Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 7
39 í saraa hrepp, alveg sama efnis, nefnilega um að bindast samtökum, að neita sjer algjörlega um nautn og kaup á áfengum drykkjum; uppástunga þessi fjekk á þinginu í Hraunhrepp þær viðtökur, að allir bændur þar viðstaddir gengu fúslega í þetta samband, að einum undanteknum, sem þó hverki er að álíta þann reglumann, að hann ei þyrfti sama aðhalds og aðrir í þessum efnum, nje heldur svo spakvitran, að hann megi að því telj- ast öðrum fremri. Nú var uppástungan send til upplesturs á þingið í Álptaneshreppi, því ætlað var að hún skyldi ganga um alla sýsluna, og fjekk hún þar af öllum fjölda bænda mjög daufar undir- tektir; þaðan var hún send í Borgarhrepp, en þegar til kom, að fara átti að lesa hana upp á þinginu þar, er oss sagt að sýslumaðurinn hafi beðið þann, sem lesa ætlaði, að ganga út til að lesaslíkt, og er það sorglegur vottur þess, hvernig sumir embættismenn vorir, er ættu að leiðbeina og hvetja til sannra framfara, koma fram í ýms um búningi í augum fáfróðs almúga. Sökum þeirra undirtekta, sem uppástunga þessi fjekk í öðrum hreppum sýslunnar, sáu Hraunhreppingar sjer ei til neins, að halda fram í þetta einir síns liðs, og kom því þetta góða áform að engum not- um í þetta sinn, en óskanda væri, að Mýramenn núá komanda sumri, vildu allir í einni heild bind- ast þeim samtökum, hverki að kaupa nje brúka áfenga drykki á komanda sumri, einkum þar þeir nú eru í undirbúningi með að stofna hjá sjer verzlunarfjelag. Hjer fmnst nú enginn þörf á, að mæla neitt fram með slíku bindindi, því hver einn maður með heilbrigðri skynsemi, getur við eigin íhugun sjeð, hversu ósegjanlega mikið gott það getur af sjer leitt, og þar að auki hafa svo margir þjóðhollir föðurlandsvinir, og hjer á meðal hinn mikli vísindamaður, landlæknir J. Hjaltalín í «Heil- brigðistíðindunum* og víðar, ritað um þetta». 10. 22. ÝMISLEGT INNLENT. Úr brjefi að vestan. T' hlíða sumarveðrálta endaði með septembermán., því með byrjnn okt. mán. tóku til köföld og frostgangur með sunnan- og landsunnanbleytu-köföldum og blotum , og þessi veðurátta hjelzt þar til með byrjun des.m. þá kom hjer um 20 daga hagstæð veðurátta, eptir það tóku til norðanköföld ogkólgugarður, þar til síð- nstu dagana af janúarmán., þá gerði blota og síðan hláku, er hjelzt enn í dag 7.Febr. Yetrar- farið heflr því sumstaðar verið í harðara lagi og janúarmán. að samtöldu sá 3.—4. sá kaldasti nú í 30 ár (5°R). Fjenaðarhöld munu víðast í góðu lagi, stórslysalaust og bráðapest með vægara móti. í*ó að kvef kæmi urn tíma í staðviðrunum á Jóla- föstunni; frá þessu er samt undanskilinn vestur- hluti Snæfellssýslu, og stöku bæir hjer og þar um hinar sýslurnar þar sem hin þrautamikla og lang- vinna bólgu- og ígerðarveiki heflr þjáð fólk; hafa þeir Hjörtur læknir og Þorleifur dannebrogsmaður sýnt mikla alúð í því, að lækna eða ljetta veiki þessa og tekist vel. Verzlunin í Stykkishólmi hefir matvörubyrgðir, að mun kaffi og sykur, og það sem kallað er brennivín, verðlagið er ekki verra en annarstaðar, má ske á sumu betra. — Fiskiafli á haustinu varð nálægt meðallagi, og í Ólafsvík betri. Vestureyingar fengu hákarlsafla að mun. — Verzlunarfjelag Vestfirðinga hefir af ráðið að halda áfram, það hefir keypt verzlunar- hús með lóð og ráðið til sín reyndan og æfðan verzlunarfulltrúa sem nú er ytra, og á að koma með fermt vöruskip i vor». — Tíðarfarið síðan 20. f. m. hefur verið á þessa leið: Norðanátt optast með töluverðum stormi og frostum, frá 21. til 27. s. mán. frost hæst 14° þann 25. 28. var þýðt og gott veður. 1. og 2. þ. mán. dreif hjer niður hinn mesta snjó er menn muna eptir á suðurlandi um þenna tíma árs, snjó þenna tók upp aptur að mestu með sól- bráði og hláku þann 14. og 15.; frá þeim 3. til 11. var vindasamt af landsuðri og vestri og ó- stöðugt ýmist með blotum eða frosti. 11.—14. var heiðríkt og gott veður, 12° frost hinn 13. — FMiaflan má telja ágætan, hjer um öll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.