Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 6
78 að hr. Birni dugi ekki að vera í sfcuppsýni1 sjálf- um til að finna þau, «skörpu lög» að þessi orð sjeu slíkt saknæmi að þau bfti hann svo i hœlinn að hann fái áverka á æruna. 3) segir þessi ó- ráðni hr. borgari að það sjeu saknœm ósannindi að hann hafi ekki verið búinn að vera svo mikið sem hálft ár sinn eiginn meistari, þó skal jeg nú segja bæði honum og öðrum (eptir áreiðanlegum upplýsingum, sem jeg hefþar um fengið) að þessi tjeði hr. B. fór frá meistara sínum einhvern dag- anua frá 13.—16. júlí f. á., en gjörðist borgari i Rvík 12. des. s. á., og þó mjer aldrei fyr hafi dottið í hug að stæra mig af neinum vísindum, þá held jeg að jeg verði nú að fara að stæra mig af því að jeg sje eins vel að mjer og þessiReyk- vikurborgari i reikningslist og tímatali, því frá 13. júlí til 12. des. s. á. kalla jeg tæpa 5 mánuði, og aldeilis ekki hálft ár; sá óráðni herra Björn borg- ari — hvort sem hann hefur æruna í hælunum eða heilanum — þarf sannarlega að passa að týna ekki ærunni, ef hann leggur í vana sinn að skrifa eða skrásetja slíkt óráð optar, því hvaða sann- leikur er f þessu, »það sjá allir með opnum aug- um, sem ofurlítið hafavit«, og er víst óþarft fyrir mig að ergja bann á því að fara um það fleirum orðum. Að svo mæltu þykist jeg nú hafa svarað því í gr. B. er hann hefur lagt mesta áherzlu á, eink- um því, sem hann kallar saknœm ósannindi, en glósum hans og skuggagrillum kæri jeg mig ekki um að svara — það kemur ekki mál við mig. — Jeg skal að endingu vitna til svarsins er herra ábm. «Tímans» setti aptan við grein mína, hvar í hann segist ekki geta neitt i henni leiðrjett eða borið á móti að slíkt hafi átt sjer stað í Reykjavík. En þar sem hr. borgarinn skorar á mig að segja til nafns míns, og svo frv., þá kynni jeg betur við að hann vildi segja mjer hvaða vald 1) Mjer sýuist húf. vera allt of dígnrmæltnr, þar sem bann er aí) tala um þetta orþ „skuggsýni" og „btrtu^, þar sem baun bæíli fyr og dií dylur sig í skngga, og þa?) þeim, sem houum, ab von miuni verönr erfltt al) komnst úr til IJóssius. 1 útgef. hann hafði til þess, hvernig og frá hverjum, og þó hann væri ekki á sínum embættisbúningi og þó hann hefði hvorki pípuhatt nje spjátrungsprik; annars dytti mjer kann ske í hug að segja við hann eins og við hvern annan dóna »skipaðu mjer þegar þú veitir mjer» —; og þar sem hann vill ráða mjer til að kynna mjer vísu þá eptir Jónas sál. Hallgrímsson er hann setur nœst nafninu sínu, þá get jeg sagt honum það að jeg kann hana fyrir löngu síðan og fleiri vísur er J. sál. Hallgr.s. orkti um Bósa, og vonajeg að mjer sje jafn leyfilegt og honum að vísa honum á þær hin- ar sem hann hefur ekki nefnt, ef hann skyldi geta fengið sjer úr þeim eitthvert heilræði, annars skal jeg nú skilja við hann í þetta sinn án fleiri eða frekari orða og • Farðu nú bróðir Björn jeg bið af hjarta» .... Skrifað í september 1874. Borghreppingur. Herra ábyrgðarmaður! Innlagða grein, sem er svar til B. Árnasonar, sendi jeg yður hjer með, og vona að þjer, sam- kvœmt skyldu yðar, takið hana upp í næsta blað «Tímans». Með virðing Borghreppingur. — VEÐRÁTTAN í septembermánuði næstliðin og það sem liðið er af þessum mánuði var hjer á þessa leið: Fyrstu dagana var norðan kólgu- veður, gekk síðan þann 6. í sunnanstorma í 2 daga og í rigningu þann 8. Hinn 10. —12. var logn og blíðviðri, og var hitinn 14°; þann 10. f>ann 14. og 15. var norðanstormur með krapa vg snjófalli til fjalia, svo þau urðu alhvít af snjó, og 4° frost þannl6.; eptirþað komu staðviðri og þýður nokkra daga til 24., gekk þá veðráttan í útsannanstorma og snjógang lil fjalla, en þann 28. kom ofsa-norð- anstormur með kólgu og gaddi til fjalla með snjó- komu, er hjelzt við í sífellu til 3. þ. m., Ijetti þá og gjörði allgott veður til hins 8., en frost var á nóttum 5—7°. 9.—10. gjörði aptur ofsaveður á austan landnorðan með bleytubil og snjókomu til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.