Tíminn - 19.03.1873, Side 6

Tíminn - 19.03.1873, Side 6
38 þjóðvinirnir hugsum um það alvarlega. Þú veizt þá fyrst og fremst eins vel og jeg, að fiskurinn sækir að löndum þeim, þar sem mikið útgrynni er, svo sem hjer við land og Newfoundland (landið nýfundna) og víðar; enn fremur veiztu að þegar líður að þeim tima, að fiskurinn ætlar að fara að hrygna, sækir hann úr djúpinu upp undir landið, og leggur þar i hraungjóturnar svo nærri landi sem hann getur, hrogn sín, því þar er þeim óhættast fyrir sjávarganginum, og þá er það sem vetrarvertíð byrjar hjá oss hjerna á suðurlandinu. í þriðja máta veiztu að Frakkar koma hingað þeg- ar vetrarvertíðin byrjar, og að þeir mega ekki koma nær iandinu til að veiða, en að 1 míla sje tii lands. En af þessu virðist auðsætt að mætti fiskurinn ráða sjer, og haga göngu sinni eptir eðli sínu, mundi veiði Frakka hjer kring um land- ið verða næsta rír á vertíðinni, eða á þeim tíma sem fiskurinn hrygnir, því eins og fyrri er sagt, mættu þeir þá ekki elta fiskinn fast upp undir landið, til að veiða hann þar, en þó er það svo að þetta er einmitt veiðisælasti tíminn fyrir Frakka og af hverju kemur það? og það kemur til af því skal jeg segja þjer, að undir eins og vertíðin byrjar, stökkva duglegustu formennirnir hjá oss út með net sín, og leggja þau svo langt undan landi sem þeim er unnt að komast með þau, því nær út á regin hafi, langt of snemma, en þegar fisk- urinn kemur að þessari netaþvögu, áræðir hann ekki að fara lengra, og heldur sjer fyrir utan netin með því þar verður og skjótt mikill niður- burður. Þannig er fiskurinn rekinn út tii Frakka frá landinu, og meðan þeir veiða hann fyrir utan netaþvöguna í hinni mestu ákefð. í>e gar jeg nú hugsa um þetta allt náttúriega, get jeg ekki neitað því, að mjer sýnist öll sann- girni mæla með því, að Frakkar bæti oss skaða þann er vjer þannig gjörum oss sjálfir, með þess- ari öfugu veiðiaðferð vorri, en sem þeir hafa svo mikinn ábata af, og jeg efast ekki um, að þeir á endanum meti þessar kröfur vorar mikils, ef þær verða bornar fram fyrir þá með stillingu og ó- þreytandi þolinmæði, þó þeim kann skje ekki sje um það fyrst um sinn. Nú finnst mjer jeg hafa svarað fyrri spurn- ingu þinni, en þá er eptir að svara þeirri síðari og það er langtum örðugra, þó finnst mjer að maður geti komist út af þessu með að gæta að því, að áður en þessi veiðiaðferð byrjaði, voru hjer á suðurlandi, þetta sex hundruð stór, en nú mun varla mega telja hjer meðalhlut hærri en 2 hundruð smá, leslarhlutir voru þá eins tíðir hjer og sex hundraða hlutir nú eru, það mun enn fremur mega fullherma það, að þetta hefir geng- ið svona 30 seinustu árin. En sem sagt, það er jeg hræddur um að þeir muni kinoka sjer við að svara oss skuldinni út til vor allri í einu, og vjer ætlum ekki heldur að halda því ákaflega fram, heldur láta oss nægja með, að þeir borgi oss árlega fulla leigu af skuld- inni, er yrði um árið fjögur hundruð og áttatíu þúsundir rikisdala. í*ó þetta sjeu nú ekki miklir peningar í sjálfu sjer, þá geta þeir dregið oss nokkuð, og vjer verðum því allir sumhuga, að skora á forvígismenn vora, að þeir reyni til á ali- an löglegan og leyfilegan hátt, að framfylgja þess- um kröfum vorum. En hvað sem nú annars öllu þessu líður, þá vildi jeg óska, að þau lög mættu sem fyrst koma út, er settu einhvern hemil þessari skaðlegu veiði- aðferð, og sjálfræði einstakra manna». (Aðsent). í «Norðanfara» nr. 51.—52. bls. 125, er grein nokkur eptir alþingismann Tryggva Gunn- arsson, sem, eins og allt annað er hann ritar í blöðin, er skráð af fjörugum anda og sannri föð- urlandsást. þar er meðal annars borin fram upp- ástunga til Norðlendinga um, að neita sjer algjör- lega um nautn áfengra drykkja og um að bindast þeim samtökum, að kaupa engin vínföng á næst- komandi sumri. Grein þessi minnti mig á, að í Hraunhrepp í Mýrasýslu var á síðastliðnu vori borin fram á manntalsþingi skriíleg uppástunga af merkum bónda

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.