Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 2
34 seni að fæst þó svo rnargt og mikið af andlegu og líkamlegu sælgæti —, geta þeir hvergi haft höfði sínu að að halla, hversu þreyttir, votir og hungraðir, sem þeir annars kunna að vera, það er merkilegt, segjum vjer, að i höfuðstað landsins, skuli vera eitt einasta Veitingahús, og eigi selja næturgistingu, það væri þó miklu heppilegra fyrir íslendinga, að ekkert veitingahús væri í Reykjavík, enn að það væri til þess, að menn gætu að eins fyllt sig þar og setið fram á nótt, enn vera síðan lokaðir úti sem rakkar. Á Akureyri (og jafnvel Skagaslrönd) er veit- ingamaður, sem getur hýst hjer um 30 —40 manns í einu, og selur rúmlánið frá 4 til 12 eður 16 skild. yfirnóttina; þar eru og þurrkuð föt af ferða- mönnum, fyrir dálitla þóknun. — Fátækir sveita- menn þurfa þvi eigi annað, hafi þeir litla peninga við hendina, enn að hafa með sjer mat; og geta þó haft fyrir nokkra smáskildinga, víst heimili meðan þeir standa við á Akureyri. í Reykjavík, þar á móti verða menn að snúast innan um hinn margbrotna kotakrans, í von og óvon, um að fá húsaskjól yfir nóttina, og hefir jafnvel borið við, að þeir hafi orðið að leita til lögreglustjórnarinn- ar, að útvega sjer náttstað. Er það ekki fagurt til frásagnar úr höfuðstað landsins. Af þvi sem hjer er sagt, sjest það Ijóslega, að hinn háttvirti veitingamaður í Reykjavík, hefir annaðhvort eigi kært sig um, að nota rjett sinn til að selja mönnum rúmlán, og annað er þar til heyrir, eður þá að hann hefir eigi getað komið því við. Með því að Reykjavík hefir nú verið byggð í þvínærlOOO ár, ogþarbúa nú sem stendur æðstu embættismenn landsins, þá virðist svo sem tími sje kominn fyrir höfuðstað landsins, að ná þeim fullorðinsaldri, að ferðamenn, jafnt háir og lágir, geti fengið þar næturstað, án þess að þurfa að setja út menn fyrir fram til að útvega hann, eður þá sjálfir að knjekrjúpa hverjum sem vera skal, til að fá inni, yfir nóttina. Oss virðist, að því freinur sem bænum vex fiskur um hrygg, að því sýnilegri sje nauðsynin á gistingahúsi, og því vilj- um vjer með línum þessum mælast til, að yfir- völdin í Reykjavík sjái um, að einhver ráðsettur og stilltur maður taki að sjer að selja ferðamönn- um gistingu fyrir sanngjarna borgun, og veitihon- um að öðru leyti fullkominn veitingasölurjett. Nokkrir ferðamenn. NÝ LAGABOÐ. (Framh. frá 6. blaði, bls. 25J. Nú ætlum vjer að tala lítið eitt um «tilskip- un um eptirlaun yfirdómara B. Sveinssonar», sem «út er gengin 27. janúar 1872. Um þessa tilsk. var lagt frumvarp fyrir þingið í fyrra, og var rætt á tlögboðinn hátt», eins og segir í bænarskránni til konungs, — enn oss virðist á þann lögboðna hátt hafi það verið tii lítils eður einkis, því vjer sjáum nú hið sama frumvarp komið út sem lög, án þess tillögur þings vors hafi verið teknar til greina á nokkurn hátt, sem leyfði sjer þó «allra- þegnsamlegast» að biðja um með 14 atkvæðum gegn 2, að gjöra ekki frumvarpið að lögum, enn aptur á móti beiddist þess, að málið yrði lagt undir rannsókn og úrslit dómstólanna og annað með 14 atkvæðum gegn 3, að eptirlaunin verði fyrst um sinn, og á meðan á málinu stendur, á- kveðin eptir þeim reglum, sem gilda um eptirlaun þeirra embættismanna, sem vikið er frá um stund- arsakir. Þó vjer nú ekki viljum fara að rita, um þessi lög út í allar æsar, eins og margt annað, sem kemur frá ráðherrastjórninni dönsku, þá viljum vjernú samt bendaá,að lögstjórnarráðherrannhefir eins og fyr gengið fram hjá öllu því, sem mun verulega hafa verið þings vors og þjóðarvilji. Það sjá nú allir með heilbrigðri skynsemi, að án grund- vallarlaga Dana, sem stjórnin vill ætið láta gilda hjá oss í stjórnarmálum vorum sem lögbundnum, að «engann dómara má af setja án dóms», enn í þessu máli hefir honum (o: ráðherranum) sýnst þau ekki geta gilt á íslandi. Vjer sjáum nú meðfram, eins og af öðru fleiru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.