Tíminn - 19.03.1873, Side 2

Tíminn - 19.03.1873, Side 2
34 f JÓSEPfl JÓNSSON HJALTALÍN var fæddur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd árið 1793. Foreldrar hans voru Jón prestur Hjaltalín og Guðrún, fyrri kona hans, Jónsdóttir prófasts Bergssonar á Bjarnanesi. Jóseph ólst upp bjá föður sínum, þangað til árið 1810, er hann fór á vist með bróður sínum Oddi Hjaltalín, sem þá var í Stykkishólmi og fyrir skemmstu skipaður hjer- aðslæknir vestanlands. Árið þar á eptir (1811) fluttist sjera Jón að Breiðabólstað áSkógarströnd, og fór Jóseph þá aptur til föður síns, og var hjá hon- um þangað til árið 1819, er hann reisti bú á kirkju- jörðinni Valshamri með yngismeyju Solveigu Sig- urðardóttur Haðasonar, hreppstjóra í sömu sveit. Þau giptust árið eptir, og varð þeim 5 barna auðið; af þeim náðu 3 synir fulltíða aldri. Þau bjuggu saman í ástúðlegu hjónabandi, þangað til hún sál- aðist vorið 1833. Næsta haust giptist hann aptur yngismeyju Guðrúnu Jónsdóttur, og var hún af góðu fólki komin. Þau eignuðust 13 börn, og komust mörg þeirra á legg, en eru nú að eins 4 á lífl, öll mannvænleg. Jóseph sál. bjó allan sinn búskap á Valshamri, sem þó er kostalítil jörð og skuldaþung; og ekki hætti hann algjörlega við bú- skap fyrri en vorið 1870; en lifði þar á eptir, á- samt konu sinni, af eigin efnum og á sama bæ til dauðadags, 11. ágúst 1872. Jóseph sál. var í mörgu falli með helztu bændum þar í sveit; því að þótt hann byggi aldrei stórbúi og væri ómegð kafinn, hafði hann jafnan sitt «afskamtað uppeldi», og gat, eins og hann var hneigður fyrir, verið gestrisinn og góðgjörða- samur fremur mörgum þeim, sem ríkir eru. Á fyrri árum sínum var hann opt hvatamaður í orði og verki til góðgjörða, þegar einhver bágstaddur fjelagsbróðir þurfti liðsinnis við, og það jafnvel fremur, en efnahagur hans virlist leyfa. í við- skiptum var hann jafnan hinn áreiðanlegasti, og gjörði sjer það að reglu, að safna ekki skuldum, heldur galt afdráttarlaust «þeim toll, er toll átli»; var þar bjá sparneytinn í öllu, og hataði til dauða- dags vanbrúkun áfengra drykkja. Meðhjálpari var hann í Breiðbólstaðarkirkjusókn alla sína bú- skapartíð, og nær því eins lengi sáttanefndarmað- ur og bólusetjari, og gegndi hann þeim skyldu- verkum, eins og öðrum, með árvekni og sam- vizkusemi. Hann bar gott skyn á sjúkdóma, og var hans iðulega leitað í þesskonar tilfellum; tókst honum þá opt að lina þjáningar meðbræðra sinna bæði með blóðtökum og öðrum tilraunum. Opt var tekið á honum, þegar hreppstjóraskipti urðu, en honum tókst ætíð að komast hjá því, að tak- ast hreppstjórn á hendur; en hann var, engu að síður, gjarnast önnur hönd hreppstjóra sinna, enda var það víst, að sumir þeirra gjörðu fátt, án þess að njóta fylgis hans og aðstoðar. Ilann variðju- og starfsmaður hinn mesti, smiður á trje ogjárn, og reyndist srníði hans jafnan trútt og endingar- gott. í dagfari var hann hversdagslega gæfur; því að «hann stjórnaði geði sínu»; en var samt að náttúrufari örgeðja og bráðlyndur, ef hann breytti skapi sínu, og mun helzt hafa borið á því á seinni árum, þegar anmarkar ellinnar og aðrir erfiðleikar tóku að heimsækja hann. Alla æfl mátti hann teljast heilsugóður, þótt hann nokkrum sinnum lægi stórlegur; hann hafði að mestu leyti óskerta sjón og heyrn, og fótavist, svo að segja, til dauðadags. Bana- lega hans var væg, og ekki lengri, en um tæpa viku. Hann var guðrækinn og trúmaður, «trúr yflr litlu», og mun því «settur yör mikið». TILRALN til að sýna af hverju bráðapestin komi og hver sjeu hin líklegustu varnarráð við henni. Þegar sú kind er skorin, sem bráðapest er auðsjáanlega komin í, og skoðuð eru innyfli henn- ar, þá sjest ætíð blárauður blettur á vinstrinni, sem að mestu leyti er tóm af meltingarefni, en full af vindi; lakinn er jafnaðarlegast harður eins og steinn og meltingarefnið í honum orðið að þyrkingslegri mylsnu. Langarnir og garnirnar að meiru leyti tómar af saur, en hjer og hvar hörð spörð innan um þær, hvít innan og mold-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.