Tíminn - 11.02.1874, Qupperneq 3
tl
samkomulag gat unnist á alþingi, svo að vjer get-
um átt von á nýrri stjórnarbót á næsta ári'. Allir
hafa fagnað því, að málinu miðaði þannig áfram,
en það er fyrst, þegar að vjer höfum sjeð hið nýja
stjómarfyrirkomulag, og erum búnir að reyna
krapta vora á, að ráða sjálfir vorum eigin hag,
að upp má kveða dóminn um það, hvort þelta hafi
verið affarasæll merkisatburður í sögu landsins.
Vjer óskum allir þess af heilum hug og hjarta,
og þá einnig fylgja með til starfans, hinir and-
legu og líkamlegu kraptar vorir. Allar okkar fram-
farir eru undir því komnar, að vjer vinnum sjálfir
að því, að efla hag vorn. það getur enginn bet-
ur en vjer, sem með gleði og ánægju höfum sjeð
að þó að okkur sje í mörgu ábótavant, þá hefur
okkur hin síðustu árin — einnig á þvf sem vjer
höfuin nú nýlega kvatt — miðað nokkuð áfram,
þó lítið sje hjá því sem vera ætti.
— þar eð það er aðalbjargræðisvegur okkar
Reykvíkinga og Seltjerninga, að stunda sjóinn á
hverri stundu sem út á hann gefur, en fiskimið
okkar eins og allir vita eru um langan tíma opt
flskilaus, en þar á móti er í Garðs- og Leirusjó,
optast um þann tima nægur afli, eins og opt
hefur sýnt sig. Nú í vetur hefur þetta átt
sjer stað, en oss því tilfinnanlegra að ná í
liann, þar sem tíðin hefur verið svo stirð og
erfið, og vjer mátt liggja þar vikum saman, og
það rojög illa á okkur komnir, eins og von er, i
ljelegum húsakynnum, þar eð innbúum þar, er lífs-
ins ómögulegt að taka á móti slíkum grúa, hvað
fegnir sem vildu.
Út af þessum kringumstæðum vildum vjer
1) Eins vel og liblega sem aiþing tók í petta mal er
koraib var í mesta nefni, mátti þab gegua furbu, hverjum
undirtektnm at) stjórnarfrnmvórpin mættu af hendi þess, því
ab flestnm þeirra var ástæba til ab hrinda í lag, en ekki
hrinda bnrt, og þingit) hefnr meb því ekkert verulegt ánnn-
ib, þó ab þab gefl stjdrninni tiiefni til ab leggja frnmvórpin
á hyllnna. þab er þannig leitt til ab vita, ab alþingi skyldi
ekki koma fromvarpinu um sjómannaskólann áfram
pingib mátti vita, ab skóli þessi er alveg í vorar þarflr, og
ab almenningi liggur ekki í Ijettu rúmi, hvernig slíkn máli er
tekib, þab var allt ofgott til ab vera keppur f hendi þingsins
vib stjúrnina, sem meb slíknm uudirtektum víkur sjer nndan.
stinga upp á við yður heiðruðu útvegsbændur í
Reykjavik og á Seltjarnarnesi, hvort vjer ættum nú
ekki að reyna að ganga í hlutfjelag til að koma
okkur upp í Leiru eða Garði vænu húsi, til að
liggja við í. Vjer höfum fmyndað oss, að hver
hlutur ætti ekki að vera stærri en 5 rd., til þess
að sem flestir gætu lagt til, og eins gætu þeir
efnaðri fyrir það lagt til fleiri hluti, sem vjer líka
treystum þeim til af hvaða stjett sem er.
j>jer munuð nú tala um, hvaða fyrirkomulag
og stjórnsemi ætti á þessu að vera, og hvar vjer
eigum að fá rentur af hlutum þessum og eins við-
hald á húsinu. Vjer höfum ímyndað oss það
þannig: að kjósa forstöðunefnd sem sæi um hús-
ið, og hún ætti einnig að sjá um að þar væri salt
ætíð fyrirliggjandi og eldiviður. Hvaða gjald og
hvernig það ætti að takast af oss, höfum vjer á-
litið hentugast að væri tekið svoleiðis, að þegar
vjer fengjum 20 í hlut þá ælti af hverjum hlut
að taka 1 fisk, og svo úr því 1 fisk af hverjum
10 úr róðri. Vjer viljum nú aldeilis ekki haida
þessu fast fram því það geta má ske aðrir sjeð
eitthvað sem hentugra væri, en vjer höfum svona
bent á þetta.
Að endingu skorum vjer nú fastlega á yður,
að fara nú þegar að halda fundi og reyna að koma
yður niður á einhverju þessu viðkomandi.
Reykjavík, ( janúar 1874.
Nolekrir útvegsmenn.
(Aðsent). Kafli úr briefí.
«Okkurhjer lýst vel á uppástungu yðar, í 14.
nr. af 2. ári blaðs yðar, að gjöra breytingu á yfir-
stjórn prentsmiðjunnar. Vjer álítum margar mis-
feliur á því, að láta stiptsyfirvöldin vera það sjálf-
kjörin, og er það einkum, þegar eins stendur á
og nú, að stiptsyfirvöldin sökum mægða verða að
nokkru leyti að álítast sem ein persóna.
Okkur sýnist rjettast, að láta þrjá menn hafa
yfirstjórn prentsmiðjunnar er sjeu kosnir þannig:
að alþingi kjósi tvo þeirra, en konungsfulitrúi
eða landshöfðingi hinn þriðja.
Menn þessa ætti að kjósa annað hvert alþingis