Alþýðublaðið - 06.02.1960, Blaðsíða 2
Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn. — Framkvæmdastjórl: Ingólfur Krlstjánsson
— Hitstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjómar: Sigvaidi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson
— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. AUglýsingasimi 14 906 — AS-
•etur: AlþýSuhúsiB. — Prentsmiðja AlþýSublaSsins. Hverfisgata 8—10. -
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
GJALDEYRISSTAÐAN
%
LÆKKUN 'gj aldey riseigna íslendinga og
aukning gjaldeyrisskulda hefur leitt til mjög erf-
iðrar ^ gjaldeyrisstöðu, einkum 1 frjálsum gjald-
eyri. í árslok 1954 áttu bankarnir hreinar gjald-
eyriseign'ir í frjálsum gjaldeyri að upphæð 220
millj. kr. í árslok 1959 voru þessar eignir með
öllu horfnar, og í staðinn komin hrein skuld, að
upphæð 65 millj. kr. Gjaldeyrisstaðan hafði með
öðrum orðum versnað um 285 millj. kr. í frjálsum
gjaldeyri á fimm árum. Á sama tíma hafði hún
versnað um 15 millj. kr. í jafnkeypisgjaldeyri,
eða um 300 millj. kr. samtals.
Það mun óhætt að fullyrða, að um s.l. áramót
hafi gjaldeyrisstaða íslands verið verri en nokkurs
annars lands, sem upplýsingar liggja fyrir um, að
einu eða tveimur e. t. v. undanskildum.
Það hefur lengi verið Ijóst, að hverju stefndi
um gjaideyrisstöðuna. Almennt er talið, að til þess
að geta haldið uppi eðlilegum rekstri þjóðarbú-
skaparins og mætt þeim áföllum, sem ætíð kunna
að verða af völdum slæms árferðis eða óhagstæðra
viðskiptakjara, se nauðsynlegt að eiga gjaldeyris-
forða, er nemi a. m. k. 30—40% af árlegum inn-
flutningi. Jafnvel í árslok 1954 var gjaldeyrisforði
íslands ekki svo stór, og undanfarin tvö ár hefur
enginn forði verið til. Af þeim sökum þurfti ekki
annað að koma fyrir en nokkur tregða á sölu hræð-
slusildarafurða í arslok 1959, til þess að skapa
slíkt vandræðaástand, að varla reyndist mögulegt
að úthíuta gjaldeyri til að standa við umsamdar
greiðslur erlendra lána og til að kaupa rekstrar-
vörur atvinnuveganna.
Hin þunga greiðslubyrði og hin slæma gjaid-
eyrisstaða hafa skapað mjög alvarl. ástand í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. í fyrsta lagi liggur við
borð, að landið geti ekki staðið við umsamdar skuld
bindingar sínar erlendis, þ. e. a. s, að það komizt
í greiðsluþrot. Slíkt ástand, sem óvíða hefur þekkzt
síðan á dögum heimskreppunnar miklu, hefur nú
skapazt hér á landi í góðu árferði innaniands o'g
í hagstæðu verzlunarárferði á erlendum mörkuð-
um, ef frá er talin nokkur verðlækkun á bræðslu-
síldarafurðum. í öðru lagi hlýtur gjaldeyrisskort-
urinn innan skamms tíma að leiða til samdráttar
í framleiðslu landsmanna, vegna þess, að ekki er
hægt að flytja inn rekstrarvörur og byggingarefni
jafnt og eðlilega, og gjaldeyrir er ekki aflögu til
kaupa á framleiðslutækjum. Þetta ástand hlýtur
von bráðar að rýra lífskjör almennings bæði sök-
nm minnkandi atvinnu og skorts ,á innfluttum
neyzluvörum.
Nýir samningar vest-
firskra bátasjómanna
Á S.L. hausti sagði Alþýðu-
samband Vestfjarða upp samn-
ingum við útvegsmenn á Vest-
fjörðum um kaup og kjör há-
seta, matsveina og vélstjóra á
bátum, sem veiða með línu,
botnvörpu eða þorskanetum.
Samningar þessir ná til allra
verstöðva á Vestfjörðum, því
stéttarfélögin eru öili innan vé-
banda A.S.V.
