Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 4
84 er rðog, og skal jeg leiðrjetta hana. Sá, sem sendi mig til að skrifa grein mína í «Tímann», er sá sami, sem að líkindum mun senda mig til að skrifa fleiri greinir, nefnilega hringlið um þetta ímyndaða frelsi, og gorgeirinn, sem kemur fram hjá þeim, sem annaðhvort til að afla sjer fjár eða hylli hjá fáfróðum almúga, eru að hrópa skýjun- um hærra um ófrelsi, kúgun og óstjórn, en sem ekkert af þessu geta útlistað, þegar á þá er skor- að, sem ekki heldur er von; og í stað þess að þeir sjeu frjálsir sjálfir, eru þeir rígbundnir þrælar þeirra, hverra hylli þeir eru að leita. fó ritstjórinn af findni sinni kalli mig «um- skipting», skiplir mig engu; ef jeg vildi hafa mig j til þess, gæti jeg líka valið honum nafn. Út af kveðju yðar til mín, og punktnnum apt- an við hana, dettur mjer í hug að minna yður á, j að sá sem svarar að eins með skömmum, sem hvergi eiga við, skynsamlegum ástæðum, sem hann ekki getur hrakið, er sagður að brúka «kjapt». Það þykir ætíð fara illa á því. í*jer brúkið nú punktana yðar til að kyngja með núna fyrst; það er verst að það er ekki boð- legt fyrir myglu. Jeg ætla nú að kveðja yður eins og siðprúð- ur maður, en taka ekki eptir yður dónaskapinn, heldur segja: verið þjer sælir, þangað til næst. Alþýðumaður. KJÖRFUNDURINN í REYKJAVÍK. (Aðsent). Var haldinn hinn 31. október þ. á. og fór sjálf kosningin nú á kjörfundinum af hendi kjör- stjórnarinnar vel fram, nú var kjörfundurinn aug- lýstur með bumbuslætti á götum bæjarins á und- an kosningunni, og heyrðist hann um allar götur og upp í holtin, svo las nú kjörstjórnin hin greiddu atkvæði upp í heyranda hljóði, samkvæmt tilsk. 8. marz 1843, 27. gr. Á þessi atriði hafði «Tíminn» bennt í ritgjörð í 19.—20. blaði, og er það lofsvert, að taka tillit til bendingar blaðanna. Eptir það er vjer höfum lokið þessu lofsorði á kjör- stjórnina, verðum vjer þó að drepa á það, að hinni Jöglærðu kjörstjórn okkar, ekki hafði fundið það hlýða, að prenta kjörskrána, eða að taka upp á hana 30—40? manns, sem eigi stóðu á henni, sökum þess að hið niðurjafnaða sveitargjald þeirra á lóðir og hús ekki var lagt saman við aukaút- svar þeirra, sbr. «Timann» í ofannefndu blaði, bls. 74. Mörgum þessum mönnum þótti það leitt, að komast ekki að, eptir að «Tíminn» hafði frætt þá um, að þeirværu útilátnir, en þeir hafa komið sjer fast niður á því, að bera harm sinn i hljóði, og þeyja til þess, að vekja eigi gremju hinnar lög- lærðu kjörstjórnar, og ef til vill að ónýta eigi kosninguna. Hinn nýji kjörfundur var auglýstur hinn 14. októbermán., og haldinn 31. s. m. sem áður var sagt, og skyldu menn halda, að bin löglærða kjörstjórn, mundi hafa sýnt samborgarmönn- um sínum þann sóma, að leggja kjörskrána fram að nýju, almenningi til sýnis, en það var ekki gjört. Á bæjarþingstofunni sást eigi annað en að taka ætti lán til bæjarsjóðs, að upphæð 2,000 rd., til þess að þekja með Áusturvöll, og 3,000 rd. til þess að kantsetja og breikka Austur- stræti1, og verður það næsta dýrðlegt að sjáspes- íurnar sem nú eru að verða ógyldar i hleðslunni á þessum stórvirkjum hinnar vitru bæjarstjórnar. Hvort skoðun eða hagssýni hinnar lögfróðu kjör- stjórnar hafi verið valdandi því, að kjörskráin eigi var lögð fram, eins og lögákveðið er í tils. 8. marz 1843, áður en kosningin fór fram, er eigi á voru færi að sjá, en vjer álítum óþarft fyrir kjör- stjórnina að liggja á kjörskránni þann tíma og gagnlaust, enda lýsa ófrjálslyndi og virðingarskorti? við kjósendurna að láta hana eigi liggja á opin- berum stað eins og lögboðið er, og leyfa þeim að kynna sjer hana. Vjer höfum hreyft þessum atriðum af nýju, af því þau eru einkennileg fyrir kjörstjórn vora, og aðferð hennar sýnist vera allt önnur en vera átti. Kosningin i fyrra skiplið var svo, að hinn 1) Heyrzt hefar at) bæjarfógetiun og prentari E. þórbarson hafl verib miUmæltir þessnm kostnabi, eiginlega hvab Aust- nrvóll snerti, þar viígjörbin á honom gæti verib í minni stít og koetnabnrinn þar mob rnlkife sparast m. m. Útgg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.