Tíminn - 12.08.1873, Síða 3
Traustið á þessum heityrðum heflr einnig
veitt þinginu djörfung til að þessu sinni að bera
þegnlegar frelsisbœnir sínar fram fyrir Y. H.
Aliramildasti konungur!
Saga vor á hinum liðnu öldum frá því, er
landið fyrst byggðist, sem að ári eru 1000 ár, sýnir
Ijóslega, að það er frelsið, sem hefir veitt þjóð vorri
fjör og afl, fylgi og framtak í öllum greinum, en
að það er ánauð og ófrelsi, sem hefir deyft hana
og kúgað. Vjer ölum þá öruggu von, að Y. K.
H. veiti oss þau rjettindi og það frelsi, sem eiga
rót sína í eðli og ásigkomulagi þjóðernis vors að
fornu og nýu, og miða til að efla það og styrkja.
þessari öruggu von látum vjer verða samfara
þá þegnlegu ósk vora, að Y. K. II. allramildilegast
þóknist, hið allrafyrsta sem verða má, að afnema
það ófullkomna og óeðlilega stjórnarástand, sem
nú er hjer á landi og sem nálega allur landslýður
leynt og Ijóst hefir lýst óánægju sinni yfir,en fyr-
irskipa aptur þá landstjórn, sem hagfelld sje og sam-
boðin þjóðerni voru og rjettindum, og sjerstaklegu
ásigkomulagi þessa lands.
Þessa ósk sína hefir þingið dirfzt að frambera
í þegnlegri bænarskrá um stjórnarbót, og samið
frumvarp til stjórnarskrár, sem fylgir þar með, og
vonar þingið, að Y. K. H. megi þóknast að lög-
gilda frumvarp þetta; en ef Y. H. eigi þóknaðist
að staðfesta frumvarpið, eins og það liggur fyrir,
þá hefir þingið nálega i einu hljóði beiðzt þess,
að Y. K. H. allramildilegast mætti þóknast að gefa
íslandi að ári komanda þá stjórnarskrá, er veiti
alþingi fullt löggjafarvald og fjárforræði, og sje að
öðru leyti svo frjálsleg, sem framast er unnt, og
treystir þingið því, að þau atriði, sem það hefir
leyft sjer sjerstaklega að taka fram i þessu efni,
verði fyllilega lil greina tekin.
Allramildasti konungur!
Rýmið burt af landsföðurlegri mildi hinni al-
mennu óánægju íslendinga, út af núverandi stjórn-
arástandi landsins, með því að verða við frelsis-
bænum vorum. Að ári eru 1000 ár liðin frá
byggingn þessa lands; látið oss af mildi Yðvarri
gleyma hörmungum liðins tíma; gjörið árið sem
kemur hátíðlegt fyrir íslendinga með þeirri frelsis-
gjöf, sem reisi Y. K. H. ævarandi minnisvarða í
sögu landsins, og sem knýti ísland með óslítandi
hollustu bandi við veldisstól Danmerkur konunga; þá
mun með hinu komanda ári, þessum nýa aðalkafla
í þjóðlífi voru, upprenna nýr frelsistími, nýr fram-
fara og farsældar dagur, sem rótfestir í hjörtum
vorum nú, og niðja vorra um ókomnar aldir, ó-
gleymanlega þakklætisminningu um, að það var
hönd Yðar Kgl. Hátignar, sem leysti ófrelsis fjötr-
ana af oss til fulls og leiddi oss út á þjóðmenn-
ingarsviðið, sem frjálsa fullrjettisþegna, til að njóta
þeirra rjettinda og þeirra gæða, sem fullkomna og
farsæla hverja þjóð.
Vjer biðjum almáttugan Guð, að blessa og far-
sæla ríkisstjórn Yðar Kgl. Hátignar.
BARNASKÓLINN.
Á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, var reist-
ur á stofn árið sem leið, eins og sjá má í «Tím-
anum» 2. ári þ. á. 6. blaði, fyrir tilhlutan og
samskot sjer Stepháns Thórarensen á Iíálfatjörn,
og annara sóknarmanna, en þareð skólinn er eigi
kominn svo vel á veg sem nauðsyn krefur, þá hefir
forstöðunefndin leitað liðs allra þeirra er unna og
styrkja vilja uppfræðingu og menntunar framfarir
hins unga lýðs, með að látakoma fyrir alþýðu sjónir
brjef það orðrjett sem hún hefir ritað og hjer kemur
á eptir, er sýnir tilgang og ætlunarverk skólans.
«það er kunnugt orðið af blöðunum, að næst-
liðið ár var reistur barnaskóli í Vatnsleysustrandar-
hreppi og kenndurvið Jón heitinn Þorkellson, rektor,
er kallaði sig Thorchillius; var það gjört af því,
að þessi merkismaður, sem Kjalarnesþing á að
þakka sjóð þann, er hann gaf til uppeldis og menn-
ingar fátækum börnum í þvf hjeraði, ól svo að
segja allan fyrri hluta aldurs síns f nefndum hreppi
og sýndi honum líka í gjafarbrjefl sínu sjerstaka
rækt með því, að leggja svo fyrir, að hið mikla
bóka og handritasafn hans legðist þangað, þó
þessum vilja hans síðar væri traðkað. En þar að