Alþýðublaðið - 06.02.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 06.02.1960, Side 4
iWWWW%WWW%WW»WW<>WWWWWWWWWWWWWWWW8íWfeW%W%WWWWW%fe»WW&'m*WWWWWWW/Ú RWWWWWtWWWtWWtWWmW^MHi^WWWWWWHHtWtHHm^W fiWWMMMMWWWMWWWWWWWVWWWMW »VVtHiWWmiWtWVWt'VMWWWrt\WWVWHWW.,,,»VtWWWWWWWMtiMl'iÆaWí.1iWjtVAtH\WW RÍKISSTJÓRNIN telur það ekki ál tamál. a3 nauðsyn- legt sé að afnema bóta- og gjaldakerfið og leiðrétta gengisskráninguna að fullu. Hitt er ríkisstjórninni vel ljóst, að þetta verður ekki gert nema með víðtækum breytingum í öllu efnahags- lífinu. Þessar breytingar eru erfiðar í framkvæmd, vegna þess hve víðtækar þær eru, og hversu mjög þær snerta hagsmuni allra stétta þjóð- félagsins. Engin ríkisstjórn myndi gera t llögur um slík- ar bteytingar að óþörfu. Það er vegna þess, að ríkisstjórn- in er sannfærð um, að þjóð- arvoði sé fyrir dyrum, ef slík ar ráðstafanir séu ekki gerð- ar, að hún gerir nú tillögur um víðtækari ráðstafanir í efnahagsmálum en gerðar hafa verið hér á landi síð- asta áratuginn að minnsta kosti. Hér á eftir mun verða gerð grein fyrír þessum til- lögum í aðalatriðum. NÝJA GENGIÐ. Lagt er til, að hið nýja gengi verði jafngildi kr. 38.- 00 á Bandaríkjadollar. Þetta gengi er við það miðað, að stærsta grein útflutnings- framleiðslunnar, þorskveið- ar bátanna, beri það sama úr býtum og þær gera með þeim útflutningsbótum, er nú gilda, að öllum sérbótum meðtöldum. Þessar bætur eru nú 94.5% af útflutnings- verðmæti bátafiskjar. Þess- ar bætur svara til gengis, sem væri tæpar 32 kr. á Bandaríkjadollar. Þetta gengi myndi þó ekki nægja til að veita bátaútveginum þá afkomu, sem hann nú hef ur, vegna þess að útvegur- inn kaupir erlendar rekstr- arvörur sínar og framleiðslu tæki með aðeins 55% yfir- færslugjaldi, þ.e.a.s. á gengi, sem svarar t.l rúmlega 25 kr. á Bandaríkjadollar. Eftir að hin nýja gengisskráning hef- ur gengið í gildi, verður út- vegurinn hins vegar að flytja þessar vörur inn á sama gengi og hann fær fyrir út- flutninginn. Þegar tekið er tillit til þessa, og ennfremUr gert ráð fyrir, að bátaútveg- inum verði hætt það verð- fall, sem orðið hefur á síð- asta ári á fiskimjöli, verður niðurstaðan sú, að hið nýja gengi þurfi að Vera kr. 38.00 á Bandaríkjadollar. Miðað við það meðalgengi, sem nú er á Bandaríkjadollar í út- flutningi, kr. 30,36, er hér um að ræða lækkun á gengi krónunnar um 20%, en mið- að við hið almenna gengi, sem nú er á Bandaríkjadoll- ar í innflutningi, kr. 25,30, lækkun um 34%. AFKOMA TOGAK- ANNA, Togarar hafa undanfarinn reytingin fyrir út áratug yfirleitt fengið mun lægri bætur en bátar, enda hafa flestir þeirra verið rekn ir með tapi. Á þessu var gerð mikil leiðrétting með útflutn ingssjóðslögunum vorið 1958. Af þessum sökum og eins vegna góðra aflabragða, varð afkoma togaraflotans öll önnur það ár en hún hafði veiið áður, Á árinu 1959 hef- ur aftur sótt í fyrra horf með afkomu togaranna. Kemur þar hvorttveggja til, að bæt- ur togaranna hafa ekki verið hækkaðar að heitið geti síð- an 1958 þrátt fyrir aukinn tilkostnað, og að aflabrögð hafa orðið rýrari en árið 1958. Hin lélegu aflabrögð leiða aítur á móti af út- færslu landhelginnar, sem hefur iitilokað togarana frá mörgum beztu heimamiðun- um, og minnkun afla á fjar- lægum miðum. Minni afli hefur ekki aðeins valdið lak- ari afkomu togaranna held- ur einnig leitt til þess, að tekjur togarasjómanna hafa lækkað og