Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 1
9.—10. blað. TÍMIWWo 2. ár. Ileylíjavík, 19. marz 1873. flgfr* Þjóðólfur var ekki í vegi fyrir útkomu 7. —8. blaðs af «Göngu-Hrólfi»; það stóð á rítstjór- anum sjálfum. E. P. (flgf* í dag kl. 10. f. m. er póstskipið ókomið. — Pósturinn að norðan kom hjer kl. 9 f. m., hann fór hinn 8. þ. m. frá Friðriksgáfu, og fekk sífelda ófærð sökum snjóa er dreif niður 1. og 2. þ. m. — Vesturlands-póturinn er enn ókominn. — BENDING. Eitt af því, sem bæði er fróð- legt og nytsamlegt að vita, eru orsakir þær, er valda dauða manna. Skýrslur um þess konar eru almennar erlendis, og á dögum Klausturpóstsins birtust þess konar skýrslur hjer á landi. En nú á dögum birtast engar skýrslur um það, hvorki í hagfræðisritum bókmenntafjelagsins nje í dagblöð- unum, og það þólt til sje sjerstaklegt tímarit, er þær ættu heima ( («Heilbrigðislíðindin»). Að vísu mundi erfitt sökum læknafæðar að fá alveg áreið- anlegar skýrslur um það, en betra er að veifa rÖDgu trje en engu, og betri mundi ófullkomnar og ónákvæmar skýrslur þess efnis en engar. Opt- ast nær munu hugmyndir manna um dauðamein annara vera nærri lagi, og mundi prestum hægt að gjöra þess konar skýrslur svo áreiðanlegar, að þær að minnsta kosti gæti vakið eptirtekt á ýmsu, sem til umbóta horfði. Á þessu virðist sem land- læknirinn helzt ætti að ráða og bezt gæti ráðabót, með því fyrir meðalgöngu hjeraðslæknanna að út- vega skýrslur frá öllum prestum á landinu, og draga síðan helztu atriðin út úr þeim og auglýsa almenningi. |>að er ósk ritarans, að herra land- læknirinn gefl bending þessari gaum, og sýni mönnum fram á í einhverju blaði, ef hann álítur ónauðsynlegt eða ógjörlegt að safna slíkum skýrsl- um og auglýsa þær. Y. f Helgí ITIelsteð. 1. Með hjartað sjúkt og holdið þjáð, en huggaðan af Jesú náð eg sje þig frændi, í anda, og umhverfls þinn banabeð, með beiskum trega fæ og sjeð strábeygða vini staDda. 2. En, áður fyrri eg þig sá, sem ungan lauk, með blóma há, rjettvaxinn standa í runni, því móðurástin sendi sól, en svalan skugga og hentugt skjól faðir, sem framast kunni. 3. Ö, hversu inndæl sjón var sú að sjá hið fagra Edens bú, Abel, en engan Kain! æ, hvílík er sú sorgarsjón, að sjá hið bitra skapatjón, er bænum breytti í Nain! 4. En hann, sem gjörði hugga þar, hann huggar enn við grafirnar þá syrgja sína vini, og gefur, eptir grafar blund, þá gleymist lífsins harma stund, mæðrunum sína syni. 5. Svo sof nú, frændi, sætt og vært, þó svalt sje rúmið er það kært þeim sem þín þangað vitja: því faðir og móðir færa þar, þeim fórn er dýrstan jörðin bar er hrygg þau hjá þjer sitja. G. Th. 33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.