Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 7
31 Höttur Sælunds kotum frá; það vill Bjarki, brands í harki bönd þó Loki sprengi grá; sjálfan Bölverk fýsir finna frægðardreng með Laufann stinna. Böðvar klýfur bjálm og haus. Bjarki síga, Hjalti hníga Hrúlfi með þótt verði í blóð, Hleðru boga heitum loga Hjörvarðar þó felli þjóð: halda velli hann mun aldri, hinnsta skar úr ösku kaldri, illan fylki fella skal. Rennur dagur, röðull fagur reifar gulli bjarka fald; h'aninn galar, Herjans saia hverfa blys und næturtjald: Vaki, vaki, hermenn harðir! hlaupið upp og spennið gjarðir! Árdags stund ber arð í mund! <M. J.) — Þar eð fremur lítur út fyrir, að Sunnlend- ingar, nú á seinni tímum, hafi í hyggju að koma upp fleiri þiljuskipum en hjer eru, sem haldið verði út, bæði til hákarla og þorskveiða, þá virð- ist vera öldungis ómissandi að fá duglegan og lærðan (examineraðan) formann á slík skip, en þess konar menn eru, því miður, mjög fáir hjer á suðurlandi, þar eð enginn sjómannaskóli er hjer eða neinir þeir, er geti kennt ungum og efnileg- um mönnum sjómannafræði, og erum vjer Sunn- lendingar eptirbátar Norðlendinga og Vestfirðinga í því, því að á Eyjafirði er sjómannaskóli, og hafa þegar margir útskrifast þaðan, og eru slíkar stofn- anir öldungis ómissandi, þar eð oss virðist þetta mjög áríðandi mál, þá viljum vjer gjöra þeim, er þiljubáta eiga, kost á duglegum og lærðum (exa- mineruðum) formanni á næstkomanda vori, og mundi hann þá einnig kenna næsta vetur, og ef til vill framvegis, ungum og efnilegum mönnum sjómannafræði, ef þess yrði óskað, og sem jeg alls eigi efast um að margir mundu vilja, ef ein- hver skyldi vilja semja við mig um þetta, þá eru það mín vinsamleg tilmæli að þeir gefi mjer vís- bendingu um það fyrir miðjan marz mánuð. Reykjavík 30. janúar 1873. Páll Eyjúlfsson. — Ef hirin heiðraði «kunningi vor í «Norðf.«, nr. 51.—52., f. á., hefði lesið með athygli blað vort «Tímann» mundi hann eigi dæma stefnu hans eptir einni einustu grein, þetta þykir oss næsta undarlegt, því vjer höfum viljað vera sem frjálslynd- astir með að lofa hverjum lysthafanda að komast að í blaði voru með skoðanir sinar í ýmsum grein- um, og það þó þær hafi eigi allskostar verið eptir skoðun vorri, það er því alveg röng skoðun er hinn heiðraði höf. byggir á ályktun sína um «stefnu Tímans» og útgefendanna með honum. Vtgefendurnir. (Aðsent). — Fyrir nokkrum árum síðan var hjer í Reykjavík sett á stokkana fjelag með því nafni: «Handiðna- mannafjelag», en sem enn af blöðunum er ekki kunnugt þjóð vorri; nema lítið eitt af auglýs- ingum um «Tombola», sem haldnar hafa verið í fjelaginu, en um framgang fjelagsins, starfsemi?! og sjóð, hefir ekki einu orði enn sem komið er, verið minnst, og er slíkt þó ekki eptir framförum vorra tíma, en vjer munum nú í næstu blöðum «Tímans», ef ritstjórn þess leyfir, rita um þetta fjelag, sem það hefir starfað, lög þess og annað fleira, því viðkomandi. 215. i — Til herra x -(- z í Rvík. — Ritgjörð yðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.