Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 7
79 sveita, svo jarðlaust varð fyrir allan fjenað sum- staðar til sveita. 11. til 17. var gott veður og stillt, og þýða seinustu dagana, svo snjó tók lítið eitt upp til fjalla. í þessum illviðrakafla, sem getið er að ofan, stóðu rjettir yfir og almenningur var í ferðalagi og með fjárrekstra, og misstu menn meira og minna af þeim á fjöllum uppi, helzt á Okvegi og Kaldadal, en sjálör náðu þeir byggðum með illan leik og urðu að yörgefa fje og hesta til að halda líönu, er talið sjálfsagt, að fje haö fennt 100 sam- an á afrjeltum, því eigi voru af gengnar sumstaðar nema fyrstu leitir. — Til eptirtektar fyrir seinni tíma menn, setj- um vjer hjer kafla úr brjeö frá merkum bónda í Eyjaörði, dags. 15. júní þ. á. »Veturinn og vorið fram á sumarmál var hjer kringum Eyjafjörð í þyngra lagi, en viðar verri, engir töpuðu samt til muna skepnum sínum, en ekki er jeg því sam- þykkur að líkja honum við veturinn 1802, jeg á uppteiknun yör veðráttufar þann vetur og vor, þá mátti ganga á hafís í íardögum yör Eyjafjörð milli Glæsibæjar og Svalbarðsstrandar; en i vor leysti ísinn af firðinum í 4. viku sumars eptir 18 vikna legu, og síðan á sumarmálum hefur verið hagfeld tíð, einir 5 kuldadagar, aldrei snjór; en þá 1802, kom aldrei bati allt vorið, öðruvísi en sólbráð á daginn en frost um nætur; það er sjálfsagl að í velur var einhver hinn kaldasti vetur, 20° frost mest .... það þókti nýlunda að fiskur væri dreg- inn upp um hafís í vor, en það var þó töluvert; jeg þekkti einn mann sem dró 800, en þetta var það langmesta af því er nokkur maður fekk........... — Velgjörðasemi. Stórkaupmaður hr. Gudmann, sem á verzlun á Akureyri, hefur gefið Akureyri sjúkrahús, og kostað til þess 5—6000 dölum; sjúkrahúsið tekur sex fullorðna og tvö börn. Étlagt úr »Berlingske Tidende». Brennisteinsnámur á íslandi. Þar sem að norðurálfan hefur hingað til næstum eingöngu fengið brennistein frá Ítalíu og Spáni, hafa menn von um að frá íslandi verði farið að flytja eigi all-lítið. Brennisteiusnámurnar þar, sem voru svo miklar árið 1863, að úr þeim fengust rúm 400 tons, láu nokkra hríð i gleymsku, en nú hefur Englendingur einn fengið þær ljeðar, og nú á að vinna að þeimmeðmeiri dugnaði. Verðið á íslenzk- um brennisteini er31 af hundraðiminnafyrir hvert tons, heldur en á hinum spánska og ítalska. Það er sagt að brennisteinsmyndunin sje ævarandi, og því þurfi ekki að óttast fyrir að þær tæmist eða eyðist. — Póstskipið Díana, kom að kveldi hins 15. þ. m. eptir 19 daga ferð frá Khöfn, hafði það legið 4 daga inni við Skotland og 6 í Færeyjum sökum óveðra. Með því komu þessir farþegar: Benidikt Gröndal mag. með konu sinni og dóttir, Aagaard sýslum. frá Vestmanneyjum, Símon Johnsen kaupmaður í Reykjavík. J. Johnsen, verzlunarmaður og Hillebrandt. — Kennaraembœtti við lærða skólann er veitt skáldinu Benidikt Gröndal mag. — Vestanpósturinn kom 14. þ. m., hafði hann fengið illviðri, frost og hríðar á leiðinni. Frjettust með honum mestu harðindi af vesturlandi, helzt í Dala- Barðastrandar- og ísafjarðarsýslum, hvar víða var jarðlaust fyrir skepnur, kýr og sauðfjenaður I var kominn á gjöf. Fjártjón hið mesta, sem bæði hraktist fyrir stormum og fennti, helzt í Dalasýslu, sagt er að Indriði Gíslason á IIvoli hafi misst 130 fjár, og hefur fundist af þvi rúmur helmingur. — Norðanpósturinn kom 15. s. m. eptir harða útivist, sökum illviðra og snjóa. Sömu harðindi var að frjetta úr norðurlandi og að vestan, fjár- skaðar töluverðir. SMÁVEGIS. Peningamaður einn leitaði ráða til málsfærslu- manns, sem var alþekktur að kænsku, Maðurinn hafði lánað kunningja sínum 2000 rd, án þess að taka nokkra kvittun fyrir því hjá honurri. f>essi kunningi hans var nú farinn úr landi, og maður- inn var farinn að verða hræddur um sig og pen- inga sína. Málsfærslumaðurinn stóð nokkra stund þegjandi þangað til hann sagði: «Setjist þjer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.