orðið tiltölulega óhagstæðar, einkum miðað við tekjur bátasjómanna. Ríkisstjórnin telur, að hin nýja gengisskráning muni skapa möguleika á því að færa kjör togarasjómanna til samræmis við kjör bátasjó- manna, og jafnframt grund- völl fyrir hallalausum reksri togaranna. SILD OG HVALUR. Síldarútvegurinn hefur fengið lægri bætur en nokk- ur önnur grein útflutnings- ins. Léngst af hafa bæturn- ar verið mlklu lægri en ann- arra greina, og það enda þótt þessi grein sé sérstaklega háð sveiflum 1 aflabrögðum. Með útflutningsjóðslögunum frá 1958 og hækkun bóta á síld- arafurðum sumarið 1959, var þó mjög dregið úr þessum mismun. Nú er ætlunin að munurinn hverfi að fullu, enda hafa alvarlegar horfur skapazt varðandi sölu á af- urðum þessarar atvinnugrein ar. Að því er saltsíldina snert- ir, er það fyrirsjáanlegt, að markaðir hennar í Sovétríkj unum, Pólland, og e.t.v. einn ig í Austur-Þýzkalandi muni dragast saman á þessu ári, og er sennilegt, að sá sam- dráttur verði meir en stund- arfyrirbrigði. Verður þá ó- hjákvæmilegt að auka sölu saltsíldar til Vestur-Evrópu og Ameríku, þar sem mark- aðir éru fyrír hendi, en verð lægra en í Austur-Evrópu. Hið nýja gengi mun gera þetta kleift. Að því er snert- ir bræðslusíldarafurð'r og hvalafurðir, hefur orðið mik- ið vérðfall á mjöli á árinu 1959, og lýsisverð er einnig lágt. Vegur þetta á móti þeim áhrifum, sem breyting gengisskráningarinnar ann- ars myndi hafa haft á af- komu þessarar framleiðslu. VARNARLIÐIÐ. Það fyr.'rkomulag, sem tek ið var upp með lögunum um útflutningssjóð frá 195ö, að kaupa gjaldeyri af varnarlið- inu á 16 kr. og selja hann aftur á 25 kr. og þaðan af hærra verði, gat ekki staðið nema stutta hríð, þar sem það var ekki í samræmi við reglur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem ísland hefur verið aðili að, frá því hann var stofnaður árið 1944. Á þessu hlýtur því að verða breyting um leið og efna- hagsmálum þjóðarinnar er komið í eðlilegt horf. Á hinn bóginn telur ríkisstjórnin sanngjarnt, að Bandaríkja- stjórn fyrir sitt leyti stuðli að því að draga nokkuð úr þeim erfiðleikum, sem þéssi breyting hefur á greiðslu- viðskipti þjóðarinnar. Um þetta atriði hafa undanfarið átt sér stað viðræður á milli fulltrúa frá ríkisstjórnum beggja landa, og telur ríkis- ■stjórnin, að viðunandi lausn þess máls muni fást, þannig að komið verði í veg fyrir þá byrjunarörðugleika, sem lækkun gjaldeyristekna frá varnarliðinu mundi ella hafa í för með sér. AFNÁM BÓT AKERFISINS. Lagt er til, að greiðslur útflutningsbóta og íivers konar sérbóta séu afnumdar og að útflutningssjóður hætti störfum. Tekjur sjóðs- ins falla niður við gildistöku laganna. Það léiðir af sjálfu bóta- kerfinu, að nokkur tími hlýtur að líða frá því að gjaldeyri hefur verið skilað fyrir útfluttar Vörur, þar til greiðsla bóta getur farið fram úr útflutningssjóði. Það tekur tíma að afla þeirra gagna, sem nauðsynleg eru til þess að greiðslan geti far- ið fram. Þar við bætist, að útflutningssjóður hefur ekki alltaf haft reiðufé til að inha greiðslur af höndum, og sú venja hefur skapazt, enda beinlínis samið um það við útvegsmenn, að greiðslur þyrftu ekki að fara fram fyrr en nokkrum tíma eftir að staðfest bótakrafa hefur verið lögð fram. Með vax- andl bótagreiðslum sjóðsins hafa slíkar ógreiddar kröfur vegna útflutnings, sem gjald eyri hefur þegar verið skil- að fyrir, sífellt farið