Tíminn - 14.02.1872, Síða 5
17
daga þurfti stundum á Bakkanum, þá kallaði kaup-
maður til Filpusar, því hann vissi, að jeg ljek
mjer að því, að jafnhatta brennivínstunnuna, þegar
jeg átti von á hálfpela fyrir. Jeg segi ykkur ekki
meira af því, á Öskudagsmorguninn vakna jeg við
það, að kaupmaður sjálfur er kominn austur í
kot, og kallar á dönsku; jeg undirstód þá dönsku,
eins og mitt móðurmál, og talaði aldrei sjálfur
tóma dönsku, því maður mátti það ekki í þá daga
á Bakkanum, ef yfirfólkið átti að forsto. Jeg man
nú ekki orðrjett, hvað kaupmaður sagði; enn það
man jeg hann kallaði: Filipp! og nefndi brende-
vinstönde. Jeg vissi hvað klukkan sló, rauk á
fætur, og gáði ekki smúla að fötum mínum, eins
og þið megið nærri geta, þegar kaupmaðurinn
sjálfur stóð þarna hálíboginn fyrir neðan pallinn,
og beið eptir mjer. það var nú Ijúfmenni, mátti
segja, og marga hressingu átti hann í mjer, góð-
mennið. J»að fióir vatnið í munninn á mjer enn
í dag, þegar jeg hugsa til hans; og mjer er það
á við litla forfrislcning, að fyrirstilla mjer hálf-
pelana, sem hann gaf mjer».
«Súptu á staupinu, Filpus•>! segir bóndi, «og
drekklu minni kaupmannsins.
«Já, þetta skal vera hansskoU! segir Filpus,
og tekur staupið. «Jeg ætla að hafa það eins og
stendur í sálminum: ««hvar hann fer um saltan sjó,
signi hann drottinn»» osfrv., því þó hann sje nú
Idrukknaður, guðsmaðurinn, þá var hann mesti sjó-
maður, og hafði siglt suður í heim, þar sem menn
eru kolsvartir af sólbruna, og viðvaningar bráðna
í sundur, eins og bræðingur. Og eptir því var
hann byrsæll, blessaður! eins og ekki gat annað
verið, slikur lánsmaður; enda ljek hann sjer að
því, meðan hann sigldi milli landa, og stýrði
sjálfur Galiössunni Galepei, að vera í Stokkseyrar-
kirkju annan sunnudaginn og næsta sunnudag í
Granisonskirhju í Iíaupinhafn; því svo var hann
líka kirkjurækinn, guðsmaðurinn, þó liann ekki
undirstœði allt, sem Herr Paslorinn fór með —
sá sagði þeim á Bakkanum svart á hvítu, — þá
sat hann þarna opt og einatt innanum okkur fá-
tæklingana, lagði við eyrun, eins og við, þó hann
aldrei hneigði sig fyrir .... nafni eins og við.
Enn aldrei sá jeg hann vera til altaris; það mátti
líka fyrr vera, enn að hann legðist á flöjelsbugs-
unum niður á hart og óhreint kirkjugólfið».
«Heyrðu Filpus» segirlngunn, «þú ætlaðirað
segja öskupoka sögu af Bakkanum; mig langar ttl
að heyra hana fyrst það er Öskudagur».
«Já, satt var að tarna», segir Filpus; «enn
hvað vítt var jeg kominn blessuð»?
«í>ú varst komin á fætur» segir Ingunn, «og
kaupmaður beið eptir þjer».
Ganski rigtig» segir Filpus; «við gengum nú
báðir í hálfdimmu, Filpus og jeg, jeg ætlaði að
segja kaupmaðurinn og jeg, — út í pakkhúsið.
Sá kunni að fara á fætur kaupmaðurinn sálugi.
Nú mega sveitamenn opt snópa eptir þeim fram
á miðjan dag. f>egar við komum í pakkhúsið,
kveykir hann á glerlukt. Sá ljet sitt Ijós lýsa fyr-
ir mönnum, eins og presturinn sagði á sunnu-
daginn út af sáðmanninum. Jeg tók strax eptir
því, að kaupmaður var ósiðvanalega brosandi, enn
mig grunaði ekki neitt. Nú leiðir hann mig upp
á pakkhúslopt — upp á krambúðarloptið kom jeg
aldrei; enn Karitas mín sagðist opt hafa verið þar
hjá kaupmanni, og fengið hjá honum afklippur.
Bæði vorum við svona í uppáhaldi á Bakkanum.
Enn nú birti Filpusi fyrir augum samt. Má jeg
dreypa í kolluna, kunningi! áður enn jeg kem
til skjalanna»?
»Vertu eins og heima hjá þjer», segir bóndi.
»Já, það er sú merkilegasta sjón, sem jeg hefi
sjeð, á minni lífsfæddri æfi», segir Filpus, »jeg
ýki það ekki: staílinn af brennivínstunnunum var
eins og klettabelti; jeg varð að horfa upp fyrir
mig. Og þá var annar staflinn nokkuð minni;
enn það var Extrektin og Mjöðin. Sá jegaðkaup'-
maður hjeltminna upp á Extrektina, því bæði var
henni staflað innar á loptinu, og svo bað hann
mig, að taka mig í akt, að koma ekki með þann
staílann, meðan jeg var að bjástra í hinum; því
Filpus ljet höndur standa fram úr ermum, meðan