Tíminn - 01.05.1872, Blaðsíða 7
39
«Til hinnar íslenzku verzlunarfjelagsstjórnar
í Bergen:
Allir íslendingar taka því með mesta fögnuði
að gufuskip þetta hefir verið keypt. Guð gefi því
blessun og hamingju, til sóma og gagns fyrir
Noreg, ísland og öll norðurlönd; nafnið er of
fýsilegt til þess, að því verði hafnað, og er þess
vegna veitt móttaka, og sveininum beðið allrar
hamingju, að ryðja sjer braut til bjartrar fram-
tíðar».
Þannig er nú afráðið, að hið fyrsta gufuskip,
sem gengur á milli íslands og Noregs, verði lát-
ið bera nafn þess manns, er með óþreytanlegri
elju og ástundun, hefir barist fyrir rjetti og heiðri
þjóðar sinnar. Nafn þetta höfum vjer valið, því að
vjer vonum, að það hjálpi töluvert til þess, að
íslendingar veiti «Jóni Sigurðssyni» góðar við-
tökur. —
— í þessum mánuði er nú von á tjeðu gufu-
skipi, og munu margir hugsa ýmislega, er þeir
sjá siglingu Norðmanna, eigi síður enn Eiríks-
menn forðum, um konungsskipið langa.
FRJETTIR
Innlendar. Með vestanpóstinum, er kom 29.
f. m. frjettist hörð kuldaveðrátta af vesturlandi, og
víða bágt manna milli á Vestfjörðum, sökum þess
að fiskur hefir brugðist þar í vetur; kaupför voru
komin á ísafjörð, þá póstur fór þaðan; liaf'ÍS-
liroðl hafði sjest við Strandir um sumarmálin.
— Stefán M. Stephensen frá Vatnsdal, er sett-
ur umboðsmaður þingeyrakl. fyrst um sinn.
— Alþingiskostnaðurinn fyrir árið 1871, er
talinn muni verða nálægt 11,200 rd.
— í brjefi úr Suðurmúlasýslu 18. f. m. erþess
getið, að skæð barnaveiki hafi gengið þar í fe-
brúar og marz, og mörg börn dáið úr henni.
— A Vatnsleysuströnd druknuðu 2 menn á
báti 20. þ. m., var annar maðurinn Þorbjörn
Jónsson frá Hvanneyri í Borgarfirði, efnilegasti
maður og á bezta aldri.
Laugardaginn 20. þ. m. var almennt róið af
Eyrarbakka og úr Stokkeyrarhverfi, og aflaðist vel.
Enn í heimróðri til lands, drukknuðu 4 menn af
skipi, 2 varð bjargað. Formaðurinn hjet Jón
(yngri) frá Loptsstöðum í Flóa.
— Hjer á Suðurnesjum má heita fiskilítið, eður
jafnvel fiskilaust um tíma, svo út lítur fyrir að
þessi vetrarvertíð verði með rýrasta móti. — í
Vestmanneyjum er talinn hæstur 60 fiska hlutur.
— Lausakaupmaður frá Mandal í Noregi, kom
hjer 29. f. m., eptir 9 daga ferð með timburfarm
til sölu.
Ýmsar smáfrjettir erlendar.
— Þótt póstskipið sje nú komið, og vjer höf-
um sjeð nokkur blöð, af «Berlingatíðindum», þá
getum vjer eigi að þessu sinni frætt lesendur
«Tímans» nema á smávegis frá útlöndum.
— Frá Iíaupmannah. er það helzt að segja, að
allt gangi sinn gamla vanalega gang. Fæðingar-
dagur konungsins hafði verið haldin með mikilli
viðhöfn í Kmh. og víða þar í kring. — Mörg
hundruð múrarasveina, hafa nú um þessar mund-
ir hætt við vinnu í Höfn, er hafa þó haft 8 mk.
um daginn. Þeir hafa viljað fá 9 mk. í kaup og
að hætta kl. 6 enn eigi 7, eins og hingað til
hefir viðgengist. Nokkrir fundir höfðu verið haldn-
ir af meisturunum í öðru lagi og sveinunum í
hinu. Vildu meistarnir bæta markinu við, enn
eigi stytta tímann. f>á seinast spurðisl var eigi
gengið saman.
Sparisjóður Kaupmannahafnar og næriiggj-
andi hjeraða, hafði um mánaðartíman frá 12.
marz til 11. apríl þ. á., tekið á móti 1,041,297
rd. 65 sk., útborgað 1,090,116 rd. 67 sk., enn í
sjóði voru ll.apríl 9,755,537 rd. 45 sk.
— í Berlín, höfuðstað Prússaveldis er nú sem
stendur, svo mikil neyð af skorti á íbúðarhúsum,
að menn verða að hafa húsaskjól í allskonar kof-
um, undir brúin og í hverjum þeim afkyma, er
menn geta hugsað sjer. Hin þýzku biöð hafa
daglega fyrir umtalsefni bætur á þessu, enda
hafa um stundarsakir verið leigðar nokkrar opin-
berar byggingar, sem eigi eru ætlaðar til þess.