Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 2
26 minni i bæjardyrunum; var þá farinn að haggast á mjer höfuðbúningurinn, svo hún gat þekkt mig. Jeg fór úr narradragtinni, og sá að ræfill af kett- inum hjekk við rófuna, sagði jeg móður ininni upp alla sögu; en hvorugt okkar gat skilið í um kött- inn. Bárður sálugi hróðir minn sagði mjersíðar, að Jurgi hefði búið köttinn til með lconst og 1crútti. En var ekki von þó mjer yrði hverft við, þegar kötturinn stökk undan tunnunni á Bakkanum og bljes framan í mig»? «Jú, það skal mig ekki furða», segir Ingunn, «og þú tekur þá aptur til sögunnar á Bakkannm, sem kötlurinn og þú eruð að kljást hjá tunnunni». «Meðan jeg stend fokreiður kettinum og for- viða yfir tunnunni, kemur kaupmaður með gler- staup og kristallusflösku og segir: »«her er den, Filip!«» og komdu blessuð, hugsaði hugurinn minn. Nú hellir hann á staupið einhverju — ekki var það blóðrautt, en undir .það — en það þótti mjer merkilegast að sjá, þegar staupið var orðið liálffullt, hvernig hver dropinn varð eins og lifandi, blessuð verið þið! allt ólgaði og vall upp á barma, og svei mjer þá alla daga, ef vínið hefði ekki ætt þarna upp úr staupinu, hefði kaupmaður ekki orðið fljótari til að bera það upp að munninum og hvolfa því í sig. En það bæði heyrði jeg og sá, að urg- aði í staupinu á eplir. Jeg hálfkveið fyrir að drekka þennan drykk, en langaði þó að smakka hann; því ekki þurfti allt að segja Filpusi; mig grunaði að þetta væri stríðsöl, jeg skalf með lukt- ina, og segi við kanpmann: ««Má jeg ekki setja af mjer luktina, herra minn! meðan jeg drekk það sem þjer ætlið að gefa mjer af því?»» Þá hlær kaupmaður; jeg hugsa: það held jeg þú verðir glaður af víninu því arna, Filpus! sem ert því ó- vanur, þegar kaupmaðurinn ræður sjer ekki fyrir gleði, eptir hálft staup, mesti stillingar maður, og líklega alvanur þessum drykk. Nú hellir kaup- maður á handa mjer, og hef jeg hvorki fyr nje síðar sjeð hellt eins konstuglega af flösku. Hann smáfærði flöskuna upp frá staupinu, og Ijet hana spræna í það, úr háa lopti, unz það var orðið milli hálfs og fulls, en þá var ólgan og kraptur- inn orðinn svo mikill í stríðsölinu, að jeg hugði ekki annað, en að allt mundi hlaupa úr staupinu aptur upp í flöskuna. J>á reiddist Filpus oggapti, og jeg gleypti þarna allt úr staupinu í einum svip og einhverju olboði, svo jeg man ekkert eptir, hvernig striðsölið bragðaði, því það kom mjer hverki við tönnnjejaxl, eins og menn segja. Jeg gleypti það «sem sagt,« í ol'boði, og vissi ekki al- mennilega af mjer, fyr en kaupmaður tók í hönd mína og sagði: ««sto op Filip«» því i fátinu hafði jeg sezt niður á brennivínstunnuna. Jeg stóð þá upp með staupið, en svo hafði jeg magnast og gripið það fast, að það sprakk í sundur í hönd- unum á mjer, ( því jeg rjetti það að kaupmanni, og ætlaði að þakka honum fyrir, ««og ta go Fil- i'p!»» sagði kaupmaður. Sá varð ekki brjálaður við hvern brestinn; hann hafði líka verið í Ösku- dagsslagnum í Kaupinhafn, og jeg trúi að það hefði munað um hann, heljarmennið!® Bóndi brosir og segir: «súptu á, Filpus! áð- ur en þú ferð með tunnuna ofan stigann*. «Gefðu mjer sigursæll» segir Filpus; »guð borgar fyrir karlinn. Jeg segi ykkur nú ekki meira af því; jeg bar tunnuna niður stigann, út úr pakkhúsinu, yfir plássið, inn í búðina og setti hana á stokkana; og jeg fór eins Ijett með liana og þú, kunningi! með græna kútinn. Þá segir kaupmaður: Nú slcal du foromm í staupeð, Filip! og hellti á hálfpelann gamla; sá hafði nokkrum sinnum sjeð í tanngarðinn á Filpusi. En nú kemur eiginlega til sögunnar um öskupokana». «Jeg lagði merki til þess» segir Filpus, «að kaupmaður var venju framar brosleitur þennan morgun, og datt mjer ekkert í hug um það; það var svo sjaldnast á honum úfinn, alúðarmanninum. f>e gar við erum búnir að athafna okkur í búðinni, segir hann: ««mí slcal dú komme inn með mig, Filip!»» Hvað stendur til? hugsaði jeg. Hann ætl- ar þó aldrei að taktjera mig enn meir. Nú lætur hann mig ganga á undan sjer inn í miðja stáss- stofur — víða hefur Filpus karl komið — og segir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.