Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (22 arkir) árg.
4 $. Fyrri hlutinn greiðist
fyrir lok marzm., en síðari
hlutinn fyrir útgöngu júlí-
mánaðar 1874 til ábyrgðar-
mannsins.
^ITMÍfMM W Hí o
„Tímans í straumi stöndum,
sterklega sem oss ber“.
Auglýsingar verða teknar í bl.,
fyrir 3 /3 smáleturslínan, en
2 /3 stcerraletursl. Parfleg-
ar ritgj. til almenningsheilla
verða borgaðar eptir sam-
komulagi við ábyrgðarm.
3.
ár.
Reykjavík, 18. nóvbr. 1874.
21.—22. blað.
— Póstskipið »DIANA>< fór hjeðan 21. f. mán.
Með því tóku sjer far; til Kaupm.hr. Moritz
Halldórsson stúdent, Kaalund kand. mag. er dvalið
hefur hjer í 2 ár og ferðast um landið í tvö
sumur. Til Englands: Torfi Bjarnason jarðyrkju-
maður, Oddur Gíslason kand. Iheol., og Elinborg
Friðriksdóttir Eggerz, húsfrú og ekkja Páls heit-
ins Vídalíns í Víðidalstungu, til að leita sjer
lækninga.
MINNl
Jóns Sigurðssonar
á þúsundára hátið íslands i Kaupmannahöfn,
7. ágúst 1874.
Velkominn vertu,
Vinurinn gamli,
Vina í sæti,
Vina með hug!
Kær okkur ertu,
Enn þó að hamli
Sumt oss frá kæti
Sælu og dug!
Hvers skyldi minnast
Helgri á stundu
Ættjarðar hvítrar,
Ef ekki þfn ?
Hver mundi finnast
Fremri á grundu
Ættstuðill ítrar,
Unn meðan gín?
Hvítur af hærnm,
Hraustur í anda,
Tryggur í hjarta,
Traustur I þraut.
Sögu á skærum
Skildi mun standa
Nafnið þítt bjarta
Búið með skraut.
Alla um æfi
Uppi þú vaktir,
Vegandi skildi
Veifaðir hátt;
Allir þó svæfi,
Ánauð þú hraktir
Harður í hildi
Heljar um gátt.
Hugðum vjer mundi
Ilertogi sjóta
Sitja í sumar
Snælands við bú,
Þjóðar á fundi
Þakkir að hljóta,
Þar sem að gumar
Gleðja sig qú.
81
Hvar voru snjallir
Heima á Fróni?
|>ú varst þeim áður
Þekkur og kær; —
Gleymdu þá allir
Glampandi Jóni? —
Hugur er bráður,
Hjartað er fjær!
Sittu hjá okkur
Saddur og glaður,
Hjer eru hjörtu,
Hjerna er vín!
Hjerna er flokkur,
Bjerna er staður,
Mungáti björtu
I Minnist hann þfn!
Forseti þjóðar,
Frægur og aldinn,
Öflgan og mæran
Elski þig Frón!
Vættirnar góðar
Gullbjarta faldinn
Háan og skæran
Hneigi þjer, Jón!
Lifðu nú lengi
Lýðanna blómi,
Ættjarðar bæði
Elska og von!
ísalands gengi,
Aldanna sómi,
Sunginn í kvæði
Sigurðarson!
B. Qr.
(Aðsent). Nú er komið 4. tölublað «ísafoldar» |>jóð-
hátíðarbarnsins; skelfing lætur það iila; veitir
ekki af að syngja við það »bí bf og blaka«? ef
það ekki dugar, vildi jeg stinga upp á að kaupa
handa þvf barnavagn, ef nokkur fengist til að aka!
Kannske það spektist þá. Barnið hefur ekki í
einu einasta atriði hrakið grein mína f 19—20
blaði »Tímans«; enda var jeg ekki liræddur um,
að svo yrði. Höfundurinn að fyrstu greininni f
4. tölublaði barnsins, sem virðist vera ritstjórinn
sjálfur, segir, aðjeg byrji á, að gjöra blaðið «ísa-
fold að dálitlum krakka (hvergimun finnast f grein
minni í »Tímanum» talað um stærð barnsins), en
jeg man ekki betur, en að ritstjórinn kalli það
sjálfur «þjóðhátíðarbarn» í fyrsta tölublaði blaðs-
ins. Nú kemur ný setning hjá ritstjóranum, bann
segir: .... «enda erliklegast, að hann sje faðir
skilgetiuna barna, hann væri ahnars varla upp