Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 4
28 betur að, þekkti jeg andlitið á manninum, og sá, að það gat enginn annar verið, en Bárður sál- ugi bróðir minn, eða svipurinn hans. Við vorum tvíburar, líkir hvor öðrum, og mestu mátar. En hann var þá feigur, guðsmaðurinn, því hann varð úti þennan sama morgun í Öskudagsbilnum mikla. Meðan jeg horfði þarna á svipinn, kemur katip- maður með glerstaup fullt af dönsku kornbrenni- víni; það er það lang-bezta brennivín sem jeg hef smakkað á æfl minni, og það var heldur engin furða, því það var það sama «og hann drakk sjálfur«. En jeg hef opt hugsað það síðan, mnn- ur var þá á æfinni okkar bræðra, Bárður sálugi út á hjarni í grenjandi bil, frosinn og kaldur og fastandi, Filpus inn í baðstofu hjá Bakka kaup- manni, nýkominn frá toppsængfrúarinnarognýbúinn að drekka stríðsöl, 5 mælistiga romm og brenni- vínið sem hann hafði inni við. Já, misjöfn er mannsæfin, hamingjan hjálpi mjer! þegar jeg var búinn að klára úr staupinu, og þakka kaupmanni fyrir aliar takteringarnar, var svipurinn horfinn; og eptir það sá jeg aldrei Bárð sáluga bróður minn. Eptir þetta fylgdi kanpmaður mjer til dyra, en af því jeg hafði drukkið sitt af hverju, var jeg orðinn málhress og góðglaður, og gat talað við kaupmanninn eins og hann Snjólf þarna. Jeg vjek mjer þá að honum og segi: «má jeg spyrja yður að einni bón, kaupmaður góður, hvað var á stóru tunnunni yðar út á pakkhúsloptinu? Filpus var forvitinn í þá daga, sem betur fór, þess vegna get jeg nú frá svo mörgu sagt. Iíaupmaður staur- ar, horfir á mig og segir; ««du meiner vist det store oxehoved med siropen«». Jeg þurfti ekki meira og kvaddi, því Filpus skyidi málið í þádaga, en, von var þó mjer blöskraði, börn! þetta var höfuðuxi, fullur með «síróp». Jeg hef aldrei sjeð aðra eins höfuðskepnu, en það tók þó út yfir, að hún skyldi vera full með sætindi, en hann var lánsmaður með flest kaupmaðurinn sálugi!» Nú stendur bóndi upp og segir : «frá mörgu kanntu að segja, Filpus ! og fáðu þjer í staupinu, því vel hefir þú skemmt fólkinu í kveld■>. Síðan gengur hann ofan og út. Þá segir Ingnnn : «Ljeztu nú ekki spretta af þjer Öskupokunum, þegar þú komst heim til þín ?» «Ónei, blessuð !» segir Filpus, jeg sagði Iíarí- tas minni upp alla sögu þegar jeg kom heim, og jeg man ekki hvert henni var dillað. Hún vildi taka af mjer pokana, helzt hjörtun af haldinu, en jeg sagði: ««nei, mangetalc!»» og þarna gekk jeg með þá allan daginn heilt dúsín, haldið það. t>ví sagði jeg áðan, að jeg hefði aldrei bryðað mig um þó jeg bæri Öskupoka, svona simplan og einlitan. Siðan tekur hann af sjer pokann skoðar hann, sýpur á staupinu og segir: Nú er öldin önnur, hamingjan hjálpi mjer! áðurvoruÖsku- pokar með öllum myndum og allavega litir; þá voru líka 2 biskupar á landinu, á Hólum og í Holti, nú ekki nema einn útá Nesi. t>á voru 2 latínuskólar, ein prentsmiðja, nú ekki nema 1 og 2 prentsmiðj- ur. t>á var Skúli fógeti og Ólafur heitinn í Viðey, íslenzkur stiptamtmaður, mestu föðurlands vinir; nú ekki nema einn danskur í henni góðu Vík. I>á gilti spesían á 3 dali, nú ekki nema tvo. í>á byrjaði vetur á föstudag, nú ekki fyr en á laug- ardag. Mikil er forandringin ! en langt er nú slðan. Jeg hef rjetla sextíu og sex um sextugt, og þó man jeg eptir öllu, eins og það hefði skeð í gær. I>ví þessi Öskupoki hefir þó orðið til þess að rifja upp fyrir mjer einn hinn merkileg- asta dag á æfi minni, og nú sitjeg hjer, veslings Filpus, sem áður var utanbúðar Asinstint undir- búðarkaupmannsins á Eyrarbakka !» J>á segir Steinunn: «Jeg lái þjer það mest, Filpus! að þú skyldir ekki taka eptir bannsettum Öskupokunum, fyr en rjett framaní kaupmanns- frúnni». Filpus lítur við og segir: «hvernig átti jeg, blessuð vertu ! að gjöra það ? jeg klæddi mig í rauða myrkri, því kaupmaðurinn kallaði fyrir dag; en þegar hann hafði kveikt á glerluktinni, hafði jeg annað viglugra að horfa á en leppana, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.