Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 3
75 Athugagr. Nú hefur Halldór Friðriksson af- salað sjer kosningunni, þrátt fyrir það þótt kjör- stjórnin yfirlýsti að hann væri rjett kjörinn; á kosn- ing að fara hjer fram 31. þ. mán. Vjer viljnm nú áminna hina heiðruðu kjörstjórn að lesa nú upp hin gildandi lög þar um, þar útlit er fyrir, að þau sjeu farin að gleymast henni, og einnig að yfirskoða dálílið kjörksrána. 457. (Aðsentj. Bæði í «f>jóðólfi» ogþessu blaði hefur verið minnzt á danskar messur í Reykjavíkurdóm- kirkju, og sýnt fram á, hversu ótilhlýðilegt og ó- hagkvæmt það er fyrir söfnuðinn, að guðsþjónustu- gjörð er haldin þará dönsku fimmta hvern sunnu- dag, þar sem það er þó eigi meir en V200 sóknarmanna, er eigi hefur not af íslenskri guðs- þjónustgjörð; þykir oss eigi þörf gjörast, að fara hjer um þetta fleirum orðum því að vjer ætlum, að öllum megi það ljóst vera af því, sem þar er sagt. Um Leið og vjer vekjum máls á þessu að nýju, viljum vjer skora á yður, heiðruðu sóknar- arbræður, að taka þetta velferðarmál vort alvarlega til íhugunar, styrkja kröptuglega að því, að dansk- ar messur hjer í sókn verði eptirleiðis af teknar með ölln, eða þær að eins haldnar einstöku sinnum síðari hluta á helgum dögum, að lokinni gnðsþjónustugjörð á íslenzku. Fáeinir 'Rey'kvikingar. (Aðsent). þjóðhátíð íslendinga í sumar eignaðist barn (sjálfsagt skilgetið) við Birni Jónssyni, cand. phil. þetta barn sem hefur hlotið í skírninni (jeg trúi að það væri skírt að eins skemmri skírn) nafnið «Isafold», er á að fræða, gagna og skemmta, en gjöra sem minnst af því, að láta neitt af þessu þrennu ógjört. Jeg er nú búinn að sjá þetta þjóð- hátíðarbarn (jeg þori varla annað en að kenna það við móðurina, því það gjörir það sjálft), og fór jeg þá að hugsa um, hvað í því væri fræðandi, hvað gagnandi, og hvað skemmtandi. Fræðandi á líklega að vera kaflinn um «dagmálastað og eykta- stað». Hann endar á þessum fræðandi orðum: • Hnattstaða Vínlands verður því eigi ákveðin». jþetta virðist vera árangurinn af öllum þeim heila- brotum um Homilínbók, Elucidarius og Tómas erki- biskup. Líka hlýtur það að þykja allri þjóðinni einkar merkilegt, að það eða það handrit hafi verið prentað 1858 e. Kr. b., og síðan Ijósprentað 11 árumsiðar (eða 1870). Hver veit, nema að þessi merkilegi viðburður hafi haft einhverjar rætur í sjer fólgnar til hinnar voðalegu styrjaldar, sem byrjaði árið eptir milli Prússa og Frakka. Mjer fmnst annars það vera heldur hart dæmt, að segja, að saga Snorra komi í mótsögn við sjálfa sig viðvíkjandi hnattstöðu Vínlands og afrakstur þess. Hún kann að vera ónákvæm, og er það afsakandi, því Leifur hafði ekki bæði kirkjuklukk- una og skólaklukkuna, stilltar af Halldóri Guð- mundssyni, eður eptir hans tilsögn, til að fara ept- ir. Vínviður vex nú undir 52° n. br. í Norður- álfunni, og er vel hugsandi, að hann í fornöld hafi vaxið eins norðarlega í Vesturheimi. En undir þeirri breiddargráðu kemur sólin upp kl. 8 15 ", og rennur kl. 3 45'', þegardagurer skemmst- ur. Hefði saga Snorra átt að vera nákvæm, þá hefði Leifur átt að lenda 58° n. br., því þar kemur sól upp um skemmstan dag kl. 9, og rennur kl. 3. Ef maður þvi álítur það gefið, að vínviður hafi ekki á dögum Leifs vaxið norðurá hnettinum, en hann nú vex, þá segir sagan sólaruppkomu \ tíma seinna, og sólarlag 3/4 tíma fyr, er verið hefur. J>ar sem Leifur hvorki hefur haft áttvísi nje stundaklukku, þá þarf hjer engin ósamkvæmni að vera í sögunni, heldur að eins ónákvæmni, sem varla er takandi hart á. Að minnsta kosti mundi varla haf verið dæmt svona hart fyrir ofan lækinu, ef einhver gamall rómverskur rithöfundur hefði átt í hlut. Hvað á nú að vera gagnandi? Líklega kafl- inn um alþingiskosningarnar í haust. |>ar segir barnið meðal annars: «Tillögum ráðgefandi þings þykist stjórnin ekki þurfa að fara eptir fremur en henni lízt : en til þess að brjóta á bak aptur vilja löggjafarþings, þarf mikla fyrirhöfn*. Svo er nú það, barnið mitt; bfbí og blaka, álftirnar kvaka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.