Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 6
86 þessi sje komin inn i «ísafold» að tilhlutun ein- hvers, sem hefði fengið ráðningu hjá ráðgjafan- um, og þættist eiga honum grátt að gjalda, held- ur en að ritstjórinn hefði fundið ástæðu til að koma henni á prent fyrir almenningssjónir á íslandi með því fæstnm mun þykja greinin velviljuð eða til nokkurs gagns, eptir því sem málum vorum nú er komið, heldur lil iils eins, enda hefur rit- stjórinn hlotið að finna til þessa, þar sem hann á eptir fer að telja mönnum trú um, að hún ekki sje tekin ( blaðið «til að vekja nokkurn kala til íslands ráðgjafans», og hefur hann með þessu viljað þvo hendur sínar. Vjer vonum að enginn taki þessi orð vor svo, að vjer viljum letja áhuga þjóðar vorrar að fá því framgengt, sem til bóta gæti orðið í velferðarmál- um vorum, því meining vor er alls ekkisú; þvert á móti viljum vjer skora á alla góða íslendinga, sem þess eru umkomnir, að þreytast ekki á því að starfa að þessu með fjöri og fylgi, og sýna þar í föðurlandsást sína og djörfung, ef á þarf að halda, gagnvart stjórn vorri og konungi, eðahverj- um sem í hlut á. En vjer viljum leiða athygli hinna sömu að því, að leitast við að velja til þess þau heilnæmustu og beztu meðölin, en ekki grípa til þeirra meðala, sem að ónotum geta komið, eða orðið til vanheilsu fyrir frelsislíf þjóðar vorrar. 3 + 7. — í «• Þjóðólfi» af 3. október þ. á. hafa nokkrir sveitungar mínir borið upp kveinstafi sína undan aðferð Strandarmanna við okkur Inn-nesjamenn til að sporna á móti því að við fáum optar uppsátur þar á Ströndinni, og mjer virðist sem þessir sveit- ungar mínir hafi fengið í sig megna hjartveiki út af þessum samtökum sunnan manna. Mjer kemur þess vegna til hugar að ávarpa ykkur heiðruðu sveitungar og fjelagsbræður, með nokkrum hugg- unar orðum, og ef mögulegt er að útrýma hjá ykkur þeim ótta, sem þessi samtök Strandarmanna hafa vakið hjá ykkur. Jeg er nú bæði af eigin reynslu og líka af afspurn orðinn svo kunnugur fjelagsskap Strand- armanna, að eg get ekki hið allra minnst óttast þessi þeirra samtök. 1*311 munu varla standa svo lengi takið þið eptir. Strandarhreppsmenn eru alkunnir að því, að stofnsetja marga f'undi, ræða um ýmisleg sam- tök og jafnvel byrja á þeim; en þegar til fram- kvæmdanna kemur, verða afdrifin optast þau, að einstöku meðlimir sveitafjelagsins setja sig á móti því, sem gjörist á fundunum, og þá fellur allt um koll að litlum tíma liðnum, og sjást þá ekki aðrar menjar þessara samtaka og fundargjörða en nokk- ur glæsilega stýluð pappfrsblöð sem geymd eru hjá presti eða hreppstjórum, og net'nast fundar- gjörðir. t*að mun ykkur sumum hverjum kunnugt, ekki síður en mjer, að þar í hreppnum drottnar megnasta fjelagsleysi, tortryggni, ósamlyndi og eigingirni? svo að annar rífur það niður, sem hinn byggir, og hverníg getið þið ímyndað ykkur að þeir Strandarmenn, sem ekkert hugsa annað fremur en að mæla skildinginn, geti sjeð af öllum þeim uppsátursgjöldum sem hingað til hafa runnið inn til þeirra frá okkur; eða haldið þið að fátækling- arnir þar í hreppnum, sem að undanförnu hafa snýkt út úr okkur bæði æta og óæta muni, geti fremur nú en fyrri verið án okkar hjálpar. Nú trúið mjer til þess að sumir málsmetandi menn- irnir þar í hreppnum vinna það ekki fyrir þó velferð sveitarfjelagsins væri um að tefla, að missa sjálfir margra dala virði í vissum tekjum fyrir aðrar óvissar. En ef þið nú ekki viiið trúa orðum mínum, þá skal jeg reyna að útvega uppsátur þar syðra fyrir jafnmargar fleytur ög þið getið útvegað mörg feit hross til slátrunar nú í haust; jeg mun sjálf- ur fylgja hrossunum eptir, suður yfir hraunin og þá sjáið þið innan skamms hversu öflug samtökin verða. Ef þið nú þar að auki gætið stungið ( vasa minn nokkrum molum af græna steininum sem þar syðra er nefndur «Gunnars-græðisteinn»; þá yrði jeg að vísu að bregða mjer suður yfir Vatns- leysuheiði, en þá væri jeg alls ekki kvíðandi fyrir afdrifum ferðarinnar. Gamall inntökumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.