Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 8
40 Hinir fátækustu mega nú borga þriðjungi meira í húsaleigu, enn áður enn stríðið byrjaði. — Verka- launin eru stígin um þriðjung og jafnvel um helm- ing, enda rísa byggingar þar af rústum með degi bverjum að heita má. — Á Englandi heflr fyrir skömmu síðan, að- borið sú nýlunda, að drottningunni var sýnt til- ræði, með óhlaðinni skammbyssu. Maður sá er þetta gjörði var írskur, Arthur O’Connor að nafni og 18 ára að aldri. Eptir próf er tekið var í málinu, var hinn seki dæmdur til 20 hagga með reyrpriki, og eins árs strangrar tukthúss vinnu. — Af 10 dagblöðum, sem þjóðþingið í Ver- sailles á Frakklandi, ljet höfða mál á móti í vetur, fyrir meiðyrði til iiknarnefndarinnar, eru níu fyrir nokkru fríkennd. Ilið tíunda bl., er síðast varfrí- kennt, þótti að því leyti merkilegt, að kona rit- stjórans hafði ritað greinina er málið reis út af, og er það í fyrsta sinni á Frakklandi, að kona liefir verið kærð fyrir blaðagrein. — Hraðfrjett frá Rómaborg, segir: að páfinn hafi enn að nýju, neitað stjórninni um að taka í móti 3,225,000 Lirer í lifeyri. Nokkrir segja að páfanum hafi verið ráðið til að flytja til Malta, væri hann neyddur til að fara úr Rómaborg. — Norðanvert í Norðurameríku, er sagt að veturinn hafi verið með harðasta móti, svo snjór- inn hafi orðið 10—11 álnir á þykkt. Fyrir hin miklu og óvanalegu snjóþyngsli, er sagt að hús haíi farið alveg í kaf. Frostið hafði orðið yfir 20 gr. á R. ? Menn, og ef til vill bestar, höfðu fros- ið í hel. — Að því leyti sem sögur fara af, líð- ur íEinari Bjarnasyni bærilega, þó er sagt að honum hafi orðið töluverður hnekkir að því, að hann hjó sig í hnjeð, og lá lengi í því, og er ef til vill eigi albata enn. — Hið nafnkunna skáld vort síra Matthías Jochumsson, er hefir dvalið í Khöfn í vetur, hafði fótbrotnað, og lá á Friðriks-hospítali þegar póst- skipið fór. — Með Norðanpósti Magnúsi Hallgrímssyni, er kom hjer í gær til bæjarins, sem aukapóstur, kom »Norðanf.» og nokkur brjef, er úrþeimhelzt til tíðinda, eptir því sem skrifað er í brjefi úr Eyjaf. 18. f. m.: «Hjer komu jarðskjálftar miklir í nótt er leið, og hafa verið öðru hverju til kl. 11 í dag. Allt fólkið flúði úr baðstofunni, og pottar hristust af hlóðunum, unz hlje varð á þeim. Kl. 3 í dag hófust þeir aptur; á Akureyri hrundi úr skorsteinum. Fyrsti jarðskjálftinn var stærstur og svo smærri og tíðari allt að 10 á 1’/a tíma, þá varð 3 tíma hlje, og svo byrjuðu þeir aptur. — Tíðarfarið er kalt, jarðbannir og gaddur, kring- um Eyjafjörð utarlega; í Fnjóskadal, Bárðardal og Kinn, enn norðar aptur snjólítið og betra. — Kaupskip sluppu inn á ýmsar hafnir norðanlands, áður enn að HAFÍSINN fór að reka að landinu, liggur íshellan norðaustur frá Fjörðum, vestur undir Strandir. —Hákarlaskip eru að leggja út, til að vera til staðar, nær sem ísinn rekur frá. — Ekki verður fiskivart á Eyjaf., enn töluvert kom inn af sel, og hefir dálítið verið skotið afhonum. — Bráðapestin hefir drepið ógrynni fjár í Norð- nrlandi í vetur (um 400 í Hrafnag. hr.). — Heil- brigði má heita hjer almenn. — Mikil er hreyf- ingin á mönnum, með Vesturheimsfarirnar, munu nú 4 fara á stað bráðum úr Þingeyjars., varla fara fleiri í sumar. — Á Gránu er þegar von; hún átti að fara frá Höfnl.f. m. Ekkihefirnýi maturinn verið settur upp á Akureyri, kaffi er 44s.,syk. 28, brv. 26s». — Vöruverð. Um 13. apríl var meðalkaffi selt í Höfn fyrir 31 sk. pd.; kandissykur fyrir 21 sk., rúgmjel lpd. 3 mörk og 12 sk., tunnan með fullri þyngd 12 lpd. 7 rd. 48 sk., korn eptir því um 7 rd.; gott hveiti á 7 sk. pundið. — Rípur í Hegranesi veittur 4. f. m. presta- skólakand. Guttormi Vigfússyni. Auk hans sótti síra Jón Reykjalín á þönglabakka. Ábyrgðarmaður: Jónas Sveinsson. Prentalíar í prentsmiíju íslands. Einar þdrbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.