Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 4
36 sjeu að því, hvað fjenaði er bráðapestar hætt. Jeg skal láta ósagt hvert það er að þakka hagfeldara andrúmslopti eða hollari jurtaefnum eða öðrum or- sökum, þegar almenntber minna á pestinni í einn tíma en annan, en hitt má telja víst, að veikinni fylgir sóttnæmi nokkurt og að hús þau, sem að fje drepst í úr bráðapest, fyllast með óheilnæmt lopt. Menn hafa enda tekið eptir því, að hið bráð- dauða hefir fundizt, hver kindin eptir aðra í sama bólinu, eða í sama stað í húsinu. 4. Inkuls og blóðríki. Það þykir staðreynt að þá sje bráðasóttar hættast, þegar óstöðug veðr- átta og umhleypingar ganga, og fje er ýmisl vott eðaþurt, eða því heitt eða kalt. Innkulsið hleypir í fleð sóttveiki, sem aptur verkar á meltingar verk- færin. Það er í eðli sínu að innkulsið fái helzt á hið yngsta og blóðrikasta fjeð, enda er því jafn- aðarlega hættast við pestinni. 5. Lungnaveiki. Sú mun raun á verða að lnngnaveiku fje er pesthættara enn öðru fje, enda eru miklar líkur lil að svo sje; þvíbæði er lungna- veiku fje mjög hætt við innkulsi og svo er nátt- úrlegt, að það blóð, sem fær lífsafl sitt gegnum skemmd lungu, sje meðtækilegra að taka á móti ábrifum sýkinnar, en það bióð sem rennur í gegn- um heilbrigð liffæri. Nú er er eptir að minnast á varnarráðin við bráðapestinni og tel jeg þau, sem nú skal greina: 1. Til að varna því, að fóðrið verði óhag- fellt, þegar grösin fara að dofna að mun, og hafa þegar misst hinn fína fitusafa sinn, er annaðhvert að taka fjeð inn á holla fóðurgjöf, en holl verður hún að vera, annars getur bráðapestin eins heim- sótt innistöðufje eins og hitt sem útigengur, eða þá að viðhafa ýms varnarmeðöl, sem varni þvi, að hið óhagfelda fóður hafi sýkjandi áhrif á fjeð. Reynslan sýnir að það sje að hvorutveggju nokkur bót. Það bregzt sjaldnar, að þegar fje, sem bráða- pest er enda lögst í og farin að drepa, er tekið inn á góða og holla heygjöf, einkum sje það um viku tii hálfsmánaðar tíma ekki látið sjá út og vatnað inni, að þá taki ekki fyrir pestina. Tilraunir þær gegn bráðapestinni sem sýnzt hefir að vægðu ákefð hennar, eða við hverjar að tekið hefir fyr- ir hana í það skiptið, lúta allar að þeim meðölum, sem kæla og þynna blóðið, deyfa ólgu þess, og mýkja vallganginn, og vil jeg nú telja nokkrar þeirra: Að taka fjeð inn á töðugjöf í 3 til 7 daga og láta það ekki sjá út, beita því síðan með gætni og gefa því gott hey með beilinni. Að gefa fjenu inn matarsalt eða glaubersalt svo mikið að það laxeri og hafa það þann dag inni. Að gefa fjenu inn matarsalt og lýsi saman- hrært, svo sem tvo matspæni hverri kind. Að gefa hverri kind inn minnst 3 matspæni af góðu lýsi. Að gefa mörk af nýmjólk hverri kind. Að gefa saltað hey, eða salt í heyi með því móti, að strá salti yfir heygjöfina i jötunni, svo sem potti af salti handa 30 fjár, eða leysa pott af salti upp í vatni og alvæta í þessum pækli eilt hneppi og gefa það yfir allt heyið í jötunni. Jeg hefi heyrt menn fullyrða af eigin reynslu að sje fje gefið ár eptir ár saltað hey vel orðið, eða salt í heyi, svo að til þess eyðist hjerum ein skeppa af salti handa hverjum 15 kindum í 15 til 20 vik- ur, og sje önnur hirðing fjárins í góðu lagi, þá skuli fjeð verða frítt við bráðapest. Að gefa fjenu inn á hverjum viku eða hálfs- mánaðar fresti frá því með byrjun okt. mán. og fram á útmánuði linfulla matskeið af matarsalti hverri kind. Þetta verk tekur lítinn tíma þegar vaninn er kominn á. Karlmaður leggur kindina niður eins og hann ætli að binda hana sauða- bandi, og tekur í sundur á henni munninn, en þá er annar til taks að láta upp í hana skeið (því bezt er að verkfærið sje í lögun sem skeið) með saltinu í og jafnharðan aðra með vatni í, og þá kýkir kindin strax. Að gefa inn salt og tjöru hefir ekki ennú, það jeg veit til, orðið að liði. Jeg held betra væri að gefa salt inn í rjett tilbúnu tjöruvatni. Að taka blóð hverri kind á haustin og fram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.