Tíminn - 12.08.1873, Page 7

Tíminn - 12.08.1873, Page 7
79 sneri hann aptur til Frakklands ; ávann hann sjer þá hylli Napóleons keisara, er trúði honum fyrir ýms sendimannastörf, og leysti hann þau og næsta vel af hendi. 1864 varð hann yfirstjórnari alls sigurlands þess, er Frakkar höfðu unnið herskildi á norðurströnd Afrahálfu, sýndi hann þar af sjer mikinn dugnað, en jafnframt hörku og harðýðgi er olli því, að landsbúar kvörtuðu sáran yflr Mac- Mahon,vildi hann þá leggja niður völdin, en Frakka- stjórn þótti eigi tími vera tilkominn enn. Það var fyrst af, að hann legði niður völdin, er Frakkar höfðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur; vjerþurfum eigi hjer að segja gjör frá atgjörðum Mac-Mahons í þessum ófriði, það mun mönnum vera nógu kunn- ugt um, heldur að eins geta þess, að eptir ófar- irnar við Sedansborg, var Mac-Mahon tekinn hönd- um og fluttur til hins lilla bæjar á takmörknm Belgíu, er Pourni-aux-Bocs heitir. Úr þessu varð- haldi komst hann einmitt um sama leyti sem skrílls upphlaupið varð í Parísarborg, en það var í marz- mánuði 1871, og var honum þá falið á hendur af Thiers, yíirstjórn hers þess er átli að koma á fót til þess, að sefa upphlaupið og tókst honum það svo vel, að Thiers opinberlega lauk á hann lofs- orðum. Vjer höfum nú sagt helztu æflatriði þessa merkismanns, en nú er eptir að sjá, hvort hann sem forseta Frakklands geti unnið föðurlandi sínu eins mikið gagn og hann þegar hefir unnið með hreysti sinni, en úr því vérður tíðin að skera. — Bátur frá fornöld fannst f vor við Sunds sjó, sem er í Sundssókn á Jótlandi. Hann er búinn til úr holum eikarbol, og er hjer um bil 14 fóta langur og 2. fóta breiður. í annan endan er hann fram mjór og flatur að neðan, en er mjög skemmdur að aptan. Hann fannst í nokkurs konar hvítum sandi sem sjórinn hefir hrúguð saman, og ofan á honum var foksandur. Nú er að búið ná honum þaðan og verður geymdur ef mögulegt er. [,Dags-Tolegraphen“ í Júní þ. ».] — Ferð skipstjóra Halls til norðurheimskauts- ins. nNew-YorkHerald» færirþá hryggilegu fregn, að ferð þessi hafi alveg orðið til ónýtis. Frá því að Franklín fórst, hefir engum hlekkzt á nema þeim sem hjer um ræðir. Nftján af 23 mönnum, sem voru á skipinu «Polaris», er var útbúið til ferðar þessarar, urðu að skiljast við fjelaga sína og hafa verið að hrekjast um á bylgjum útsævar- ins á hrörlegum ísjaka langt frá skipi sfnu; for- maður fyrir ferðinni, Hall, er dauður, og enginn veit neitt um skipið. Naumast hefir nokkurt fyr- irtæki byrjað með heppnari atvikum en ferðin til norðurheimskautsins frá Ameríku, þegar «Polaris» fór úr Nýju-Jórvíkur höfn hinn 3. Júlí 1871, til þess að fara til norðurheimskautsins, þar sem að fjarska mikið hafði verið kostað til að útbúa skip- ið. Það var skipað 22 mönnum og tveimnr skræl- ingjum, og í Upernavík bættist við hinn frægitúlk- ur Hans Kristján, kona hans og börn. Hall reyndi til að ná til heimskautsins gegnum Smiths sund, en hann neyddist til að dvelja í «Polaris- Bay» (81,38° n. br. 61,44° 1.) og þar var hann frosinn inni til þess 5. september. í október ferðaðist Hall á sleðum allt að 82,16° n. br. Þegar hann var kominn heim, og hafði kallað saman menn sína hinn 8. október. 1871 til þess að hvetja þá, hnje hann dauður til jarðar, eins og sagt var, af niðurfallssýki. Hann var greptr- aður hinn 11. október og lítilfjörlegur trjekross bendir á stað þann, er hann hvílir á. Þeir er eptir lifðu höfðust við um veturinn þar næsta á eptir í «Polaris-Bay», sem skipið komst frá, fyrst í ágúst 1872. En nú bar að höndum hina aðra miklu óför, er þeir urðu fyrir; sumarið 1872 hafði verið óvanalega heitt, og af því leiddi það að ís- jakarnir bárust með hraða suður eptir frá Smiths sundi og Baffinsflóa fram með ströndum lands- ins nýfundna (New-foundland). »Polaris» hrakt- ist með ísnum, og af þvi hann þjakaði að skip- inu á allar hliðar, fóru menn að verða hræddir um að skipið mundi farazt. Af þessu varð það að nokkrir af mönnunum fóru að reyna til að bera forða af skipinu undir formennsku Tysons. Með- an þeir voru að þessu starfi, kom vindur er skildi þá frá skipinu, hrakti þá út á hið ólgandi ísi þakta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.