Tíminn - 14.02.1872, Side 2
14
mun hann ekki verða eins mikill, þegar verzlun
þessi er skoðuð frá fleiri hliðum. Hún er næsta
athugaverð fyrir landsmenn, «því hóf er bezt í
hverjum leik», þar sem bændur í sumum sveitum
sunnanlands, hafa gjört'sig svo örsnauða afhross-
um, að þeir eru orðnir í vandræðum með alla að-
flutninga frá heimili og að, og geta ekki aflað
nægilegs fóðurs, handa skepnum sínum, sem er
þó aðalfóturinn fyrir búskapnum, þar sem hey-
skapur er langt sótlur. þar að auki er orðin al-
menn umkvörtun hjá bændum með skæðaskinns-
leysi, fyrir heimili þeirra, og þá er auðvitað, að
ekki get.a þeir byrgt sjávarbændur upp með þessa
nauðsynjavöru, og hvaðan eigaþeirþá að fá hana?
|>eir hætta að geta farið út á sjóinn (því bændur
nota sauðskinn til skinnklæða heldur enn ekkert),
og það er meira tjón fyrir landið, enn reiknað
verði til peninga. f*að væri því nauðsynlegt, að
bændur sæju sig um hönd með samtökum, að
takmarka slíka hrossasölu, og sjerdeilis alls ung-
viðis, ásamt hryssum, því þar með er stofninn
eyðilagður; rjettast væri að útlendingar borguðu
útflutningstoll auk verðsins, á meðan sala þessi á
sjer stað hjer eptir, eins og stungið var upp á í
sumar er leið á alþingi. Væri tollurinn, að oss
virðist, hæfllega settur 2 rd. fyrir hvert hross, og
mundi hann nema 2000 rd. ári, og væru það á-
litlegir peningar í landssjóðinn, til að koma upp
eða styðja einhverjar almennar stofnanir.
Vjer vonum að þessum fáu línum verði gaum-
ur gefinn, með því að rita ítarlegar um málefni
þetta, en hjer er gjört, þar oss finnst það mjög
mikilsumvarðandi í heild sinni. 5.
SPIRNING.
Hversu lengi eiga Islendingar að vænta Lands-
yfirrjettartíðinda? Sú var tiðin, að frá 1696 til
1800 vóru prentaðar »Lögþingisbækur», er höfðu
meðferðis ágrip þess, er gjörðist á alþingi og fyrir
lögþingisrjettinum; þaraðauki »Acta yfirrjettarins»,
er mörgum þóttu fróðlegir í því efni. Nú hafa
verið í langa tíma aðgjörðir og dómar Landsyfir-
rjettarins hulinn helgidómur almenningi, nema
þegar »þjóðólfur» færir lesendum sínum, brot? af
einstaka dómi. Við vonum því, að löndum okkar
muni gefast kostur á að kynnast slikum dómum
áður langtum líður. Df. Rn, b.
ÖSIvUDAGURiNN.
(Framhald. Sjá 2. blað, bls. 12þ
Eptir þetta segir bóndi dóttur sinni hljóðlega
frá öllu, sem hann hafði heyrt til Særúnar um nótt-
ina, og höfðu þau feðgin gaman af.
Nú líður dagurinn; aliir gengu að vinnu sinni,
og gegndu störfum sínum úti og inni. þess á
milli heyrðust um daginn köll og hlaup, háreysti
og hlátrar. Sátu þær Særún og Guðríður um pilt-
ana í hverju skoti, og reyndu til að hengja á þá
öskupoka. þeir vörðust þeim án þess að kæra
sig um, að setja á þær steina aptur. því svo var
sera þeim þætti það ekki ómaksins vert. Aptur
linntu þeir ekki látum við Steinunni, og var þeim
svo uppsigað við hana, er þeir vissu, að það var
hennar mesta mein, ef hún skyldi bera stein.
Steinunn var líka svo vör um sig, að þeir sáu sjer
aldrei færi á, að komast að henni; því bæði hafði
hún svo litlar umgöngur um bæinn þennan dag,
sem hún mátti, og svo gekk hún heldur bæinn á
enda apturábak, enn að trúa þeim, ef þeir voru á
eptir henni, og, ekki færði hún svo nokkurn hlut
úr stað, að hún ekki áður skoðaði hann í krók og
kring. Með höndunum var hún allt af að þreifa
um sig að aptanverðu, þó enginn kæmi nálægt
henni. Hrökk hún saman í kuðung þegar bóndi
sagði einusinni að gamni sínu: «Nei, sko steininn
á þjer, Steinunn».
Nú var komið rjett að dagsetri, og sátu allir
uppá baðstofulopti nema Steinun, sem gætti eld-
húsverka. þá heyrist niðri á baðstofugólflnu kall
mikið; er þar komin Steinunn, og biður Ingunni í
öllum bænum, að komaofan, kveikja ljós, og lýsa
sig alla utan, því henni hafi fundizt einhver þrem-
illinn þukla sig um herðarnar, og kveðst hún ekki
víkja úr sporunum, fyrr enn búið sje að kanna þetta