Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 5
37
Einkenni á \ankaltindum.
a. Af höfuðburðinum.
1. Ef kiudin hallar höfðinu, snýst þráfalt upp á
aðra hliðina, eða skjögrar á sömu hlið; sje
hún, eða gangi mjög háleit, eða teigi venju
meir fram hausin.
2. Ef kindin sýnist terra hátt upp hnakkan, enn
haldi þó snoppunni inn undir sig, og leitist við
að halda höfðinu í sömu skorðum.
3. Ef kind ber iðuglega mjög lágt höfuðið, leitast
við að snúa sjer jafnan undan, þá maður sækir
eptir að sjá framan í hana, og verst að mikil
hreifing eða kast komi á höfuðið.
4. Ef kind, þá hún er snögglega rekin, eða upp
á einhvern hátt hreifð, og taki maður þá hægt
á horni hennar, titrar þá með höfuðið, og þá
henni er slept, rjett eins og eptir sig.
5. Ef kind lætur eyrun, annað eða bæði lafa mátt-
laus niður með vöngunum, og dinglavið hvert
spor, eins haldi hún þeim þannig föstum;
sömuleiðis ef hún er gjörn á að halda báðum
eyrum opnum, fast fram með hornunum, þó
hún gangi styggðarlaus.
b. Af útliti augnanna :
6. Ef það hvíta í auganu er rauðleitt, eða með
dökkrauðum rákum, enn sjáaldrið utanvert við
steininn er ljósleitara enn vanalegast er, svo
augað fyrir það lítur mjög þokulega og dauf-
lega út.
7. Ef kind er gjörn til að glenna mjög upp aug-
un, svo jafnvel sjest á hvítan baug fyrir ofan
sjáaldrið.
8. Ef kind, þegar hún deplar augunum, er gjörn
á að klemma augun strjált og fast saman, eins
og manni er gjarnt með þungum höfuðverk ;
eins ef kindin lýsir svo mikilli deyfð og rænu-
leysi, eins og hún sýnist ekki vilja hafa af-
skipti af neinu í kring um sig.
9. Ef kind er mjög bereygð, augun fljótandi eða
hræðileg.
c. Af göngulagi og annari hegðun.
10. Efkind fer einförum, heldur sig með ám lækj-
um eða fossum, er treg að samlaga sig öðr-
um kindum, heldur er og gengur utan við eða
á eptir.
11. Ef kind, þá hún er rekin yfir læk eða vatn,
skjögrar, fálmar, eður fer beint undan eða á
straum, þá aðrar sem með eru reknar, fara
beint.
12. Ef kind tekur fótum meir fram undan sjer, eða
hærra en þörf gjörist, ellegar sýnist ekki veita
nóga eptirtekt mishæðum þeim, sem hún geng-
ur um.
13. Stundum haga vankaðar kindur sjer líkt og í
þeim búi forusta, svo bágt er að gjöra grein-
armun á því um sinn, unz fram koma ein-
kennin sem hverju fylgja; vankakindin hegðar
sjer optast annaðhvort svo, að hún er fjarska
stygg, opineygð, hræðsluleg og heldur opt föstum
eyrum við hornin (sjá nr. 5), enn hrærir ekki mikið
eyrun eptir því sem við ber í kriugum hana;
sem er meir merki til forustunnar. Ellegar
kindin fer allajafna hægt, og sígur fram úr þeg-
ar hægt er rekið, veitir lítil og sein afskipti
öllum viðburðum, og er opt sem í «leiðslu».
fó að þeim einkennum, hvar af vanka má
þekkja sje hjer niður skipað í dálitla flokka, þá er
ekki svo að skilja, að hvert eitt af þeim eigi heima
eða fylgi vanka í hverri einni sjerstakri kind, held-
ur eru þau fleiri eða færri samfara, og merkjast
fyrst að eins, með nákvæmri eptirtekt, enn leiðast
því betur í Ijós, sem vankaefnið þroskast, og kind-
in verður ytirkomnari.
Það atriði er víst í mjög miklum ágreiningi,
hvort «vanki» muni geta gengið í œttir eða ekki.
I riti Dr. Iírabbe »um sullaveikina á íslandi, bls.
9—10. er það gefið í skyn, að það sje með öllu
ómögulegt. Enn jeg get þó ekki dulist þess, aðjeg
af margra ára eptirtekt af reynslu er sannfærður
um hið gagnstæða, minnsta kosti í kvennkyninu\
þannig hef jeg svo sjaldan sem aldrei vitað það
bregðast, hati t. a. m. gimbur 1 vetra sem gengið
hefir með dilk, verið vönkuð, þá hafi fyrr eða síð-
ar komið fram vanki í lambinu líka, og optast á