Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 4
76 J>að er mikið skæð skoðan, sem þjóðhátíðarbarnið virðist vilja koma inn hjá þjóðinni, nefnil. sú, að stjórnin og þjóðin sjeu hvor annari óvinveittar per- sónur. í>að ætti ekki að byrja göngu sína með þessu. |>að heldureftil vill, aðþað með þessu geti áunnið sjer nokkuð fleiri níumörk, en það verður aldrei lengi. Jeg skal nú segja barninu einn sann- leika,sem ekki er von aðþað þekki, því hann er eldri en barnið; en hann er sá: vjer megum þakka guði fyrir að vjer ekki vorum búnir að fá löggef- andi þing árin 1869, 71 og 73;vjer megum þakka guði fyrir, að stjórnin átti hægt með að brjóta á bak aptur uppástungur þingsins um erindsreka, jarl, o. s. frv.; en jeg vil segja meir: af því að það sýndi sig ljóslega á þeim árum, að þingmenn flestir ekki vissil sjállir, hvað þeir vildu, þá efast jeg um, að þeim öllum hafi nú allt í einu farið svo fram, að það sje eiginlega hollt fyrir þjóðina, að láta þingið hafa það vald, sem stjórnin á mjög örðugt með að brjóta á bak aptur, þvíjeg er hræddur um, að þess þurfi við á stundum enn þá. Hefðirðu, barnið gott, tekið hvern einstakan þingmann á þeim árum, og látið hann segja þjer út í æsar álit sitt um stjórnarfyrirkomulag vort, og fjárhag vorn, og um það, hvernig þessu bezt yrði hrundið í lag, þá mundi þjer hafa fundist, að sumir þeirra ekki hefðu djúpa hugmynd, og ekki ^asta, um þetta. Að stagast á þessu: «jeg vil hafa löggjafarvald og fjárforræði«, það geta allir; það má kenna það páfagaukum. J>að eru miklar framfarir fyrir hverja þjóð, að fá freisi, en þó með því skilyrði, að hún kunui að hagnýta sjer það. Sumir vilja segja, að vjer höfum sætt kúgun af Dönum, eins hin seinni árín, sem áður. En í hverju var hún fólgin? Gat ekki hver einstakling- ur stundað atvinnu sína stjórnarinnar vegna? Höfðuui vjer þunga skatta að borga? Jeg spyr enn: í hverju var þessi kúgun fólgin? Jeg hef spurt marga að þessu, en enginn hefur getað út- skýrt kúgunina fyrir mjer. Sumir hafa sagt, þeg- ar þeir ekki hafa getað útlistað þessa kúgun, að það hafi þá eiginlega ekki verið kúgun, heldur stjórnleysi, og að stjórnin ekkert hafi gjört fyrir okkur. En ef hún nú hefði sýnt hjer stjórnsemi, og þrýst oss til að vinna að gagni voru, þá hefði það líka verið kallað kúgun. þessir sömu menn hafa t. a. m. kennt stjórninni um, að ekki væri vegir til á Islandi. Varla geta þeir ætlast til, að stjórnin hefði sent hingað upp danska eða útlenda menn á sinn kostnað, til að leggja vegi hjer; en ef stjórnin vildi þrýsta íslendingum til að gjöra vegi hjá oss, mundi það ekki vera kallað kúgun? Og svo er um hvað eina. Framfaraleysi vort er sprottið af deyfð og aðgjörðaleysi sjálfra vor. Ef stjórnin ætti að knýja oss 'til að vinna, þá mundi það vera kallað kúgun; ef hún ekki gjörir það, er henni kennt um stjórnleysi. Vjer lifum í kúgun, það er orða sannast, en sú kúgun kemur ekki frá stjórninni, heldur frá þeirri eigingirni, tortryggni og leti, sem býr í sjálfum oss. Hversu duglega, hversu frjálsa stjórn sem vjer höfum, getum vjer ekki bjargast, ef vjer ekki köstum vorum eigin slóðaskap langt í burtu. Barnið segir, að stjórnin byggi upp á lið af 2—3 hræðum þjóðkjörnum. Jeg veit nú ekki 1 hvað barnið leggur í orðið «hræða« í þessu sam- bandi, og jeg nenni ekki að vera að hugsa um það nákvæmlega; en ef það á að merkja einhverja fyrirlitningu, þá verður maður að fyrirgefa barninu, þó það firtist af því, þó einhverjir 2 eða 3 menn framfylgi sinni sannfæringu, þó hún ekki alveg komi heim við álit þeirra, sem læra utan að hvað þeir eiga að segja. Hvort stjórnin byggi upp á lið slíkra mann, veit jeg ekki, en það veit jeg, því það er samkvæmt rjettum hugsunarreglum, að stjórnin hefur aldrei búist við, að eptir 22. ára þras og heimtufullar kröfur frá meiri hluia alþingis — hverjar kröfur þó ekki væri sjálfum sjer sam- kvæmur — mundi hinn sami meirihluti gefa sig svo alveg upp á «gat» (eins og mælt er að stú- dennt einn í Höfn hafi komist að orði við gefið tækifæri), að hann loksins beiddi stjórnina um að ráða sjálfa, hvernig hún vildi fara með oss. Mjer geðjaðist svo illa að þessum fræðandi og gagnandi köflum í *< Isafold» í þetta sinn, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.