Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1873, Blaðsíða 5
37 eptir vetri tvisvar, þrisvar á hálsæðunum, eða þó heldur í annað skiptið á hálsinum, en í hitt í mis- nesinu. Jeg heíi meiningu um, en veit ekki reynslu fyrir því að saltpetur sje gott varnarmeðal gegn bráðapestinni t. a. m. uppleysa 1 lóð af salt- petri í mörk af vatni og ætla þetta 6 kindum. 2. Til að varna shtðlegum áhrifum lopslags- ins og eins innkulsi tel jeg það: að láta fjeð fara að liggja snemmaá haustin inni, og láta það ekki úr því liggja úti þann vetur hvað milda veðráttu sem gjöri; varna því að það fái illhleypur, sem menn kalla, láta það heldur standa inn í illviðrum við lilla gjöf; að láta vindsvala leika um fjeð, áður það er rekið út í frost og harðviðri, með því að láta húsin standa opin litla stund áður en út er hleypt; halda fje aldrei til streytu út í illviðrum eða frosthörkum og því síður láta það liggja úti um haga eða standa lengi við húsadyr; að láta aldrei verða of heitt í húsunum nje ofkalt, sízt af dragsúg. 3. Til að varna óhollu lopti inn í húsunum er nauðsynlegt að fjárhúsin sjeu tiihlýðilega rúm- góð og með nægum opum, sem loptstraumurinn geti gengið út og inn um,án þess að kul leggi á fjeð; að reykja húsin annaðhvert með brenni- steinsgufu eða klórkalki, eða einirbrennslu, eða með því að hella ediki eða sýru á glóandi járn, eða með því að gjöra sterka brælu af einhverju í fjárhúsunum. I’að er næsta mjög áríðandi, að hreinsun hins óholla lopts sje opt itrekuð, drep- ist kindur inn í húsunum eða sje fjeð lungna- veikt. 4. Að varna því að bráðapest leggist ekki í lungnaveíkt fje, mun ei auðvelt, og er mjög hætt við, að þar sem fje hrynur niður úr bráðapest, þar sje það lungnaveikt undir. Hið fyrsta og sjálf- sagða er, að taka það fje, sem lungnaveiki sjest á, frá hinu, sem heilbrigt virðist, því hið lungna- veika sýkir út frá sér. ðíokkur svíun hefir virzt að þeim tilraunum, sem jafnframt miða til að deyfa lungnaveikina; en þær eru : að taka fjenu blóð tvisvar þrisvar með nokkru millibili, og þykir blóð- takan á misnesinu áhrifabetri; að hauka fjeð fram- an í bringuna og bera terpentínu á hankann, svo betur dragi; að varast að láta fjeð út, enda þótt gott veður sje, sje hvassviðri eða frost, og heizt að láta það slanda inni í lengstu lög og gefa því, eptir sem bezt verður, þrifgott fóður en ljett, og láta standa hjá því nóg vatn sem dálítið af salti sje látið í, og skipt um vatnið á hverjum degi. Loks vil jeg leiða athygli manna að því, hvað innyfli úr kind þeirri, sem drepizt hefir úr bráða- pest, eru lík innyflum úr kú, sem drepizt hefir úr lakasótt, og ættu því orsakir til hverutveggu veik- innar að vera áþekkar, og því til styrkingar get jeg skýrt frá, að kind, sem auðsjáanlega var orðin bráðapestarveik, læknaðist að fullu eptir sólarhring af meðalinu, sem ráðlagt er við lakasótt í 5. blaði «Tímans» 1872, en mýkjandi stólpípa var kindinni sett að auki. Fyrst nú að 2 lóð af saltpetri, uppleyst í 3 pelum vatns, og látið í einu ofan í lakasóttar- veika kú, hefir reynzt gott ráð við lakasótt, þá ætti hæfileg inntaka handa sauðkindinni af vatni þessu, að miða til þess að bráðapest læknaðist, væri kindin ekki orðin mjög veik. 'Ekkert skyldi mjer kærara, en að einhver dýralækningafróður maður segði álit sitt um ritgjörð þessa og benti á hvar jeg hefði rjett fyrir mjer og hvar ekki. Búi. ÚR BRJEFI1. «í>ú spurðir mig um hvert mjer eigi virðist, að vjer íslendingar eigum fje hjá Frökkum fyrirfiski- veiðar þeirra kring um landið, og biður mig að segja þjer ef mjer virðist svo vera, hvað inikið fje þetta muni verða í dalatali? Jeg er nú ekki fær um að leysa úr þessum spurningum, þær eru mjer ofvaxnar, þó skal jeg reyna að segja þjer á- lit mitt um þetta, þvi það er þess vert, að vjer 1) þátt brjefkafli þessi sje eigi í þeiin búningi, sem íjer vildnm úska, eptir innihaldi bans, þá verbnr hann þd ab birtast í blabiun af eptirlátsemi vib ábyrgbarmauninn. Nokkrir af útgefendunnm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.