Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 1
8.—9. blað. 1872. ITÍMIWWa ReyTtjavík 1. maí. — Póstskipið «Diana» hafnaði sig bjer hinn 27. f. m. kl. 6 e. m., með því komu þessir far- þegjar: konsúl og kaupmaður Smith, og kaup- maður A. Thomsen. |>n'r yfirsmiðir hegningar- hússins, sem á að reisa hjer Reykjavík í sumar, og vera albúið í haust.— Sama dag kom og her- skipið «Fylla», hafði hún komið við á Djúpavog og Eskifirði, á leiðinni hingað missti hún út 4 menn, náðust 2 þeirra enn hinir drukknuðu. — Með þessari póstskipsferð kom enskur hesta- kaupmaður, til að kaupa sjer hesta, að sögn, líklega með hinu sama heimskulega lága verði, og hingað til hefir viðgengizt við samskonar tækifæri. Það ersorglegt hugsunarleysi landsmanna, að seljahesta eður hross út úr landinu fyrir hálfvirði, enn ganga síðan sjálfir berfættir eða þurfa að láta helmingin, eður meira af andvirði þeirra í hestalán, tilað út- vega sjer bráðustu lífsnauðsynjar sínar, jafnvel sama sumar. — Yjer biðjum þess gætt, er áður hefir verið talað um þetta efni í bl. þessu, og skorum fastlega á menn, að selja nú helzt ekkert hross útúrlandinu, enn ef þeir nú samt einhverra hluta vegna gjöra það, þá að minnsta kosti þriðj- ungi dýrari enn áður. — 8. f. m. var fæðingardagur konungsins hald- inn hjer í höfuðstaðnum, á vanalegan hátt, ílaggað á hverri stöng á vanalegan hátt, snætt og drukkið í samsæti af nokkrum embættismönnum og kaup- mönnum, á vanalegan hátt, haldinn dansleikur í skólanum á vanalegan hátt, og sungin 6 minni nýorkt og nýprentuð, á vanalegan hátt. Enn að öðru leyti máttu iðnaðarmenn, tómthúsmenn og yfir höfuð allir fátæklingar, í hverri stöðu sem eru, neyta síns brauðs í súrum sveita andlitis síns, á vanalegan liátt, og svo endaði dagurinn á vana- legan hátt. — Vegna rúmleysis í blaði þessu, höfum vjer eigi farið þess á leit, að fá til prentunar hin of- annefndu kvæði, er sungin voru í skólanum, enda var töluvert prentað af þeim. Enn aptur á móti setjum vjer hjer eitt kvœSi, er orkt var í tilefni af fæðingardegi konungsins, 8. apríl 1872, er eigi hefir áður verið prentað. Frelsisvörður fósturjarðar frjálsra drengja stjórni lengi, herma þannig hjarta’ og munni hugum gladdra þjóða raddir, einkum þegar þessi dagur þeim hinsvegar alvarlegur er, sem vita öðrum betri aðgang settan jafns til rjettar. Frelsisvörður fósturjarðar frjálsra drengja stjórni lengi, íslands synir sínum konung sæmri hróður mega’ ei bjóða, þars sameinast þegna bænir þess hjá sjóla veldisstóli, sem rjettlæti’ og mildi metur meginskyldu sína’ algilda. Frelsisvörður fósturjarðar frjálsra drengja stjórni lengi, hans und valda hiífisskildi • hollum þegnum bezt má vegna; konúngbornra feðra fyrnast fyrr mun tír og ráðin skíru enn að ei niðjar þeirra þráðan > þjóðrjett viðurkenndan styðji. Br. Oddsson. — Það er markvert og fróðlegt, að þegar ó- kunnugir sveitamenn koma til Reykjavíkur — þar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.