Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 3
35 þur. Kjötið af kjndinni er ekki að sjá og finna annað en óskeramt, blæði kindinni meira eða minna. En drepist nú kindin úrpestinni og verði ekki blóðinu hleypt út úr henni, þá sjást öll hin áðurtöldu einkenni, nema hvað vinstrin er þá að sjá orðin eins og soðhlaup og að finna eins og hún sje margföld. Kindin blæs upp, blóðið hleyp- ur út í kroppinn, sem verðurallur svartrauður er megnan ódaun leggur af. Á hinni veiku kind sjást því þessi sýkisein- kenni: melting fóðursins hefir minnkað eða þverr- að með öllu, það hefir tekið fyrir gang þess um innyflin, þau sjálf eru skemmd orðin og blóðið spillt. Þetta gefur manni ástæðu til að ætla, að ýmist valdi fóðrið upptökum veikinnar og spilli blóðinu, eða að blóðið valdi upptökum veikinnar og valdi óreglu meltingarinnar og þrautum þeim, er hin sjúka kind þjáist af og sem verða henni að bana, eða þá að bæði fóðrið og blóðið valdi í sameiningu mögnun veikinnar og þaðhyggjeg að jafnvel sje. Yaldi nú fóðrið upptökum veikinnar, kemur það að líkindum til af því, að fóðrið i vömbinni verður of þungt og óþjált, eða ofþurt og safa- laust, eða það hleypur ólga í það, þar af mun leiða að fóðrið verður óhæfilegra til að jórtrast en ella, og það sem jórtrast vantar næg mýkindi 4il að geta gengið að fullu um vælindið í keppinn, síðan gegnum hið mjóa gat úr keppn- um í lakann, og en nú í gegnum mjótt gat úr lakanum í vinstrina, staðnæmast því máske í lak- anum smátt og smátt nokkrar leyfar meltingar- efnisins, sem harðna upp við þann hitaseyðing og síðan verk, er þessari óreglu hlýtur að fylgja; loks þegar lakinn er orðinn útsteyttur og óhæfur til að gegna köllun sinni, verða þrautirnar ólíð- andi, og leggurþær úr lakanum í hina tómu vinst- ur, sem en nú mun halda meltingarkrapti sín- um, en hefir ekkert til að melta, og verður því meðtækilegri fyrir áhrif þrautanna, og því mun drepið sjást fyrst á henni. Valdi blóðið upptökum veikinnar, tel jeg það komi af sóttnæmi, er kindin dregur í sig með loptinu, eða af innkulsi, eða af lungnasýki, eða af samblandi þessara orsaka samfara blóð- ríki opt og tíðum; hleypur þá hitasótt í blóð- ið, er streymir á meltingarverkfærin og um þau, og mun þá ekki þurfa langan tíma til að lakinn verði steinharður af þrautunum og drep komi í vinstrina. J>essu næst er að geta þeirra orsaka, semjeg ælla að muni valda upptókum bráðapestarinnar og tel jeg þær helztu þessar: 1. Óhagfellt fóður. Bráðapestin er tíðust á þeim kafla ársins, þegar grösin eru að missa frjósafa sinn, eða vantar hann að mestu eða öllu, og þegar þau mun vanta jafnvægi það, sem þau hafa í sjer fólgið af þeim næringarefnum, sem nauðsynleg eru til að viðhalda fjöri og holdum fjenaðarins í sem beztri samstemmu. Þegar nú svo er komið getur fóðrið orðið of þungt og ó- þjált til meltingar, t. a. m. töðugresi, eða það verð- ur of Ijett og þyrkingslegt, t. a. m. mýrgresi á þurrlendi, eða gras með hjelufalli á; eða það verður of vatnskynjað, t. a. m. beit á votlendum mýraflóum, eða beit í hlákum á vetrum; eða of þungt og ólgumikið, t. a. m. fjörubeit samfara töðugresi. Jeg hygg að Viborg dýralæknir hafi komizt mjög nærri sannleikanum þegar hann segir, að undirrót til bráðapestarinnar muni vera sú, «að blóðið ofmettast af kolefni og vatnsefni, (en þetta er óhentugu fóðri að kenna), og þá komi óregla á blóðið íportæðakerfmu, af þeirri óreglu spillistmelt- ingin, af meltingarspillingunni leiðir harðlífið og meiri og minni bólga í innyflunum». 2. Óhagfellt, loptslag. Breytingar lopts frá hita til kulda og eins frá kulda til hita, eru örf- andi fyrir áhrif bráðapestarinnar, enda er hún skæðust þann tima árs, sem þessar eru mestar. Veðuráttufarið mun verka á blóðið og það aptur á meltingarverkfærin. í*á er líka opt um leið fóð- urbreyting á fje. 3. Óhollt lopt. Menn hyggja að áraskipti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.