Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 5
2ð jeg var í, fyrst og fremst Kaupmanninn sjálfan, svo þettalítilræði,íbæÖi ætt og óælt, danskt og íslenzkt sem fyrir augun bar á pakkhúsloptinu, í stáss- stofunni, og inni hjá frúnni». Þá gellur Særún við : «Jeg er mest að hugsa um bleikálu stykkið sem hjekkí rólunni, og sýnd- ist lifandi. Jeg vildi, að jeg ætti það í Sprengi- kveldsref, þegar jeg fer að búa». «Og jeg er handviss um», segir Snjólfur, «það kvikaði ekki lengi úr því það væri komið í hönd- urnar á þjer».......... í*á segir Guðríður litla: æ, jeg er orðin myrk- fælin af draugatalinu í ykkur, bæði við hann Bárð heitinn apturgenginn og svínslærið lifandi». «Skilurðu það ekki barn segir Særún, «að það er ekki meint annað með lífinu í lærinu, enn að það rjeri í spiki, eins og menn segja?». Nú kemurbóndi upp aptur, og segir Ingunni, að bezt sje að stytta vökur. Gengur hún þá of- an með Steinunni; piltarnir fara út, en bændur sitja og ræða um veðráttuna. Litlu síðar tekur að rjúka upp af súpuöskum hjá hverju rúmi; allir eru seztir inn í baðstofu, Ingunn og Sleinunn eru á gangi um loptið. i5á segir Ingunn: «sæktu fyrir mig, Steinka mín ! gestaskálina rósuðu fram í búr; jeg ætla að skamta honum Filpusi í hana fyrir sög- una í kveld. Steinunn fer og kemur aptur rneð skálina. Ingunn tekur við henni, og fer að þurka hana utan. «Hvað er neðan á skálinni?» segir hún, er það ekki lag að tarna? þeir hafa límt neðan ábotninn augastein og draugastein» Ingunn hlær og piltarnir skella upp yfir sig. «Lof mjer að sjá!» segir Steinunn, og þrífur skálina, blóðrauð í framan «S............sjálfur hafi úr þeim hrekkina 1» síð- an hendir hún skálinni niður í rúm, en hún lend- ir á fjöl og brotnar, ríkur svo utar eptir, rekur sig á lampann, svo ljósið sloknar, veltir á hlið aski Særúnar og sezt svo i rúm sitt. j>að slettir í þögn í baðstofunni, þangað til Ingunn segir: «hamingjan hjálpi þjer, Steinunn! nú gengur fyrst yfir mig». «það er nú ofseint» segir Steinunn skjálfandi, «að bíðjá fyrir mjer; það er komið sem komið er, og skálar fj.........má gjarnan koma uppí kaupið mitt, en hún skal ekk lengur vera mjer til storkunar og minningar úr horngrýtis háðið út þeim. Augasteinn og draugasteinn, þó, þó ! Jeg hef aldrei vitað aðra eins forsmán á minni æfi. Það er sök sjer, ef það hefðu verið nátlúrlegir steínar; en að láta nokkra manneskju bera horn- grýtið að tarna, það tekur út yfir. það er þó nokkur bót í máli, að komið er í vökulok. En háðfuglarnir hafa þó nokkuð lil að hlægja að». Bóndi segir: «kveiktu Ijós, Ingunn mín !». Ingunn fer fram ; en þegar hún kemur upp með Ijósið, liggur Særún á fjórom fótum á loplinu og segir : «Jeg held að það sje bezt að lesa reiðilest- urinn í kveld. Sjer er hvað ! að hella svona nið- ur fyrir manni matnum. Jeg hef ekki fundið nema tvo bita, róubein og hryggjarlið, sem jeg tel varla, en kraptsúpan heyrijeg að hriparöll nið- ur á baðstofugólf. Eru það læti» ? «Og ekki ferst þjer, Særún mín», segir Stein- unn, «að lá mjer reiðina, eða óþrifnaðinn í morg- un». Særún segir: «mjer sárnar að sjá matinn fara út um alltlopt, áður en maður fer að borða hann». Þá segirlngunn: «hættið nú þessu tali, stúlk- ur! Það hlýzt löngum gott af Öskupokunum og steinum ; en jeg sje mest eptir svo fallegri skál». Bóndi segir : «æ, já já ! var það skáiin með rósunum ? i’ess betur! vilið þið nú um hvað jeg hef verið að hugsa um siðan áðan ?» «Hvað er það?» segir Ingunn. «Jeg hef» segir bóndi «verið að ráða með sjálfum mjer drauminn hennar Steinunnar, og er hann rjett undarlega komin fram. Skálin er blómkerfið, en draugurinn með angað var augasteinninn og draugasteinninn, sem hún bar, og varð svo brjál- uð, að hún braut skálina*. «í*ú áttir að segja mjerþetla í morgun, hús- bóndi!» kallar Steinunn, «en það eru aldrei margir mínir á Öskudaginn». «Jeg heiti ekki Jósep, Steinunn mín», segir bóndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.