Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 8
80 og skriflð þjer það sem jeg les yður fyrir» : «Góði vin? Ef þú gætir, þá þætti mjer vænt um að þú sendir mjer þá 3000 rd., sem þú fjekkst hjá mjer um daginn». Maðurinn minntimálsfærslumanninn á, að það hefði verið 2000 en ekki 3000 rd. Máls- færslmaðurinn svaraði. þetta mun skuldunautur yðar einnig koma með, er hann skrifar yður apt- ur, og þá hafið þjer kvittunina fyrir að hann hafi tekið við 2000 rd. — Árið 1872 tóku 4,144 manns lífið at sjer i Parísarborg. Orsakirnar voru taldar þannig : af skotum 388, af heimilisófrið 532, af ólukkulegri ást um 701, líkamlegum þjáningum 930, af æði 1,344, af hræðslu fyrir strafíi 22, og af skaðsemi áfengra drykkja 232. — Parísarborg hefur yfirþúsund opinberar bygg- ingar að við halda, á meðal þeirra eru 100 her- mannahús, 16 hospitöl eða fátækrahús, 3 fangelsi og 14 kirkjugarðar. Minnisvarði. <iHandiðuamannafjelagið» í Reykjavík, hef- ur ákveðið að reisa minnisvarða, yfir Sigurð Guð- mundsson málara, en af því efni ljelagsins og fjelagsmanna, leyfa eigi að kosta hann eingöngu, þá leyfum við okkur að skora á yður landargóðir! og alla þá, er unna hinni fögru íþrótt, er Sigurð- ur heitinn stundaði og er og verður frægur fyrir, að styrkja fyrirtæki þetta með samskotum eptir hvers eins efnum og ástandi, og senda þau innan 31. júní næstkomandi, tilokkarundirskrifaðra manna, sem veitum þeim móttöku fjelagsins vegna, oggjör- um grein fyrir þeim á sínum tíma. Reykjavík, 19. október 1874. Einar Jónsson, forseti. Jónas Belgason, fjehirðir. Jón Borgfirðingur. Sigfús Eymundarson. AUGLÝSINGAR. Hjer með auglýsist, að Snnnudaga- skólinn í Reykjavík, á að byrja sunnudaginn þann. 1. Nóvenber þ. á., og eru þeir, er vilja taka þátt í lærdóminum í tjeðum skóla, beðnir að snúa sjer til einhvers af oss, er ritum nöfn vor hjer undir, frá 22.—26. þ. m. í skólanum, verða eins og að undan- förnu, kendar sex lærdómsgreinir, nefnil. skript og rjettritun, teikning, danska, enska reikningur, söngur og efnógu margir vilja taka þátt í landa- frœði og sögu. Reykjavík 17. októbr. 1874. Sigfús Eymundarson. Jónas Helgason. Árni Gíslason. — Jörðin Gröf í Mosfellssveit með tilheyrandi hjáleigum (getur fengist til kaups og ábúðar í næstu fardögum 1875 svo framt viðunanleg borg- un fæst og geta þeir er nefnda jörð kaupa vildu samið um verð hennar og skilmála fyrir sölunni við mig undirskrifaðan til þess 28. nóvember næskomandi. Gröfí Mosfellssveit 6. októbr. 1874. Jón Matthíasson. — Síðan f 18. viku samars hefur verið hjáund- irskrifuðum óskilahestur grár á lit hjer um bil 12 vetra með marki: blaðstýft fr. hægra, sýlt vinstra; hesturinn er með lftinn lokk dökkan í faxi og með æxli sitt á hvorum kjálka, rjettur eigandi getur vitjað hans mót sanngjarnri borgun fyrir hirðingu að Litla-Ósi í Miðfirði. Jóhannes Hálfdánarson. (£/§r’ Enn á ný skora jeg á yður, heiðruðu kaup- endur «Tímans», að greiða nú sem allrafyrst borg- un fyrir annan og þriðja árgang blaðsins, þar nú er komið svo langt fram yfir þann tíma, sem borg- unin átti að vera greidd, þar ella mun jeg neyð- ast til að hætta við útgáfu blaðsins. Ábyrgðarmaðurinn. PBESTAKÖLL. Veitt: Ás ( fellnm 7. f. m. pr<5fast eira Bergi Jónssyni á Bjarnanesi í Hornaflríii. — 7. þ. mán. Káifafellsstaþnr sira Jábanni K. Beuidiktssyni á Einbolti. Óveitt: Bjarnanes, metiþ 353 rd. 18sk.,anglýst 8. f. m. Einholt í Hornaflrbi, metit) 240 rd. 27 sk., anglýst 8 þ. m. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. _______Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson._____________ Prentabnr í prentsmilju íslands. Einar þ<5rfearson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.