Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 3
27 ««bi her eitt öijeblík, Filip!»» Jeg beið, en ekki man jeg hvert Filpus beið aðgjörðalaus; þau gætu bezt sagt frá því, augun í mjer, ef þau gætu tal- að; jeg horfði upp um alla rapta; jeg segi það svona, en ekki sýndust mjer þar margir raptarnir, allt var fullt með flúr og rósir, glerskápa og gyll- ingar, hátt og lágt, en allt var óætt. En ekki er allt búið enn. Jeg stóð ekki í sömu sporum; ónei, nú snýr Filpus sjer við, og þá sá jeg und- arlega sjón — en jeg ætla bezt að klára úr koll- unni, kunningi! — Jeg sá í opnar dyr á veggnum, og mann fyrir innan á rek við mig, hamingjan hjálpi mjer! jeg góndi á hann, og hann glápti á mig; jeg segi ykkur ekki meira af því, þarna horfðumst við í augu, þangað til kaupmaður kemur ogbiður mig að ganga inn í svefnkamelsi sitt til frúarinn- ar. Nú fór fyrst að fara um Filpus, og það hugs- aði jeg sízt, að fyrir mig mundi koma, að ganga fyrir aldanska kaupmannsfrú á sænginni; en margt hefir Filpus karl reynt. Iíaupmannsfrúin var, eins og jeg segi, hádönsk, og hafði hjer aldrei til lands- ins komið nema þennan vetur, svo það má nærri geta, hvert það heflr verið að henni óbragðið. Hún lá þarna í dúnsænginni, og undir eins oghúnsjer mig í dyrunum, hlær hún innvirðvglega uppá mig og segir: Nei see, guð bevare mig! Jeg hlæ á móti, en segi samt: gúmorinn frúin ! síðan segir hún eitthvað, sem jeg ekki skildi, til allrar ólukku, því hún talaði ekki annað en púra dönsku. Kaupmað- urinn talaði klára dönsku, svo hann skildi hvert barnið; jeg hugsaði hún væri að manga tit við Filpus; því það man jeg, að hún benli rjett fram- an á mig. Jeg undirstóð ekki dönskuna hennar, en var orðinn áfjáður af stríðsölinu og ör af romm- inu. Og hvað viljið þið hafa það meira? Filpus karl gengur að rúminu, og sezt á stokkinn. En rjett í því segir kaupmaður, sem staðið hafði á baki mjer, heldur alvarlegur: ««Nei, Filipl nei, slet ikke dette, Filip!»» Jeg stend upp og segi; ekki var jeg að forlanga neitt, kaupmaður góður! en jeg hugsaði að frúin væri að benda mjer að koma nær. Nei,Filip! segir kaupmaður, jeg vildibara vísa konunni minni dette sem er utan á díg, alle disse smo smúkke póse, líttu sjálfur framan á díg, og líka eru nokkrir aptan á díg, svo það er sikkert dúsín ; en það þýðir, að mig minnir 9 eða 10 ösku- pokar. Nú sá jeg fyrst hverskyns var, mundi eptir að það var Öskudagur, leit niður á Ioku mína, og sá þar 3 poka, hvern uppundan öðrum og sinn með hverjum lit. Mikiíl hugvits kvennmaður var hún Karítas min og hannirðasteinka. Hún hafði útsaumað og flúrað alla þessa öskupoka, úr afklippunum,sem kaup- maður gaf benni, því það var rjett yfirdrifð gjafa- lán, sem hún hafði hjá honum; og hafði hún fest þá bæði framan á haldið sem jeg var í, og hing- að og þangað á úlpuna, því hún hafði þá gaman af að glettast við Filpus, aldrei Ijet jeg hana samt bera steina..... Það voru þá þarna utaná mjer, blessuð verið þið! 9 eða 10 öskupokar, sumir í lögun eins og hjörtu, aðrir eins og tiglar, lauf- og spaðagosi. Að þessu hafði kaupmaður verið að brosa um morguninn, og nú vildi hann gjöra frúnni sinni það til fornöjelsis, að sýna henni þennan íslenzka öskupokasið; og svo held jeg að honum hafl fundizt til handbragðsins á því öllu; því hvað var að tala um hana Karítas í höndun- um; þið megið geta því nærri, það fór aldrei svo hnappur af undirkaupmanninum, að Karítas væri ekki kölluð til að festa hann á. Eptir þetta segir kaupmaður: ««so kom nú úð igjen, Filip!»» gengum við þá inn í stássstofuna. Þá segir kaup- maður: ««Jeg ætla nú að gefa þjer Afskeiðssnaps og mangetak fyrir alla hjálpina í dag»». Það er sjálfþakkað, kaupmaður góður! svara jeg, og varð mjer í því litið á sama manninn og áðan. Það var eins og jeg þekkti hann þá, en gat þó ekki komið honum fyrir mig. Jeg spurði þá kaup- manninn hver maðurinn væri, sem jeg sæi þarna í dyrunum; en hann forsikkraði mig, að hann sæi engan nema mig. Mig grunaði þástrax, að jeg sæi sýn, og jeg minntist þess, að jeg var sagður skygn, þegar jeg var barn. J>etta var ekki heldur einleikið; en hamingjan hjálpi mjer! og gef mjer að dreipa í kunningi! því þegar jeg fór að gæta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.