Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 6
38 fyrsta missiri, sjálfsagt á 1. ári. 1*6118, að vanki geti verið æltgengur frá gimbrinni, er líka vel mögulegt, og líklegt eptir sjálfs Dr. Kr. kenningu því tilefnið á þá að flytjast með mjólkinni til af- kvæmisins, það er að segja, þau «biöðruorma-egg» sem ekki eiga að geta annarstaðar lifnað enníkind- arheilanum. Ekki hef jeg af eigin reynslu getað eins staðhæft, að vanki sje ættgengur frá hrútnum, þó mjer sje næst að halda, að það geti líka átt sjer stað; og fyrir því sje töluverð og margra reynsla. 12. — Með erfðaskrá, dagsetttri 15. ágúst 1853, varð enskur höfðingi Charles Kelsall að nafni, sem unni mjög íslenzkri fornfræði til þess, að gefa skólanum í Reykjavík fje til bókhlöðubygg- ingar, og var fje þetta eptir dómsmálastjórnar- brjefi, dags. 9. maí 1859, 838 pund ensk eða 7542 rd. Árið 1859, hlutaðist stjórnin til að hús þetta yrði byggt, og var þó aptur hætt við áform þetta, eins og sjá má af brjefi kirkju-og kennslu- stjórnarinnar dags. 9. júlí 1861. Árið 1866, ept- ir að stiptamtmaður H. Finsen á ný hafði hreyft þessu máli, var farið að byggja bókhlöðuna, og samdist svo við útlenzkan húsasmið, að hann tókst á hendur að gjöra hana fyrir 7,600 rd. Byggingu hússins var lokið ári síðar, og verður þess eigi varist, að húsið að öllu ytra ekki var svo fagurlega úr garði gjört, sem skyldi, enn þó að sum líti eigi verði með neinu afsökuð, þá má eigi heldur draga dulur á það, að fje það sem var til umráða til hússbyggingarinnar, var alveg ónógt. í bókhlöðunni hefir unnizt nægilegt pláz fyrir bókasafn hins lærða skóla, bækur prestsskólans og alþingis, auk þessa mun þar vera geymt mest ailt skjalasafn biskups, sem er næsta dýrmætt. Forstöðumaður hins lærða skóla og kennarnir eiga skyldar þakkir fyrir það, að þeir fyrir það fje, sem skólanum er veitt hin síðari árin, hafa keypt nokkrar sjaldgæfar bækur íslenzkar, er þannig hafa fundið griðastað, og forðað þeirri eyðilegg- ing, sem annars hefði berlega legið fyrir hönd- um. Vjer vonum að, ef að menn þessir trúlega halda áfram, því sem þeir þannig hafa byrjað, og landsmenn styrkja þá sem vera ber, þá muni ekki lengur þurfa að bera kvíðboga fyrir því að sjaldgæfar íslenzkar prentaðar bækur og handrit farizt, held- ur muni þar brátt myndast safn af öllum þeim íslenzku bókum, sem nú eru fáanlegar, og væri þetta til sannarlegs sóma fyrir þjóð vora bæði alda og óborna. í húsinu, sem er byggt úr steini, hefir, eins og eðlilegt er, borið á raka, sem getur skemmt bækurnar, enn á þessu verður nú ráðin bót, með því að í sumar á að leggja hitunarvjel (varme Ápparat) í bókhlöðuna, og er áætlað, að til þessa muni ganga 585 rd. Fyrst vjer annars höfum minnst á þetta mál, viljurn vjer nú taka fram tvö atriði, sem oss er næstaannt um að sje tekin til greina. Hið fyrsta er bón til allra landsmanna, að þeir hlynni að bókasafninu, og gefi því sjaldgæfar bækur. Hið annað er áskoran vor til þeirra, er stjórna bóka- safninu, að þeir gefi frjálsari aðgang að því, enn nú er, því úr því að skólinn og bókasafnið er eign landsins, og landsins fje varið ríkulega til þess, þá ætti líka hver heiðvirður maður að fá aðnotaþað; enn það er alls ekki samboðið skoðunum þjóðar- innar, og vjer þorum að fullyrða, að líka þeirra sem stjórna skólanum og bókasafninu, að engir aðrir, enn lærisveinar skólanna, eða kennarar skuli þar hafa aðgang, sjerhver íslendingur, sem er heið- virðurmaður og sem má trúa fyrir bók hefirbein- línis rjett, til að fá svo frjálsleg afnot á bókunum, sem að leyfa má með reglugjörð, er um það efni ætti að semja sem fyrst. (Eptir o Bergens Tidcnder», 8. marz p. á.). Hið íslenzka Verzlunar Samiag í Bergen, hefir með hraðfrjett, til alþingisforseta Jóns Sig- urðssonar, leitað leyfis hans um, hvort hið ný- keypta gufuskip, er kostaði 80,000 rd., mætti bera nafn hans, og hefir hann aptur sent svar á þessa leið:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.