Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 6
30 »Mikill vitmaður ertu, Gamalíel’i! segir Filpus, «mjer datt ekki annað í hug, þegar jeg heyrði að skálin datt, en það sem kaupmaðurinn sálugi sagði: ««og la go Filip!«<>. «Það átti líka þar við», segir bóndi. Eptir þetta tekur hver sinn ask, nema Steinunn, og þeir snæða saman bændurnir. l’á rjettir Steinunn ask sinn að Særúnu og segir: «láttu í þig úr honum! lengi tekur sjórinn við, en sprengdu þig ekki samt! ofan í mig fer eng- inn bili á þessu kveldi, því það er eins og hellu- bjarg standi fyrir brjóstinn á mjer». Ingunn segir við Filpus: «þú saumar saman leir, Filpus, jeg ætla að biðja þig að taka af mjer skálina». "Það er velkomið» segir Filpus, «og hann Bárður litli er líka orðinn laglegur að bora, en láttu blessuð mín! smábrotin í Öskupokann, svo jeg týni þeim ekki». «í*að er rjett, Filpus!» segir bóndi, *að láta saman í öskupokann afleiðingar af Sprengikveld- inu i gær, og afbrotin frá Öshudegimtm í dag ; af- glöpunum er þaraðmínu áliti rjett valinn staður». Ingunn býr þegjandi um skálarbrotin í ösku- pokanum og rjettir Filpusi, cn hann tekur við, og kveður bónda með virktum og heimilisfólkið, bóndi bað hann vel fara, og segir hann hafi skemmt vel. — Eins vonar höf., að Filpus ásamt hinum per- sónunum hafi skemmt lesendum sínum; með þeirri ósk lyktar Öskudagurinn, að þeir lesi ekki gall- ana á honum með stækkunargleri. Hornin gjalla, hvellan kalla herði menn af veikum blund; steinar gnesta, stólpar bresta, stökkur gim um fagran lund. Vek eg ei að munarmálum, meyjarvör og drykkjuskálum: nú skal hefja Hiidarleik ! Vaknið! skoðið: rauðu roðin regin-báli hallargöng: Hleðra fellur! hornið gellur, heyrið Skuldar gleðisöng! Hjörvarðs bál um Hárskóg rennur, hrynur lim en stofuinn brennur! Dan og Skjöldur dugi nú! Hrólfi Kraka, hinum staka, helgi sjerhver stál og mund; bálið skæða hót hann hræðist heldur svik og níðings lund. Fróða mjöld og meiðmum fáðum milding gaf með höndum báðum. Sláum hring um hraustan gram! BJARKAMÁL HIN NÝJU. (Hersöngur Dana eptir Grundtvig). „Sol er oppe, Skovens Toppe*. Rennur dagur, röðull fagur reifar gulli bjarkafald; haninn galar, Herjans salar hverfa blys und næturtjald. Vaki, vaki, hermenn harðir! hlaupið upp og spennið gjarðir! Árdags stund ber arð í mund! Jöfur sefur, svikráð hefur svinnur engi leitt i grun; enn þá skæða eldinn hræða ægi-skildi vilja mun: En nú vekja verri glóðir verstu menn og fítonsþjóðir hver vill skildi skýla gram? Vill og getur hann sem hvetur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.