Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 5
85 kosni þingmaður — eins og rjelt var í alla staði — ekki vildi treysta henni. Það var því af völd- um kjörstjórnarinnar að kjósendur voru ómakaðir optur, til að kjósa sama mann, er áður var kos- inn, og þó að vjer finnum aðferð kjörstjórnarinn- ar á ný athugaverða, þá viljum vjer láta í Ijósi fyrir hið fyrsta þá von vora, að alþingi gefi gaum að þessu og taki kosninguna gilda, þrátt fyrir þessa galla, svo eigi þurfi að kjósa í þriðja sinn en i annan stað, viljum vjer biðja amtmann vorn um, að vanda um við kjörstjórnina að hún fari beint að lögum, og gefi henni amtsföðurlega að- vörun, svo að slíkt komi eigi optarfyrir. Það væri og eigi óþarft, að amtmaðurinn og vandi um við sumar aðrar kjörstjórnir, að láta ekki kosningarn- dragast fram yfir hinn lögboðna tíma eða útgöngu septembermánaðar—þar sem þvi verður viðkom- ið — eins og nú hefur átt sjer stað í mörgum sýslum til ama og óþægðar. f blaðinu «ísafold», nr. 4,hefur berra x -f- y úr hæðunum, viljað læða þeirri skoðun inn hjá lesendum blaðsins að kosningin 29. sept. þ. á. hafi alveg verið lögleg. Vjer biðjum þenna mann að lesa tilsk. 6. jan. 1857, 7. gr., þar stendur með berum orðum, hverja aðferð skuli viðhafa og er þetta staðfest í hinni nýju sljórnarskrá, þar sem í ákvörðununum um stundarsakir 1. er ákveð- ið að kosningarlög 6. jan 1857, sbr. tilsk. 8. marz 1843, skuli framvegis gilda um um kosn- ingar til alþingis, að öðru en því, sem fyrir er mælt í 14., 17. og 18. gr. s. st. Þessar greinir innihalda ekkert, sem getur numið úr lögum það, sem ákveðið er í 1. gr. tilsk. 6. jan. 1857, sjálf kjörstjórnin hefur og viðurkennt þetta, en í henni voru auk bæjarfógetans, herra yfirdómararnir Magn- ús Stephensen og Jón Pjetursson. (Aðsent). Það er »hæstmóðins», að minnsta kosti hjer á suðurlandi, að allir tala um «pólitik» og upp kveða sína dóma um hana, og þykjast jafnvei vera hinir mestu stjórnvitringar, en éins og við er að búast, eru það mestpart sleggjudómar, því fæstir, sem vonlegt er, bera skyn á mál þetta, svo þeir viti hvað þeir vilja eða geti bent á að bæta úr því sem er. Flestir láta sjer nægja að fylgja straumn- um með hinum svo kallaða «rauða» flokki, og þykjast vera föðurlandsvinir og sannir íslendingar ef þeir duglega fylla flokkinn með þeim, sem hall- mæla embættismönnum vorum, og tala 1 gegn þeim alla vonzkn, af því þeir halda, að þeir fylgi skoð- unum stjórnarinnar og konungsins meir en skoð- un almennings hjer á landi, og opt fara þessir menn «dárlegum» orðum um þá embættismenn vora, sem í raun og veru ættu sannarlegt hrós skilið, ef rjett væri álitið. Þegar maður nokkur ekki alls fyrir löngu atyrti vissan embættismann hjeríRvík, var spurður um* hvað hann hefði út á hann að selja, svaraði hann, að hann vissi það ekki, en sagðist hata hann af því svo margir segðu að hann væri stjórnhollur. Margir fleiri, sem þykj- ast vera hinir mestu »Patriótar» meðal vor, munu nú ekki vera stórum djúphyggnari í «pólitíkinni», en maður þessi, þó bágt sje til þess að vita. Það er nú ekki nóg með það, að almúginn hefur þessar skoðanir, heidur virðist svo sem sumir blaðamennirnir, sem ættu að vera leiðtogar þjóð- arinnar, skari einnig eld að þessum glóðum þeg- ar þeir ástæðulaust nota hverja grein, sem geng- ur út á að lítilsvirða stjórn vora og embættismenn. «ísafold» hefur í 3. tölublaði haft meðferðis grein um hinn nýja ráðgjafa vorn, sem er útlögð úr út- lendu blaði «Morgenbladet», sem naumast getur verið til annars en kveykja mistraust Islendinga á honum og glæða hina gömlu eining og tortryggni gagnvart stjórn vorri. Greinin er skrifuð í þeim anda, að eins víst er að hún sje samin í haturs- skyni við Klein eins og í velvildarskyni til íslands, með því líka böfundurinn er öllum ókunnur; og víst er um það, að eptir því sem Klein kom hjer fram í sumar, þá finnst oss óþarft nú þegar að öllu óreyndu að fara að gjöra honum gersakir og bera út um hann óhróður í annara orða stað, og það því heldur, sem hann almennt mun álitinn einhver hinn ötulasti og rjettsýnasti maður í stöðu sinni. Það virðist því langtum líklegra að grein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.