Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.10.1874, Blaðsíða 2
74 Friðriksson vceri rjett og löglega kjörinn alping- ismaður fyrir lieykjavík». Um leið og vjer tilkynnum þetta, leyfum vjer oss að fara fáeinum orðum um kjörskrána og kosninguna. Er þá fyrst að geta þess, að kjör- skráin var samin af bæjarfógeta L. Sveinbjörnsen og dómkirkjupresti H. Sveinssyni, og síðan end- urskoðuð og aukinaf kjörstjórninni (a: bæjarfóget- anum, og yflrdómurunum Jóni Pjeturssyni1 og Magn- úsi Stephensen). Jafnvel þótt að nokkrir gjaldendur bæjarins þættust ranglega útilátnir af kjörskrá þessari, og þannig úlilokaðir frá kosningum, höfum vjer eigi heyrt getið um, að aðrir en þeir dýralækni Sn. Jónsson og lögregluþjónn Jón Borgfirðingur hafi kært fyrir kjörstjórninni að þeir eigi stæði á kjör- skránni, og kröfðust þess vegna að þeim yrðibætt inn í kjörskrána. En ástæður þær, er þeir færðu fyrir kröfum sínum, fundust kjörstjórninni á litl- um rökum byggðar, hvers vegna hún úrskurðaði, að þeir hefði eigi kosningarrjett, hinn fyrnefndi af því, að hann sökum stöðu sinnar, eigi heyrði undir neinn þeirra flokka, er lögin ákveði að hafi kosningarrjelt, jafnvel þótt hann borgi hærra út- svar en til þess útheimtist, og hinn síðarnefndi af þeirri ástæðu, að hann borgi ekki nógu hátt sveilarútsvar til að komast að sem tómthúsmaður, þar hann hvorki geti álitist að vera kaupstaðar- borgari eða konunglegur embættismaður. Vjer skulum láta ósagt, hvort þessar ástæður kjörstjórnarinnar eru á rjettum rökum byggðar eða eigi, en það finnst oss, að hún hefði átt að vera sjálfri sjer samkvæm, og hefði hún verið það, þá hefði hún ekki látið herra Steenberg hafa kosn- ingarrjett, því það þorum vjer að fullyrða, að hafi Jón Borgfirðingur ekki kosningarrjett, þá hefur Steenberg hann eigi heldur. Þeir greiða jafnhátt bæjargjald, eru í áþekktri stöðu, og Jón stendur að voru áliti nær að vera konungl. embættismað- ur en Steenberg, því Jón er uppfærður meðal em- bættismanna landsins á áætlun yfir tekjur þess 1) liaiui var í kjúratjáruíuoi, pegar hvb. Jakobseu var kosiun bjerua uui áiit). og útgjöld, en Steenbergs er þar ekki getið, enda hefur hann laun sín af upphæð þeirri, er nefnd er «aðstoðarfje» lærða skólans. En hvað sem þessu atriði líður, þá er þó annað sem oss virtist athugaverðara við kjörskrána, það nefnilega, að við samning hennar er að eins gengið út frá því svo nefnda aulcaútsvari, en ekkert tillit haft til húsatolls og lóðurtolls, og virð- ist það hafavakað fyrir kjörstjórninni að hún ekki álíti annað gjald en aukaútsvarið vera sveitargjald; en vjer fáum ekki betur skilið. en að aukaútsvar og húsa- og lóðartollur sje allt til samans sveit- argjald, þótt það hjer, eins og eðlilegt er, sje nefnt bæjargjald; enda er þessi skoðun eða að- ferð kjörstjórnarinnar alveg ný og gagnstæð þeirri, sem að undanförnu hefur átt sjer stað við kosn- ingar, þar sem öll bæjargjöld (o: húsa- og lúðar- tollur og aukaútsvar) hefur verið lögð til grund- vallar við samning kjörskránna, og virðist það eðlilegt, þar húsatollinn má eins vel álíta sveitar- gjald eins og aukaútsvarið, því húsatollurinn hækk- ar að tiltölu við aukaútsvarið; ekki að tala um, hvað þessi nýja aðferð er ófrjálslegri en hin gamla, þar hún útilykur svo marga frá kosningum. Fleiri orðum ætlum vjer eigi að fara um kjörskrá þessa, því þótt í tilskip. 8. marz 1843, 23.gr. sje boðið að prenta kjörskrá m. fl., sem í þetta skipti var látið ógjört, og þó kjörfundurinn, hvorki væri auglýstur í blöðunum nje boðaður með bumbu- slætti, sem áður mun hafa ált sjer stað, hefur í rauninni ekki eins mikið að þýða, sem og það að lesa ekki upp atkvæðin í heyranda hljóði. í öðru lagi skulum vjer benda á það, að þar sem í tilsk. 6. jan. 1857, 7. gr. segir svo: «Eng- inn er rjett kjörinn alþingismaður . . . nema þvi að eins að hann hafi hlotið meira en helming allra þeirra atkvæða, sem greidd eru á kjörþinginu», o. s. frv., þá getum vjer ekki álitið, að kosning þessi sje lögmœt, og ekki getum vjer ætlað það alþingi í fyrsta sinni er það kemur saman sem löggefandi, að það láti það verða sitt fyrsta verk, að taka ólöglega kjörinn þingmann gildau til al- þingissetu, þótt hann sje úr llekki þjóðvinanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.