Um nokkurra ára skeið hef-
ur verið í gildi heildarsamn-
ingur milli A.S.V. og vest-
firzkra útvegsmanna um sjó-
mannakjörin, einnig á síldveið-
um. Ennfremur hefur heildar-
samningur um kaup og kjör
landverkafólks verið í gildi
röskan áratug.
Samningavlðræður um sjó-
mannakjörin hófust eftir miðj-
an desember s. 1. í umræðun-
um tóku þátt, auk fulltrúa sjó-
mannasamtakanna á ísafirði og
fulltrúa Útvegsmannafélags
ísafjarðar, fulltrúar beggja
aðila frá verstöðvunum við
ísafjarðardjúp.
Hinn 28. des. s. 1. náðist sam-
komulag milli samninganefnd-
anna og hefur það samkomu-
lag verið staðfest af öllum
stéttarsamtökum sjómanna á
Vestfjörðum.
HELZTU BREYTINGARNAR
ERU ÞESSAR:
Jf Þeir hásetar á landróðr-
arbátum, sem eru á sjónum,
skulu hafa, auk hlutar, kr.
700,00 á mánuði í kaup. Áður
höfðu þeir aðeins hlutinn.
Þóknun landformanns
hækkaði í 500,00 kr. á mán.
ýf Á útilegu, þegar veitt er
í þorskanet, skal útgerðin
greiða kr. 25,00 pr. smálest af
slægðum og ísuðum fiski, sem
skiptist jafnt á milli hásetanna.
Auk þess er frádrag af
óskiptum afla mun minna sam-
kvæmt samningi A.S.V. um
þorskanetaveiðarnar, en ann-
ars staðar tíðkast.
Jf 'Vetrarvertíð verður til
11. maí; en var til 20. maí.
Jr Á landróðrarbátum er
skipverjum tryggð minnst 12
st. hvíld að löndun lokinni á
laugardag og þar til farið er í
sjóferð á sunnudag.
Þó skal aldrei farið í sjóferð
fyrr en kl. 18 á sunnudag.
* Um línulengd var ákveð
ið, að sé fiskur seldur slægður,
skal hver landmaður beita 7
bala (400 króka). Þó er heim-
iit eftir 1. marz þegar fiskur
er seldur slægður, að kaupa
beitningu á TYz bala í róðri.
Sé fiskur seldur óslægður
skal hver landmaður beita 81^
bala.
Jt Þá var ákveðið, að út-
gerðin skyldi sjá um, í sam-
ráði við skipaskoðunina, að á-
kveðið magn af matvælum í
hagkvæmum umbúðum sé um
borð í hverjum báti.
Jf Auk framangreindra at-
riða voru ýmis önnur kjaraá-
kvæði sem samið var um.
f samninganefnd sjómanna-
samtakanna voru: Björgvin Sig
hvatsson. forseti Alþýðusam-
bands Vestfjaiða, Sigurður
Kristjánsson, form. Sjómanna-
félags ísfirðinga, Kristinn D.
Guðmundsson, form. Vélstjóra-
félags ísafjarðar, Karvel Pálma
son, form. Verkalýðsfélags Bol-
ungarvíkur, Jens Hjörleifsson,
form. ’Verkalýosfélags Hnífs-
dælinga. Albert Kristjánsson,
Framh. á 14. síðu.
^ Stórfróðleg erindi
Luðvíks Kristjánsson.
•fe Sögulegar rannsóknir
afsanna ýmsar fullyrð-
ingar íslendinga.
•fo Úlpurnar í Hveragerði
og bótatjón vátygginga
félagsins.
LÚÐVÍK KRISTJANSSON er
góður og samvizkusamur fræði-
maður. Það sýnir allt sem frá
hans hendi kemur. Bækur hans
um Vestlendinga eru fróðlegar,
vel, ritaðar og vandaðar. — Nú
flytur Lúðvík erindi um Jón Sig
urðsson. Hann hefur þegar flutt
tvö erindi um Jón Sigurðsson.
