Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1873, Blaðsíða 8
32 um barnaskólann í Reykjavík, verður ekki tekin í blaðið nema nafn yðar standi undir henni, þar eð svo margt í henni mun eigi vera sem áreiðan- legast, sem vjer þekkjum fyrir víst. En þar sem þjer talið um, að kennslan hafl ekki verið í því standi sem ákjósanlegt væri, núna um miðjan veturinn, meðan á sjónarleikunum stóð, og að það hafi stundura vantað kennara í tímana um það ieyti, látum vjer ósagt, en minnumst að eins á það, því vjer vonum að hin heiðraða barnaskóla- nefnd sem okkar ágæti dómkirkjuprestur er í, hafi ekki látið slíkt eiga sjer stað, því það er einnig hennar skylda að hafa eptirlit með kennslunni öðru hvoru og það optar en — eins og höf. seg- ir — þá próf eru haldin. Ábm. ÝMISLEGT INNLEINDT — Tíðarfarið hefir verið nokkuð vindasamt á sunnan og útsunnan og óstöðugt síðan 22. f. m. þýðviðri og rigningar miklar hafa öðruhverju geng- ið til þess 15. þ. m., og gekk þá í vestan átt og jeljagang er hjelst til hins 19. Síðan hefir verið norðankólga með gaddfrösti, sem varð 14° hjer í Reykjavik þann 22. þ. m. Með austanpóstinum írjettist að væri bezla tíð, en rigningar miklar þar eystra. Nóttina milli hins 18.—19. þ. m. gjörði ofsa sunnanveður, er gekk til útnorðurs daginn eptir með 5° frosti, sleit þá upp á Vogavík þil- skipið «Dagmar», eign þeirra sira Þ. Böðvarsson- ar í Görðum, Þ. Egilssonar faktors í H.firði o. fl. það var að leggja út á hákallaveiðar, en ldeypti þar inn, mennirnirkomustaf, en skipið laskaðist eitthvað. Eigi hefir heyrzt getið nm annan skaða af veðri þessu. — Heilsufar manna er gott yfir höfuð að tala hvaðan sem frjetzt hefir, að því undauskyldu, að hjer hefir stungið sjer niður hálsbólga og barna- veiki, og taugaveikin hefir gjört vart við sig á einstöku bæjum upp í Borgarfirði og Mýrasýslu. — Skepnuhöld eru alstaðar talin góð, nema fjár- kláðans er getið enn í nokkrum lömbum hjá ritstj. «t’jóðólfs», er dýralæknir fann er hann skoðaði þau, en skólakennari H. Kr. Friðriksson hefir verið að baða lömbin öðru hvoru. Vjer vitum ekkiafhvaða orsökum hann hefir verið að baða, hvort það er af því, að hann sjeskárri til þess en dýralæknir, eða þaðeraf skyldurækni við fjárkláðann, en hvað um það þá sjálfdrapst eitt þeirra um daginn, en hvort það hefir orsakast af handlægni og þrifnaði kennarans, eða það hafa verið útrunnir dagar sauðskepnunnar, er oss ókunnugt, en kaunug og ullarlítil var sagt hún væri orðin. 215. BÓIíAFREGN. — Frá prentsmiðjunni í Reykjavík, er ný út- komin «SkýrsIa um hinn lærða skóla í Reykjavík, skóla árið 1871—72». 48 bls. 8av. Henni fylgja: «Skýringar á vísum í Guðmundar sögu Arasonar og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, samdar af Jóni í)orkelssyni», 40 bls. 8av. «Skýrsla um aðgjörðir og efnahag Suðuramts- ins húss- og bú-stjórnarfjelags, frá 28. jan. 1870 — 6. júlí 1872». 48 bls. 8av. «Telimann og Lovísa, æfintýr í sex kvæðum, eptir Jón Jónsson «Vefara», 76 bls.l2to, verð: 24sk. — Nýlega útkomið frá Akureyri: «Smámunir II. eptir nýtt þjóðskáld?! Símon Bjarnason». 48 bls. 8av. Verð : 24 sk. Þessa 2 síðast greindu bæklinga er leitt að þurfa að nefna, sem út hafa komið frá prentsmiðj- unnm, þar sem oss vantarsvo margar bækur sem nauðsynlegar eru fyrir hverja þjóð sem til fram- fara hyggur. Sparið landar góðir kaup yðar á bæklinga-skrípum þessum, en brúkið heldur verð- ið sem er 3 mörk fyrir báða, til að kaupa fyrir nytsamari bækur, og viljum vjer benda yður til hins góða og nauðsynlega rits Heilbrigðis-tíðindanna eptir landlækni Dr. Jón Hjaltalín. þeirra þriðja árs 1.—2. blað kom út frá prentsmiðjunni í Reykjavík 18. þ. m. og kostar árgangurinn 3. m ö r k. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. _______Abyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson.___________ Prentaftur í prentstuifju Islands. Einar J><5rfiarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.