Alþýðublaðið - 06.02.1960, Side 3
Forsæffsráðberrann segir:
i
/
/
tekst vioreisnin
Ólafur hvatti þjóðina til að
kynna sér málið til hlítar. Fyrir
ríkisstjórnina hefði málið verið
vandalítið. Allar aðrar Ieiðir en
sú, s^m valin hefur verið leiddu
fram af glötunarbarmi. Jafnvel
þá, sem eru andstæðir þessum
ráðstöfunum, hvatti forsætisráð
herra til að fresta mótaðgerð-
um, unz reynslan hefði fengið
að kveða upp sinn dóm. Ef nú-
verandi úrræði mistakast, mun
þjóðin eiga vð mikla örðugleika
og langvarandi að etja.
Forsætisráðherra benti á, að
uppbótakerfið, sem nærðisí á
greiðslu-halla og fengi ekki stað
i'zt án hans, myndi leiða til at-
vinnuleysis. Sú leið, sem nú
væri lögð til, mundi forða Þjóð-
inni frá atvinnuleysi. Eina leið-
in væri að játa, hvert sannvirði
krónunnar er, en reyna með
hliðarráðstöfunum að leggja
byrðar þær, sem væru óhjá-
kvæmilegar, sem jafnast á þjóð
ina.
Ræða forsætisráðherra var
mjög ýtarleg, og rakti hann
hina alvarlegu erfiðleika, sem
stafa laf greiðsluhallanum við
útlönd, en undanfarið hefði ver
ið neyðarástand í gjaldeyrismál
unum. — Gjaldeyri'sskorturinn
mundi hins vegar valda stór-
felldum truflunum á innflutn-
ingi, sem hlyti að leiða til al-
varlegra truflana á framleiðsl-
unni, ef ekki væri' ráðin bót á.
Umframeyðslu þjóðarinnar
kvað Ólafur ekki staf-a af
eyðslu almennings, heldur vera
beina afleiðingu af hinu gallaða
efnahagskerfi.
Þá benti ráðherrann á,
hversu óheillavænlegar afleið-
ingar það hefði, er bætur til
framleiðslunnar væru mismun
Vélstjóri
slasast
ÍSAFIRÐI, 3. febr. — Togar-
inn Karlsefni frá Reykjavík
kom hingað í gær með slas-
aðan mann, Markús Jónsson, I.
vélstjóra, sem hafði dottið og
rifbrotnað.
Togarinn var með rösklega
30 smál. af fiski, sem lagt var
á land hér í dag. — Bé.
VIÐ stöndum á örlaga-
stund í lííi þjóðarinnar’
sagði Ólaifur Thors for-
sætisráðherra, er hann
fylgdi efnahagsfrumvarpi
ríkisstjómarinnar úr hlaði
í neðri deild alþingis í
gær. Ef fólkið sýnir við-
reisnaraætlun stjórnarinn-
ar skilning, getur hún á
skömmum tíma náð til-
ætluðum árangri og skap-
að nýjan grundvöll að upp
byggingu atvinnuveg-
anna.
Borað á
við Sigtún
<
Aðalfundur
Sjómannafé-
lags ísfirðinga
AÐALFUNDUR Sjómanna-
félags ísfirðinga var haldinn
fyrir skömmu. Á fundinum var
Jón H. Guðmundsson, skóla-
stjóri, kjörinn heiðursfélagi
þess. Hann hefur verið einn
helzti málsvari sjómannasam-
takanna á Vestfjörðum og for-
maður félagsins um margra
ára skeið.
Margir fundir voru haldnir
á liðnu starfsári og er hagur fé-
lagsins með blóma. Stjórnina
skipa nú: Sigurður Kristjáns-
son, form., Jóhannes Bjarna-
son, ritari, Steinn Guðmunds-
son, gjaldkeri, Gísli Jónsson,
fjármálaritari og Sigurjón Vet-
urliðason.
STÓRI jarðborinn er nú að
bora skáholu út úr stóru bor-
holunni við Sigtún. Er það í
fyrsta sinn sem gerð er tilraun
til að bora skáholu hér á landi,
að því er Gunnar Böðvarsson
tjáði blaðinu í gær.
Þegar stóra holan við Sigtún,
sem byrjað var á í desember
síðastliðnum, var komin niður
í 1000 metra varð vart við vatn
— 5 sekúndulítra. Haldið var
þó áfram og borað niður í 1200
metra.
Ekki reyndist vatnsmagnið
meira, þrátt fyrir þetta, og var
því ákveðið að fara í æðarnar
aftur — á ská.
Var-borinn fluttur upp í 500
metra dýpi og holunni lokað
þar. Var byrjað fyrir viku síð-
an á undirbúningi undir að
bora á ská frá þeim stað allt
að 700 metra, þannig að skáhol
an verði ca. 1200 metrar.
Er þetta, sem fyrr segir,
fyrsta tilraun sinnar tegundar
hér á landi og því nýr áfangi
í jarðborunum á íslandi.
Engu vildi Gunnar Böðvars-
sonar spá um árangur af þess-
ari tilraun, nema vona hið
bezta. Búizt er við, að borinn
verði um 4 vikur með skáhol-
una.
Katrín Smári.
Tekur
sæfi á
alþingi
FRÚ KATRÍN SMÁRI tók í
gær sæti á alþingi í veikinda-
forföllumi Eggerts Þorsteinsson
ar. Var kjörbréf hennar afgreitt
í sameinuðu þingi, og að lok-
inni samþykkt þess undirritaði
frúin eiðstaf þingmaniia.
Frú Katrín var í fjórða sæti
á lista Alþýðuflokksins í Rvík
við síðustu alþingiskosningar.
Hún er þriðj.a konan, sem tekur
sæti á núverandi' þingi. Hinar
eru frú Ragnhildur Helgadóttir
og frú Auður Auðuns.
andi. Hæstu bætur væru þá
veittar þeim greinum, sem halli
er mestur á. Hinar háu bætur
yrðu þó til þess, að fjármagr.
og vinnuafl sækti til þessara
greina, og þannig væri ýtt und-
ir þær greinar, sem eru þjóðfé-
laginu óhagstæðastar.
Ólafur kvað hækkaða vexti
eiga að skapa jafnvægi' milli
framboðs og*eftirspurnar á pen
ingamarkaðinum. en þeir
mundu einnig valda þvf, að
skuldarar greiddu til sparifjár-
ei'genda, sem væri réttlátt, því
ella mundu eingi hinna skuld-
ugu aukast, en sparifé rýrna.
MWMVWWMWWWWtiWH
Baksvipur
HANN bað okkur að halda
nafninu sínu leyndu þessi;
hélt að myndin kynni
annars að koma sér illa
síðar meir, til dæmis ef
hann færi út í pólitík. En
við máttum gjarnan segja
frá því, að þegar myndin
var tekin, var hann ná-
kvæmlega 365 daga gam-
all og fyrir hér um bil
jafn mörgum dögum hætt-
ur að vera hræddur við
vatn.
wtwwwwwwvwwww
Alþýðublaðið — 6. febr. 1960 J