vax- andi. Ekki er hægt að segja um það með vissu, hversu miklar þessar skuldbinding- ar eru á hverjum tíma. Sam- kvæmt áætlun sjóðstjórnar- innar námu þær um 270 milljónum króna í árslok 1959, og er varla hægt að gera ráð fyrir, að þær verði lægri þann dag, sem lögln taka gildi. Þessar skuldbindingar þarf að greiða eins fljótt og auðið er, og er það mikið hagsmunamál útflytjenda og útvegsmanna, að svo verði gert. Hins vegar á útflutn- ingssjóður ekkert fé til að standa undir þessum greiðsl um, og er hér því um mikið fjárhagslegt vandamál að ræða. Ríklsstjórnin leggur til, að fjár verði aflað til þessara greiðslna á þann hátt, sem hér greinir. f fyrsta lagi verði hið nýía gengi ekki látið gilda fyrir þær útflutningsafurðir, sem framleiddar voru fyrir 16. febr. 1960. Á þessar vör- ur verð. greiddar bætur samkvæmt þeim reglum, sem í gildi voru, þegar af- urðirnar voru framleiddar. Þetta er í samræmi við þsér venjur, sem fylgt hefur ver- ið, þegar bætur hafa verið hækkaðar á undanförnum árum og keraur í veg fyrir, .að gengishagnaður sá, sem Verður á birgðum útflutn- ingsVöru, fal-li einstökum útflytjendum í skaut. Aætl- að er, að mismunur bóta- greiðslna og hins nýja gengis á þeim útflutnings- birgðum, sem til verða í land inu hinn 15. febrúár, muni nema um 150 m. kr., og er gert ráð fyrir, að þessi upp- hæð gangi upp í þær skuld- bindingar útflutningssjóðs, sem að frarnan greinir. Þessi upphæð mua þó ekki duga til að greiða skuld- bindingar sjóðsins. Er óhjá- kvæmilegt að afla meira fiár í þessu skyni, og er það tillaga ríkisstjórnarinnar, að það verði gert með því að Íeggja 5% skatt á allan út- flutning. Er gert ráð fyrir, að þessi skattur gefi af sér tim 120 millj. kr. á árinu 1960, og að hann verði úr gildi felldur þegar eftir að skuldbindingar útflutnings- sjóðs hafa verið að fullu greiddar, nenia bví aðeins, að aðstæður hafi breytzt mjög verulega frá því sem nú er. Hér að framan var það tekið fram, að hið nýja gengi væri við það miðað, að hag- ur báta á þorskveiðum væri sá sami og hafm er samkv. núgildandi bótum. Ríkis- stjórnin telur eig; að síður, að útflutningsatvinnuvegun- um öllum sé það kleift að greiða 5 % útflutningsskatt um eins til tveggja ára skeið, svo framarlega sem afla- brögð verði sæmileg. Ástæð- an fyrir þessu er í fyrsta lagi sú, að útflutningsatvinnuveg irnir munu um nokkurt skeið eft.'r að hið nýja gengi tekur gildi, búa að rekstrar- vörum, sem keyptar voru á gamla genginu. Þýðingar- meira er þó hitt, að útreikn- ingarnir um afkomu bátaút- vegsins á hinu nýja gengi eru við það miðaðir, að hægt sé að fyrna framleiðslutæki, sem keypt eru á hinu nýja gengi. Þegar frá líður er þetta að sjálfsögðu skilyrði fyrir því, að hægt sé að reka útflutningsatvinnuvegina. Fyrst í stað, meðan flest framleiðslutæki, sem eru i notkun, hafa verið keypt á gamla genginu, er þetta þó óþarfi. Þá myndast nokkur fjárhagslegur ágóði, er get- ur gengið upp í útflutnings- skattinn. Hitt vill ríkis- stjórnin aftur á móti taka fram, að hún telur, að út- flutningsatvinnuvegirnir, 'áð öðrum aðstæðum óbreyttum, þurfi á hinu nýja gengi að halda óskertu eftir eitt eða tvö ár. Afnám útflutnings- skattsins mun því ekki skapa grundvöll fyrir launa- hækkunum nema því aðeins, að aðrar brevthgár hafi á sama tíma orðið útflutnings- atvinnuvegunum í hag. 4 6. febr. 1960 — Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.