeim erfiðleikum, sem nú er við að glíma. Þá voru viðhcrf flokkanna þannig: FRAMSÓKN vildi almennt yf- irfærslugjald á keyptan og seldan gjaldeyri, sem var í rauninni hrein gengislækkun. Gjaldið hefði þurft að vera 90%, sem jafngilti 37% gengislækkun. Sagði Gylfi, að Framsókn hefði allan tím- ann í stjórn Hermanns Jón- assonar verið eindregið fylgj andi gengislækkun, og hlyti sú staðreynd að setja sérstak an blæ á núverandi andstöðu flokksins. KOMMÚNISTAR vildu taka 100 milljóna lán í Sovétríkj- unum, AIJKA innflutning á hátollavörum, MINNKA stór lega innflutning á fjárfest- ingavörum og þar með fram kvæmdir í landinu og minnka stórlega útlán bankanna. ALÞÝÐUFLOKKURINN vildi setja eitt yfirfærslugjald fyr- ir útflutninginn, þrjú gjöld á innflutninginn og gera stór- felldar hliðarráðstafanir með aukningu fjölskyldubóta og ellilífeyris og lækkun tekju- skattsins. Gylfi skýrði frá því, að til- lögur Alþýðuflokksins um hækkun fjölskyldubóta og elli- lífeyris, svo og lækkun tekju- skatts, hefði engan hljómgrunn fundið hjá Framsóknarmönn- um eða kommúnistum. Hins vegar kvað hann það ánægju- lega staðreynd, að núverandi stjórnarflokkar liefðu frá upp- hafi báðir talið það sjálfsagt að Framhald á 7. síðu. Gylfi Þ. Gíslason.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.