Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 4
36 í valnum hvílir hetjan góð er hart og lengi gegn þjer stóð. Og það var von þú værir reiður og veldir nú þinn píslakníf, því þessi fjarðar- funa- meiður flekaði þig um margt eitt líf, og harðfengur þig hrakti frá herfangi mörgu, er starðir á. Tryggðreyndast hjarta hulið stáli halur sá undir rifjum bar, fráskilinn hverskyns faisi’ og táli sem fyrri aldar skörungar; i blíðu’ og stríðu, sæld og sorg svipaður Agli kappa á Borg. Hver stóð fastari vígs á velli veraldarstarfa’ enn maður sá? hver þoldi betur þreytu’ og elli og þraut hverri vann sigur á? hver heGr hærri hjeraðsbrest heyrðan, enn þegar SMli ljest? Húsfreyju sinni meginmætti mann-baldur unni’ og barnafjöld, vinina gladdi, og veslin bætti vankvæði þeirra’ og tók ei gjöld; hver heflr hærri harma brest heyrðan, enn þegar SMli ljest? Því ekkja’ og niðjar ein ei gráta þig ættarsómi’ og prýði lands; höfuð sín margir hníga láta, er heyra andlát þessa manns; Þjóðin sinn ástvin þekkja vann og því mun ísland gráta hann. — |>að þykir sjaldgæf list í Kaupmannahöfn, að ypta þakinu af íbúðarhúsunum þegar «kvölda tek- ur, og á dagin líður» (sbr. Iíjöbenhavn udenTag). Slíkar tilraunir hafa opt leitt í ljós það sem mönn- um hefir sízt dottið í hug. Mjer hefir einstaka sinnum komið til hugar að gjöra eina eður fleiri þesskonar tilraunir, enn það eigi viljað heppnast, sem skyldi. Samt sem áður tók jeg mig til fyrir skömmu síðan, og lypti þakinu af einu einasta húsi í Reykjavík; jeg sá þar marga menn vel klædda; enn heyrði eigi glöggt hvað þeir ræddu um, nema tveir, og virtist annar ókunnugur. Umtalsefnið var þetta: «Hvaða gagn oraðþví, að vera duglegur mað- ur núna í Reykjavík? Það veit jeg ekki; enn til þess að vera vel meðtekinn, og lifa í anda þeirra, sem fremstir þykjast vera í Reykjavíkurhöfuðstað, þá þarftu að hafa komið í skóla, eður þú þarft að geta blaðrað dálítið dönsku, vera mikið gefinn fyrir dansleiki, og halda þá hvar sem stendur; kunna vel að drekka vín og brennivín, og standa í búð- um kaupmanna allan dagin; tala eins og hver vill heyra ; masa mikið við kvennfólk og vera í skotfjelagi, þótt þú sjert hræddur við byssu, og ganga á miðvikudaga-«Klub». Enn þótt þú kunnir lítið að gagni fyrir sjálfan þig, föðurlandið, eður kvennfólkið, það gjörir minna til; bara ef þú hlýðir þessum tímans straumi, verður þú vel með- tekinn. Sveitarfjelagið er breiðbakað». 75. Áshorun. Sje það satt er heyrst hefir hingað amtur, að okkar gamli þingmaður sje forseti of’jóðvinafjelagsins" i Reykjavík? þá von- um vjer, að hann birti lög þess hið fyrsta í Þjóðólfl, svo þau liggi eigi lengur undir mælikeri þagnarinnar og pukursins. Skaptfellingur. II. (Framh. frá 7. blaði). Þessi einkenni eru nokkuð margháttuð, eða koma fram i ýmsum myndum, bæði af breytilegri legu sýkinnar, og máske líka að mismunandi skap- ferli kindarinnar. Enn af þvíjeg hefi fest eptirtekt á nokkuð mörgum af þeim, og komizt að því að þau hafa varla brugðist, þyki mjer vel hlýða að láta í ljósi hver þau eru, ef einhver vildi reyna að veita þeim eptirtekt og hefði síðar not af; þetta er þá:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.