Hann hefur þegar flutt tvö stór-
fróðleg erindi um foretann og
von er á fleirum. Lúðvík hefur
rannsakað ævi forsetans, bréf
hans og heimildir, árum saman
og erindin eru árangurinn af
þessum rannsóknum, en Lúðvík
mun hafa í smíðum mikið rit-
verk um þetta efni.
f HITA áróðursins hafa fslend
ingar næstum því í heila öld
týnt allt til sem þeir töldu að
setti ljóma á nafn þjóðhetjunnar
og í þeirri viðleitni einnig dreg-
ið allt það fram sem gæti sýnt
við hvað Jón áiti að stríða og
annes
h o r n i n u
I bá fyrsi og fremst ofsókmr Dar.a
! á hendur honum. Allt hetur ver-
ið tiltýnt og skáldskaparm. eig'
þjóðarinnar bætt við því, sem á
vantaði til þess að gera línurn-
ar en skarpari.
LÚÐVÍK FLETTIR ofan af
viðleitni þjóðarinnar og segir —
og leggur áherzlu á orðin: „Það
skal fremur hafa sem sannara
reynist, hvort sem það líkar bet-
ur eða ver“. —• Þetta er vel
mælt. Við megum ekki lifa á
sögulegum fölsunum ,hvorki í
þessu efni né öðrum, við megum
ekki lifa á lýgi. — Jón Sigurðs-
son var ekki ofsóttur, langt frá
því. Það voru ekki gerðar til-
raunir til að kaupa hann fyrir
embætti í Danmörku eins og ís-
lendingar hafa látið í veðri vaka.
ERINDI Lúðvíkt eru stór-
merkileg og þurfa sem allra
fyrst að komast á prent og fyrir
hvers manns sjónir. — Þeir reyn
ast oft bezt fræðimennirnir úr
alþýðutsétt, einmitt þeir, sem
vinna störf sín af þolinmæði í
kyrrþey og forðast skrum og
auglýsingar. Ég vona aö Lúðvík
hafi tækifæri til þess að halda
starfi sínu áfram. Hann hefur
unnið þjóðnytjastörf á undan-
fömum árum, þó að ekki hafi
verið geypað mikið af því. —
Og hann skilar sannarlega mikl
um árangri til þjóðarinnar.
NVLEGA fékk ég bréf, undir-
ritað Hvergerðingur, þar sem
kvartað var yfir þvf að vátrygg-
ingarfélag hefði ekki bætt konu;
nokkurri tjón er hún v'arcj fyrir
þegar hún slökkti eld á heimili
sínu með tveimur úlpuni Þetta
bréf hafði legið hjá mér í nokkra
daga eftir að ég fékk það. Þegar
ég birti það hringdi st.arfsmaður
eins tryggingarfélagsins fil mín
og kvaðst telja líklegt áð átt
væri við félaga hans. Sagði hann,
að krafa hefði einmitt komið til
þess frá konu í Hveragerði um
bætur á tjóni á tveimur úlpum.
Frá tryggingafélaginu fékk ég
svo eftirfarandi bréf í gær: —
„Með tilvísun til símtals við j'ð-
ur í gær viljum vér biðja yður
að leiðrétta frásögn þá, sem
fram kom í bréfi ,Hvergerðings'
í pistli yðar 4. þ. m. Hið sanna
í málinu er: Tjónið skeði 26. des.
s. 1., og eldsupptök voru þau að
„lítið barn missti kerti á gólfið
og út frá því kviknaði í jóla-
húsi og bómull á gólfinu, og var
eldurinn slökktur með því að
leggja tvær úlpur á logann“. —-
Tjónið er tilkynnt umboðsmanni
tryggingafélagsins 28. des. og
þann 4. janúar er greiðslan send
til umboðsmannsins og hann
greiðir tjónið 8. janúar; eins og
sézt af meðfylgjandi afriti a£
kvittuninni.
VÉR VILJUM sérstaklega
taka fram, að tjónið var bætt að
fullu og tæplega hefði verið
hægt að gera það uPP á skemmri
tíma, enda er kona sú, sem í hlut
á, fyllilega ánægð með uppgjör
tjónsins, og viljum vér í því
sambandj sérstaklega biðja yður.
að hnekkja ummælum „Hver-
gerðings“ um skort á þjónustu
hjá tryggingafélögunum.“
Hannes á hornina. )
^e.íiiföbr. 1960 — Alþýðúblaðið